Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum ingvar haraldsson skrifar 13. október 2015 15:31 Svona mun Keflavíkurflugvöllur líta út árið 2040 gangi áætlanir um uppbyggingu flugvallarins eftir. mynd/isavia Gangi áform um stækkun Keflavíkurflugvallar eftir mun hann geta tekið á móti 14 milljónum farþega miðað við núverandi álagsdreifingu og allt að 25 milljónir miðað við jafnari dreifingu. Þetta gæti því farið svo að Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum en á síðasta ári þegar 3,87 milljónir fóru um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlun um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2040 var kynnt í dag á ný eftir samráð við hagsmunaaðila.Sjá einnig: Leifsstöð mun tvöfaldast „Samkvæmt áætlunum gætu farþegarnir verið 14 milljónir árið 2040, en verði það fyrr mun Keflavíkurflugvöllur engu að síður vera í stakk búinn til að taka á móti umræddum fjölda“ segir í umfjöllun um áætlunina á vefsvæði Isavia.Áætlað er að fyrstu framkvæmdir hefjist í lok árs 2016, en verkið verður unnið í áföngum.Spá Isavia um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fram til 2014.mynd/isaviaEykur möguleika á gjaldeyristekjum vegna ferðamanna Bent er á að þróunaráætlunin muni styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Í nýútkomnum Vegvísi í ferðaþjónustu sé gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega og fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. „Til þess að þessar áætlanir geti orðið að veruleika og ferðaþjónustan nái að skapa þessar gjaldeyristekjur þarf að vera aðstaða til að koma þeim til landsins,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Sú staða má ekki skapast að Keflavíkurflugvöllur verði flöskuháls í þeirri uppbyggingu sem mun skila svo miklu til þjóðarbúsins. Því það er þjóðarbúið allt sem liggur undir og stækkun Keflavíkurflugvallar er því mál okkar allra, enda koma um 97% erlendra ferðamanna sem sækja landið heim í gegnum Keflavíkurflugvöll.“Ekki gert ráð fyrir fjármögnun ríkisinsStækkunin verður framkvæmd í nokkrum áföngum og ræðst stærð þeirra af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Ljóst þykir að fyrsti áfanginn verði stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar. Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið sem eigandi Isavia þurfi að leggja fjármuni til framkvæmdanna. Isavia metur möguleika til fjármögnunar góða auk þess að til staðar séu tækifæri fyrir aðkomu annarra að Isavia. Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00 Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Gangi áform um stækkun Keflavíkurflugvallar eftir mun hann geta tekið á móti 14 milljónum farþega miðað við núverandi álagsdreifingu og allt að 25 milljónir miðað við jafnari dreifingu. Þetta gæti því farið svo að Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum en á síðasta ári þegar 3,87 milljónir fóru um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlun um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2040 var kynnt í dag á ný eftir samráð við hagsmunaaðila.Sjá einnig: Leifsstöð mun tvöfaldast „Samkvæmt áætlunum gætu farþegarnir verið 14 milljónir árið 2040, en verði það fyrr mun Keflavíkurflugvöllur engu að síður vera í stakk búinn til að taka á móti umræddum fjölda“ segir í umfjöllun um áætlunina á vefsvæði Isavia.Áætlað er að fyrstu framkvæmdir hefjist í lok árs 2016, en verkið verður unnið í áföngum.Spá Isavia um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fram til 2014.mynd/isaviaEykur möguleika á gjaldeyristekjum vegna ferðamanna Bent er á að þróunaráætlunin muni styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Í nýútkomnum Vegvísi í ferðaþjónustu sé gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega og fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. „Til þess að þessar áætlanir geti orðið að veruleika og ferðaþjónustan nái að skapa þessar gjaldeyristekjur þarf að vera aðstaða til að koma þeim til landsins,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Sú staða má ekki skapast að Keflavíkurflugvöllur verði flöskuháls í þeirri uppbyggingu sem mun skila svo miklu til þjóðarbúsins. Því það er þjóðarbúið allt sem liggur undir og stækkun Keflavíkurflugvallar er því mál okkar allra, enda koma um 97% erlendra ferðamanna sem sækja landið heim í gegnum Keflavíkurflugvöll.“Ekki gert ráð fyrir fjármögnun ríkisinsStækkunin verður framkvæmd í nokkrum áföngum og ræðst stærð þeirra af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Ljóst þykir að fyrsti áfanginn verði stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar. Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið sem eigandi Isavia þurfi að leggja fjármuni til framkvæmdanna. Isavia metur möguleika til fjármögnunar góða auk þess að til staðar séu tækifæri fyrir aðkomu annarra að Isavia.
Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00 Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00
Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05