„Standing ovation“ á sinfó 22. okt. 2015 Þór Rögnvaldsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar ég hlustaði á fyrsta verk tónleikanna – sem var Nótt á nornagnípu eftir Músorgskij – því að áður en varði var ég farinn að hugsa um allt annað tónskáld; þ.e. Jón Leifs. Furðulegt! Og því meira sem djöfuldómurinn kyrjaði hjá Músorgskij, því meira varð mér hugsað til Jóns Leifs – þar til skyndilega að mér fannst þessir tveir vera svo andlega skyldir að þeir hljóti að hafa verið ein og sama sálin; sem táknar að í fyrra lífi sínu hljóti Jón Leifs að hafa verið Músorgskij. Gefur það ekki augaleið? Í ákveðnum skilningi er hægt að segja að djöfuldómurinn hafi haldið áfram í næsta verki sem var þriðji píanókonsert Prókofievs. Tök hins unga flytjanda – Abduraimovs – á verkinu voru alltént á stundum virkilega ,,diabolique“: fingralipurðin og krafturinn slíkur að einna helst minnti á galdra. Samt var ég ekki alls kostar ánægður með flutninginn sem mér fannst allt of einvíður. Auðvitað er þetta í aðra röndina sannkallað ,,bravúrverk“ – en bara í aðra röndina. Mér fannst hinn ungi galdramaður valta dálítið yfir hina hliðina á verkinu – sem er ofboðslega skemmtileg og ísmeygileg kímni. Til þess að ná þessu eðli verksins fram verður á köflum að draga úr hraðanum og kraftinum. Og svo eftir hlé var það 5. sinfónía Tsjækovskíjs í meðförum Osmo Vänskä – sem var hreint út sagt stórkostleg uppfærsla; stórkostleg upplifun – og jafnvel lífsreynsla. Þetta var sköpun; sannkölluð nýsköpun. Það voru stórir hlutar af þessari frægu hljómkviðu sem mér fannst ég vera að heyra í fyrsta sinn – vegna þess hvað stjórnandinn tók verkið persónulegum tökum. Þetta líka eru galdrar: endursköpun sem maður heyrir kannski ekki oft á ævinni. Flutningur af þessu taginu situr í minninu.Ekkert sjálfsprottið Þessi grein er raunar ekki hugsuð til þess að vera gagnrýni – þótt ég hafi látið nokkrar hugleiðingar um túlkunina fylgja með. Það er allt annað sem mér er hér í huga: Mig langar til að gera að umræðuefni hvernig tónleikagestir í Hörpu – á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar – sýna listamönnum virðingu sína með ,,standing ovation“. Í Hörpu hefur myndast ákveðin hefð hvað þetta varðar: Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. Þess vegna vissi ég á tónleikunum 22. okt. að gestir mundu rísa úr sætum fyrir einleikaranum – í takt við hefðina. Það er ekkert sjálfsprottið – ,,spontant“ – í þessu. Og þess vegna er þetta hálf neyðarlegt; dálítið kauðalegt – í sannleika sagt. Maður gefur ekki ,,standing ovation“ samkvæmt formúlu; maður gefur ,,standing ovation“ nokkrum sinnum á ævinni – og þá sem viðbrögð sem koma beint frá hjartanu. Og þar að auki: hvers vegna sýna þessir tónleikagestir aldrei íslenskum listamönnum sömu virðingu? Það er stutt síðan við heyrðum framlag Arngunnar í Mozart og Víkings Heiðars í Skrjabin – og stóðu þau sig bæði frábærlega og aldeilis ekkert síður en einleikarinn þann 22. okt. Meginástæðan fyrir því að ég skuli hafa haft fyrir því að setja þessa punkta saman er samt þessi: Það var nefnilega full ástæða til þess að standa upp á tónleikunum þann 22. okt. sl. – fyrir hljómsveitastjóranum, miklu frekar en einleikaranum. Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að þessi framkoma – sú staðreynd að ekki var staðið upp fyrir hljómsveitarstjóranum – getur verkað illa: það getur verkað sem svo að tónleikagestir hafi ekki fullkomlega kunnað að meta framlag hljómsveitarstjórans. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt vegna þess að 5. Tsjækovskís hljómaði aldeilis frábærlega – og já, það var ástæða til þess að standa upp fyrir Osmo Vänskä. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Rögnvaldsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar ég hlustaði á fyrsta verk tónleikanna – sem var Nótt á nornagnípu eftir Músorgskij – því að áður en varði var ég farinn að hugsa um allt annað tónskáld; þ.e. Jón Leifs. Furðulegt! Og því meira sem djöfuldómurinn kyrjaði hjá Músorgskij, því meira varð mér hugsað til Jóns Leifs – þar til skyndilega að mér fannst þessir tveir vera svo andlega skyldir að þeir hljóti að hafa verið ein og sama sálin; sem táknar að í fyrra lífi sínu hljóti Jón Leifs að hafa verið Músorgskij. Gefur það ekki augaleið? Í ákveðnum skilningi er hægt að segja að djöfuldómurinn hafi haldið áfram í næsta verki sem var þriðji píanókonsert Prókofievs. Tök hins unga flytjanda – Abduraimovs – á verkinu voru alltént á stundum virkilega ,,diabolique“: fingralipurðin og krafturinn slíkur að einna helst minnti á galdra. Samt var ég ekki alls kostar ánægður með flutninginn sem mér fannst allt of einvíður. Auðvitað er þetta í aðra röndina sannkallað ,,bravúrverk“ – en bara í aðra röndina. Mér fannst hinn ungi galdramaður valta dálítið yfir hina hliðina á verkinu – sem er ofboðslega skemmtileg og ísmeygileg kímni. Til þess að ná þessu eðli verksins fram verður á köflum að draga úr hraðanum og kraftinum. Og svo eftir hlé var það 5. sinfónía Tsjækovskíjs í meðförum Osmo Vänskä – sem var hreint út sagt stórkostleg uppfærsla; stórkostleg upplifun – og jafnvel lífsreynsla. Þetta var sköpun; sannkölluð nýsköpun. Það voru stórir hlutar af þessari frægu hljómkviðu sem mér fannst ég vera að heyra í fyrsta sinn – vegna þess hvað stjórnandinn tók verkið persónulegum tökum. Þetta líka eru galdrar: endursköpun sem maður heyrir kannski ekki oft á ævinni. Flutningur af þessu taginu situr í minninu.Ekkert sjálfsprottið Þessi grein er raunar ekki hugsuð til þess að vera gagnrýni – þótt ég hafi látið nokkrar hugleiðingar um túlkunina fylgja með. Það er allt annað sem mér er hér í huga: Mig langar til að gera að umræðuefni hvernig tónleikagestir í Hörpu – á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar – sýna listamönnum virðingu sína með ,,standing ovation“. Í Hörpu hefur myndast ákveðin hefð hvað þetta varðar: Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. Þess vegna vissi ég á tónleikunum 22. okt. að gestir mundu rísa úr sætum fyrir einleikaranum – í takt við hefðina. Það er ekkert sjálfsprottið – ,,spontant“ – í þessu. Og þess vegna er þetta hálf neyðarlegt; dálítið kauðalegt – í sannleika sagt. Maður gefur ekki ,,standing ovation“ samkvæmt formúlu; maður gefur ,,standing ovation“ nokkrum sinnum á ævinni – og þá sem viðbrögð sem koma beint frá hjartanu. Og þar að auki: hvers vegna sýna þessir tónleikagestir aldrei íslenskum listamönnum sömu virðingu? Það er stutt síðan við heyrðum framlag Arngunnar í Mozart og Víkings Heiðars í Skrjabin – og stóðu þau sig bæði frábærlega og aldeilis ekkert síður en einleikarinn þann 22. okt. Meginástæðan fyrir því að ég skuli hafa haft fyrir því að setja þessa punkta saman er samt þessi: Það var nefnilega full ástæða til þess að standa upp á tónleikunum þann 22. okt. sl. – fyrir hljómsveitastjóranum, miklu frekar en einleikaranum. Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að þessi framkoma – sú staðreynd að ekki var staðið upp fyrir hljómsveitarstjóranum – getur verkað illa: það getur verkað sem svo að tónleikagestir hafi ekki fullkomlega kunnað að meta framlag hljómsveitarstjórans. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt vegna þess að 5. Tsjækovskís hljómaði aldeilis frábærlega – og já, það var ástæða til þess að standa upp fyrir Osmo Vänskä.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun