Sigmundur Davíð segir engan hafa misskilið orð sín um SDG í New York Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2015 15:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/EPA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, nýta tækifærin til þess að snúa út úr orðum sínum. Það hafi hann gert í kjölfar ræðu ráðherrans á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í ár og sömuleiðis fyrir ári síðan. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Katrín vildi fá nánari útlistun á losunarmarkmiðum Íslands í ljósi orða forsætisráðherra í New York. Svo skemmtilega vill til að upphafsstafir í nafni forsætisráðherrans er einmitt skammstöfunin fyrir Sustainable Development Goals (SDG) sem er enski titillinn yfir sjálfbærnimarkmiðin sem unnið er með í stefnu Sameinuðu þjóðanna. Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni í New York fyrir rúmri viku að Íslendingar hefðu „nýlega heitið því að draga úr gróðurhúsalofttegunum um 40 prósent fyrir árið 2030.“ Greip Árni boltann á lofti og fagnaði ummælum ráðherra og stefnubreytingu til hins betra í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum. Marga grunaði þó að Sigmundur Davíð væri að vísa í þátttöku Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins sem reynsti raunin. Það kom þó ekki fram í ræðunni. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að Ísland eitt og sér geti vel lækkað losun gróðurhúsalofttegunda um fjörutíu prósent.Vísir/Vilhelm Menn hlusta þegar Íslendingar tala „Það var enginn slíkur misskilningur á þessum fundi Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. Allir hafi vitað um hvað málið snerist. Hins vegar hafi menn heima á Íslandi séð sér leik á borði og snúið út úr orðum ráðherra. Er ljóst að Sigmundur Davíð átti við Árna Finnsson og benti á að hann hefði gert slíkt hið sama á leiðtogafundinum í fyrra. Þá hvatti Sigmundur Davíð „þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar,“ og benti á að Ísland stefndi á framtíð án jarðefnaeldsneytis. Yfirlýsingunni fögnuðu Náttúruverndarsamtök Íslands og sögðu ræðuna marka stefnubreytingu „sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu.“ Sigmundur Davíð minnti á það, í ræðustól Alþingis í dag, að engir stæðu Íslendingum snúningum þegar kæmi að endurnýjanlegri orku. „Þess vegna hlusta menn þegar Íslendingar ræða um þessi mál.“ Alþingi Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Bensín og olía Utanríkismál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, nýta tækifærin til þess að snúa út úr orðum sínum. Það hafi hann gert í kjölfar ræðu ráðherrans á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í ár og sömuleiðis fyrir ári síðan. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Katrín vildi fá nánari útlistun á losunarmarkmiðum Íslands í ljósi orða forsætisráðherra í New York. Svo skemmtilega vill til að upphafsstafir í nafni forsætisráðherrans er einmitt skammstöfunin fyrir Sustainable Development Goals (SDG) sem er enski titillinn yfir sjálfbærnimarkmiðin sem unnið er með í stefnu Sameinuðu þjóðanna. Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni í New York fyrir rúmri viku að Íslendingar hefðu „nýlega heitið því að draga úr gróðurhúsalofttegunum um 40 prósent fyrir árið 2030.“ Greip Árni boltann á lofti og fagnaði ummælum ráðherra og stefnubreytingu til hins betra í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum. Marga grunaði þó að Sigmundur Davíð væri að vísa í þátttöku Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins sem reynsti raunin. Það kom þó ekki fram í ræðunni. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að Ísland eitt og sér geti vel lækkað losun gróðurhúsalofttegunda um fjörutíu prósent.Vísir/Vilhelm Menn hlusta þegar Íslendingar tala „Það var enginn slíkur misskilningur á þessum fundi Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. Allir hafi vitað um hvað málið snerist. Hins vegar hafi menn heima á Íslandi séð sér leik á borði og snúið út úr orðum ráðherra. Er ljóst að Sigmundur Davíð átti við Árna Finnsson og benti á að hann hefði gert slíkt hið sama á leiðtogafundinum í fyrra. Þá hvatti Sigmundur Davíð „þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar,“ og benti á að Ísland stefndi á framtíð án jarðefnaeldsneytis. Yfirlýsingunni fögnuðu Náttúruverndarsamtök Íslands og sögðu ræðuna marka stefnubreytingu „sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu.“ Sigmundur Davíð minnti á það, í ræðustól Alþingis í dag, að engir stæðu Íslendingum snúningum þegar kæmi að endurnýjanlegri orku. „Þess vegna hlusta menn þegar Íslendingar ræða um þessi mál.“
Alþingi Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Bensín og olía Utanríkismál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25