Gott kvöld fyrir tvö Íslendingalið og ensku liðin í Evrópudeildinni | Fjögur lið komin áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2015 22:15 Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Molde voru eitt af fjórum liðum sem komust áfram í 32 liða úrslitin í kvöld. Vísir/Getty Þetta var gott kvöld fyrir ensku liðin sem og fyrir tvö Íslendingalið í Evrópudeildinni í fótbolta. Tottenham og Liverpool unnu bæði sína leiki og það gerðu líka lið landsliðsmannanna Birkis Bjarnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Fjögur félög tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar en það gerðu norska liðið Molde, þýska liðið Borussia Dortmund, ítalska liðið Napoli og austurríska liðið Rapid Vín. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska liðinu Basel unnu 2-0 útisigur á Belenenses í Portúgal og eru með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins. Birkir lék allan leikinn með Basel. Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn þegar Krasnodar vann 2-1 heimasigur á gríska liðinu PSOK. Krasnodar er í 2. sæti riðilsins en hefur nú fjögurra stiga forskot á gríska liðið sem er í þriðja sætinu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Noregsmeistara Rosenborg sem töpuðu 2-0 á heimavelli á móti Lazio. Rosenborg er bara með eitt stig á botni riðilsins. Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 útisigur á Rubin Kazan í Rússlandi en þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í keppninni. Liverpool er nú í 2. sæti riðilsins, tveimur stigum eftir toppliði Sion en þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem er í 3. sætinu. Belginn Moussa Dembélé kom inná sem varmaður og skoraði sigurmark Tottenham í 2-1 sigri þeirra á löndum hans í Anderlecht. Harry Kane hafði komið Tottenham í 1-0. Tottenham er með eins stigs forskot á toppi síns riðils eftir þennan sigur. Ole Gunnar Solskjær byrjar vel með Molde í Evrópudeildinni en liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að hann tók við þar á meðal 2-1 sigur á Celtic á Celtic Park í kvöld. Hinn fertugi Daniel Berg Hestad skoraði sigurmarkið og varð um leið elsti leikmaðurinn sem hefur skorað í Evrópudeildinni.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:Leikir sem hófust klukkan 18.00A-riðillCeltic - Molde 1-2 0-1 Mohamed Elyounoussi (21.), 1-1 Kris Commons (26.), 1-2 Daniel Berg Hestad (37.)Ajax - Fenerbahce 0-0B-riðillRubin Kazan - Liverpool 0-1 0-1 Jordon Ibe (52.)Sion - Bordeaux 1-1 1-0 Thomas Touré (67.), 1-1 Veroljub Salatic (90.).C-riðillBorussia Dortmund - Qabala 4-0 1-0 Marco Reus (28.), 2-0 Pierre-Emerick Aubameyang (45.), 3-0 Sjálfsmark (67.), 4-0 Henrikh Mkhitaryan (70.)Krasnodar - PAOK 2-1 1-0 Ari (33.), 2-0 Joaozinho (67.), 2-1 Róbert Mak (90.). Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Krasnodar.D-riðillClub Brugge - Legia Varsjá 1-0 1-0 Thomas Meunier (38.)Napoli - Midtjylland 5-0 1-0 Omar El Kaddouri (13.), 2-0 Manolo Gabbiadini (23.), 3-0 Manolo Gabbiadini (38.), 4-0 Christian Maggio (54.), 5-0 José Mária Callejón (77.).E-riðillDinamo Minsk - Villarreal 1-2 1-0 Maksim Vitus (69.), 1-1 Roberto Soldado (72.), 1-2 Sjálfsmark (86.)Viktoria Plzen - Rapid Vín 1-2 0-1 Philipp Schobesberger (13.), 1-1 Jan Holenda (71.), 1-2 Philipp Schobesberger (77.)F-riðillGroningen - Slovan Liberec 0-1 0-1 Sergio Padt (81.)Marseille - Braga 1-0 1-0 Georges-Kévin N'Koudou (39.)H-riðillBesiktas - Lokomotiv Moskva 1-1 1-0 Ricardo Quaresma (58.), 1-1 Baye Oumar Niasse (76.)J-riðillQarabag - Mónakó 1-1 1-0 Samuel Armenteros (39.), 1-1 Ivan Cavaleiro (73.)Leikir sem hófust klukkan 20.05G-riðillRosenborg - Lazio 0-2 0-1 Filip Djordjevic (9.), 0-2 Filip Djordjevic (29.)Saint-Étienne - Dnipro Dnipropetrovsk 3-0 1-0 Kévin Monnet-Paquet (38.), 2-0 Robert Beric (52.), 3-0 Romain Hamouma (65.)H-riðillSkenderbeu Korce - Sporting Lisabon 3-0 1-0 Sabjen Lilaj (14.), 2-0 Sabjen Lilaj (19.), 3-0 Bakary Nimaga (56.).I-riðillBelenenses - Basel 0-2 0-1 Marc Janko (45.), 0-2 Breel Embolo (64.). Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Basel. Lech Poznan - Fiorentina 0-2 0-1 Josip Ilicic (42.), 0-2 Josip Ilicic (83.),J-riðillTottenham - Anderlecht 2-1 1-0 Harry Kane (29.), 1-1 Imoh Ezekiel (72.), 2-1 Moussa Dembélé (87.)K-riðillAsteras Tripoli - APOEL Nikosia 2-0 1-0 Facundo Bertoglio (2.), 2-0 Apostolos Giannou (45.)Sparta Prag - Schalke 04 1-1 1-0 David Lafata (6.), 1-1 Johannes Geis (20.).L-riðillAthletic Bilbao - Partizan Belgrad 5-1 1-0 Inaki Williams (15.) , 1-1 Aboubakar Oumarou (17.), 2-1 Inaki Williams (19.), 3-1 Benat (40.), 4-1 Aritz Aduriz (71.), 5-1 Gorka Elustondo (81.).Augsburg - AZ Alkmaar 4-1 1-0 Raúl Bobadilla (24.), 2-0 Raúl Bobadilla (33.), 2-1 Vincent Janssen (45.), 3-1 Dong-Won Ji (66.), 4-1 Raúl Bobadilla (74.). Evrópudeild UEFA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira
Þetta var gott kvöld fyrir ensku liðin sem og fyrir tvö Íslendingalið í Evrópudeildinni í fótbolta. Tottenham og Liverpool unnu bæði sína leiki og það gerðu líka lið landsliðsmannanna Birkis Bjarnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Fjögur félög tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar en það gerðu norska liðið Molde, þýska liðið Borussia Dortmund, ítalska liðið Napoli og austurríska liðið Rapid Vín. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska liðinu Basel unnu 2-0 útisigur á Belenenses í Portúgal og eru með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins. Birkir lék allan leikinn með Basel. Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn þegar Krasnodar vann 2-1 heimasigur á gríska liðinu PSOK. Krasnodar er í 2. sæti riðilsins en hefur nú fjögurra stiga forskot á gríska liðið sem er í þriðja sætinu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Noregsmeistara Rosenborg sem töpuðu 2-0 á heimavelli á móti Lazio. Rosenborg er bara með eitt stig á botni riðilsins. Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 útisigur á Rubin Kazan í Rússlandi en þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í keppninni. Liverpool er nú í 2. sæti riðilsins, tveimur stigum eftir toppliði Sion en þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem er í 3. sætinu. Belginn Moussa Dembélé kom inná sem varmaður og skoraði sigurmark Tottenham í 2-1 sigri þeirra á löndum hans í Anderlecht. Harry Kane hafði komið Tottenham í 1-0. Tottenham er með eins stigs forskot á toppi síns riðils eftir þennan sigur. Ole Gunnar Solskjær byrjar vel með Molde í Evrópudeildinni en liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að hann tók við þar á meðal 2-1 sigur á Celtic á Celtic Park í kvöld. Hinn fertugi Daniel Berg Hestad skoraði sigurmarkið og varð um leið elsti leikmaðurinn sem hefur skorað í Evrópudeildinni.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni:Leikir sem hófust klukkan 18.00A-riðillCeltic - Molde 1-2 0-1 Mohamed Elyounoussi (21.), 1-1 Kris Commons (26.), 1-2 Daniel Berg Hestad (37.)Ajax - Fenerbahce 0-0B-riðillRubin Kazan - Liverpool 0-1 0-1 Jordon Ibe (52.)Sion - Bordeaux 1-1 1-0 Thomas Touré (67.), 1-1 Veroljub Salatic (90.).C-riðillBorussia Dortmund - Qabala 4-0 1-0 Marco Reus (28.), 2-0 Pierre-Emerick Aubameyang (45.), 3-0 Sjálfsmark (67.), 4-0 Henrikh Mkhitaryan (70.)Krasnodar - PAOK 2-1 1-0 Ari (33.), 2-0 Joaozinho (67.), 2-1 Róbert Mak (90.). Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Krasnodar.D-riðillClub Brugge - Legia Varsjá 1-0 1-0 Thomas Meunier (38.)Napoli - Midtjylland 5-0 1-0 Omar El Kaddouri (13.), 2-0 Manolo Gabbiadini (23.), 3-0 Manolo Gabbiadini (38.), 4-0 Christian Maggio (54.), 5-0 José Mária Callejón (77.).E-riðillDinamo Minsk - Villarreal 1-2 1-0 Maksim Vitus (69.), 1-1 Roberto Soldado (72.), 1-2 Sjálfsmark (86.)Viktoria Plzen - Rapid Vín 1-2 0-1 Philipp Schobesberger (13.), 1-1 Jan Holenda (71.), 1-2 Philipp Schobesberger (77.)F-riðillGroningen - Slovan Liberec 0-1 0-1 Sergio Padt (81.)Marseille - Braga 1-0 1-0 Georges-Kévin N'Koudou (39.)H-riðillBesiktas - Lokomotiv Moskva 1-1 1-0 Ricardo Quaresma (58.), 1-1 Baye Oumar Niasse (76.)J-riðillQarabag - Mónakó 1-1 1-0 Samuel Armenteros (39.), 1-1 Ivan Cavaleiro (73.)Leikir sem hófust klukkan 20.05G-riðillRosenborg - Lazio 0-2 0-1 Filip Djordjevic (9.), 0-2 Filip Djordjevic (29.)Saint-Étienne - Dnipro Dnipropetrovsk 3-0 1-0 Kévin Monnet-Paquet (38.), 2-0 Robert Beric (52.), 3-0 Romain Hamouma (65.)H-riðillSkenderbeu Korce - Sporting Lisabon 3-0 1-0 Sabjen Lilaj (14.), 2-0 Sabjen Lilaj (19.), 3-0 Bakary Nimaga (56.).I-riðillBelenenses - Basel 0-2 0-1 Marc Janko (45.), 0-2 Breel Embolo (64.). Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Basel. Lech Poznan - Fiorentina 0-2 0-1 Josip Ilicic (42.), 0-2 Josip Ilicic (83.),J-riðillTottenham - Anderlecht 2-1 1-0 Harry Kane (29.), 1-1 Imoh Ezekiel (72.), 2-1 Moussa Dembélé (87.)K-riðillAsteras Tripoli - APOEL Nikosia 2-0 1-0 Facundo Bertoglio (2.), 2-0 Apostolos Giannou (45.)Sparta Prag - Schalke 04 1-1 1-0 David Lafata (6.), 1-1 Johannes Geis (20.).L-riðillAthletic Bilbao - Partizan Belgrad 5-1 1-0 Inaki Williams (15.) , 1-1 Aboubakar Oumarou (17.), 2-1 Inaki Williams (19.), 3-1 Benat (40.), 4-1 Aritz Aduriz (71.), 5-1 Gorka Elustondo (81.).Augsburg - AZ Alkmaar 4-1 1-0 Raúl Bobadilla (24.), 2-0 Raúl Bobadilla (33.), 2-1 Vincent Janssen (45.), 3-1 Dong-Won Ji (66.), 4-1 Raúl Bobadilla (74.).
Evrópudeild UEFA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira