Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2015 21:15 Það er hreinlega eins og að horfa ofan í ólgandi leirpott að fylgjast með Skaftárhlaupinu sem hefur stóraukist með deginum. Þetta er alvöru Skaftárhlaup og stefnir í að það verði það stærsta frá því að mælingar hófust. Fréttamaður Stöðvar 2 var staddur við Eldvatn á Ásum þar sem búist er við að 80 prósent af hlaupvatninu muni fara niður. Það var ekki fyrr en tvö í nótt að mælingar snarjukust við Sveinstind þar sem rennslið fór úr 100 rúmmetrum á sekúndu upp í rúma 1500 rúmmetra á sekúndu um klukkan tvö í nótt. Rennslið hefur því fimmtánfaldast við Sveinstind og á það eftir að margfaldast niður við byggð. Ætlunin var að fara upp að bænum Skaftárdal en þar hafði áin flætt yfir veginn og ófært var að þessum sveitabæ. Það var eins og að horfa yfir haffsjó að líta yfir ánna þar sem hún rann yfir veginn. Veðurstofan er með mikinn viðbúnað vegna hlaupsins, þeir eru með vísindamenn uppi á jökli, við Sveinstind þar sem þeir mæla rennsli og taka sýni úr botninum og það eru Vísindamenn í byggð enda veitir ekki af, það stefnir í stærsta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. Hringvegurinn ekki í hættu þó það gæti flætt yfir hann.Lýst var yfir hættuástandi seinni partinn í dag en að sögn Sveins Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi var það fyrst og fremst gert vegna þess hve vatnsmagnið hefur aukist gríðarlega á nokkrum klukkutímum. Sveinn segir þó að Hringvegurinn sé ekki í mikilli hættu en að loka hafi þurft hluta af Fjallabaksleið nyrðri. „Þó svo að það fari að renna yfir hringveginn mun það ekki loka honum. Við munum setja hjáleið hérna við Meðallandið þannig að þetta ætti ekki að hafa áhrif á umferð á hringveginum.“ Bændur í sveitinni eru ýmsu vanir og þekkja Skaftánna vel. Auður Guðbjörnsdóttir bóndi á Búlandi segir að helst muni hlaupið bitna á skepnunum. „Skeppnurnar eru alltaf aðeins í hættu, sérstaklega þær sem eru á túnum við Skaftá. Svo náttúrulega þegar hlaupið er búið situr leirinn eftir og rollurnar eru stundum að læðast á leirinn og þá geta þær fest þar. Ef það gerist liggja þær bara fyrir dauðanum náist þær ekki. “ Haraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. Lárusson Hlaup í Skaftá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Það er hreinlega eins og að horfa ofan í ólgandi leirpott að fylgjast með Skaftárhlaupinu sem hefur stóraukist með deginum. Þetta er alvöru Skaftárhlaup og stefnir í að það verði það stærsta frá því að mælingar hófust. Fréttamaður Stöðvar 2 var staddur við Eldvatn á Ásum þar sem búist er við að 80 prósent af hlaupvatninu muni fara niður. Það var ekki fyrr en tvö í nótt að mælingar snarjukust við Sveinstind þar sem rennslið fór úr 100 rúmmetrum á sekúndu upp í rúma 1500 rúmmetra á sekúndu um klukkan tvö í nótt. Rennslið hefur því fimmtánfaldast við Sveinstind og á það eftir að margfaldast niður við byggð. Ætlunin var að fara upp að bænum Skaftárdal en þar hafði áin flætt yfir veginn og ófært var að þessum sveitabæ. Það var eins og að horfa yfir haffsjó að líta yfir ánna þar sem hún rann yfir veginn. Veðurstofan er með mikinn viðbúnað vegna hlaupsins, þeir eru með vísindamenn uppi á jökli, við Sveinstind þar sem þeir mæla rennsli og taka sýni úr botninum og það eru Vísindamenn í byggð enda veitir ekki af, það stefnir í stærsta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. Hringvegurinn ekki í hættu þó það gæti flætt yfir hann.Lýst var yfir hættuástandi seinni partinn í dag en að sögn Sveins Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi var það fyrst og fremst gert vegna þess hve vatnsmagnið hefur aukist gríðarlega á nokkrum klukkutímum. Sveinn segir þó að Hringvegurinn sé ekki í mikilli hættu en að loka hafi þurft hluta af Fjallabaksleið nyrðri. „Þó svo að það fari að renna yfir hringveginn mun það ekki loka honum. Við munum setja hjáleið hérna við Meðallandið þannig að þetta ætti ekki að hafa áhrif á umferð á hringveginum.“ Bændur í sveitinni eru ýmsu vanir og þekkja Skaftánna vel. Auður Guðbjörnsdóttir bóndi á Búlandi segir að helst muni hlaupið bitna á skepnunum. „Skeppnurnar eru alltaf aðeins í hættu, sérstaklega þær sem eru á túnum við Skaftá. Svo náttúrulega þegar hlaupið er búið situr leirinn eftir og rollurnar eru stundum að læðast á leirinn og þá geta þær fest þar. Ef það gerist liggja þær bara fyrir dauðanum náist þær ekki. “ Haraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. LárussonHaraldur Á. Lárusson
Hlaup í Skaftá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira