Ef okkur er ekki sama um framtíð barnanna?… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 1. desember 2015 09:00 Þá drepum við á bílvélinni þegar bíllinn er kyrrstæður, því það er óþarfi að brenna meira jarðefnaeldsneyti en þörf krefur. Þá hjólum við, göngum og notum almenningssamgöngur eins og kostur er. Þá minnkum við neyslu, því af flest allri framleiðslu og flutningi hlýst mengun. Þá kaupum við vörur sem eru framleiddar nálægt heimabyggð okkar og hafa ekki ferðast um langan veg, því það sparar eldsneyti. Þá endurnotum við, endurnýtum og flokkum allt sorp, því það er betra að nýta hráefni aftur og aftur í stað þess að taka nýtt úr auðlindum jarðar. Þá hugsum við til barnanna okkar í öllum gjörðum okkar, því framtíðin er þeirra. Ein helsta ógn barnanna okkar eru loftslagsbreytingar og meginorsakavaldur þeirra er brennsla á jarðefnaeldsneyti, svo sem olíu. Ef ekki verða tafarlausar breytingar munu börnin okkar og börn framtíðarinnar þurfa að kljást við eitt stærsta verkefni sem nokkur kynslóð hefur þurft að kljást við; alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Börn, ekki síst á hinum fátækari svæðum heims, munu missa heimili sín vegna hækkunar sjávarborðs, börn þurfa að kljást við auknar sveiflur í veðurfari og aukinn hita, íslensk börn þurfa jafnvel að standa frammi fyrir þeim veruleika með fjölskyldum sínum að Ísland verði ekki byggilegt sökum áhrifa loftlagsbreytinga á hafstrauma og fiskimið. Réttindi barnanna Börnin okkar eiga rétt á því að við hugsum um þeirra hag og látum af eigingirni neysluhyggjunnar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök, sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leiðarljós í öllu starfi. Samtökin vilja að tryggt sé að öll heimsins börn í nútíð og framtíð njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum. Mikilvægt er að stuðla að jafnrétti milli heimshluta og einnig milli kynslóða til að komandi kynslóðir geti notið réttinda sinna, búið við öryggi og vernd og uppfyllt þarfir sínar, ekki síður en núlifandi kynslóðir. Til að jörðin verði áfram byggileg, þarf að nýta auðlindir með sjálfbærum hætti, minnka sóun, vinna gegn loftslagsbreytingum, vernda vistkerfi, vinna að jöfnuði í heiminum, gæta jafnræðis og uppræta fátækt. Jafnframt þarf að stunda lýðræðisleg vinnubrögð, efla þátttöku barna og ungmenna í samfélagsmálum og taka mið af fjölbreytileika samfélaga. Við höfum stuttan tíma, því miður. Barnaheill vilja hvetja stjórnvöld og almenning allan til að vinna gegn loftslagsbreytingum og tryggja þannig börnum heimsins viðunandi framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þá drepum við á bílvélinni þegar bíllinn er kyrrstæður, því það er óþarfi að brenna meira jarðefnaeldsneyti en þörf krefur. Þá hjólum við, göngum og notum almenningssamgöngur eins og kostur er. Þá minnkum við neyslu, því af flest allri framleiðslu og flutningi hlýst mengun. Þá kaupum við vörur sem eru framleiddar nálægt heimabyggð okkar og hafa ekki ferðast um langan veg, því það sparar eldsneyti. Þá endurnotum við, endurnýtum og flokkum allt sorp, því það er betra að nýta hráefni aftur og aftur í stað þess að taka nýtt úr auðlindum jarðar. Þá hugsum við til barnanna okkar í öllum gjörðum okkar, því framtíðin er þeirra. Ein helsta ógn barnanna okkar eru loftslagsbreytingar og meginorsakavaldur þeirra er brennsla á jarðefnaeldsneyti, svo sem olíu. Ef ekki verða tafarlausar breytingar munu börnin okkar og börn framtíðarinnar þurfa að kljást við eitt stærsta verkefni sem nokkur kynslóð hefur þurft að kljást við; alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Börn, ekki síst á hinum fátækari svæðum heims, munu missa heimili sín vegna hækkunar sjávarborðs, börn þurfa að kljást við auknar sveiflur í veðurfari og aukinn hita, íslensk börn þurfa jafnvel að standa frammi fyrir þeim veruleika með fjölskyldum sínum að Ísland verði ekki byggilegt sökum áhrifa loftlagsbreytinga á hafstrauma og fiskimið. Réttindi barnanna Börnin okkar eiga rétt á því að við hugsum um þeirra hag og látum af eigingirni neysluhyggjunnar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök, sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leiðarljós í öllu starfi. Samtökin vilja að tryggt sé að öll heimsins börn í nútíð og framtíð njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum. Mikilvægt er að stuðla að jafnrétti milli heimshluta og einnig milli kynslóða til að komandi kynslóðir geti notið réttinda sinna, búið við öryggi og vernd og uppfyllt þarfir sínar, ekki síður en núlifandi kynslóðir. Til að jörðin verði áfram byggileg, þarf að nýta auðlindir með sjálfbærum hætti, minnka sóun, vinna gegn loftslagsbreytingum, vernda vistkerfi, vinna að jöfnuði í heiminum, gæta jafnræðis og uppræta fátækt. Jafnframt þarf að stunda lýðræðisleg vinnubrögð, efla þátttöku barna og ungmenna í samfélagsmálum og taka mið af fjölbreytileika samfélaga. Við höfum stuttan tíma, því miður. Barnaheill vilja hvetja stjórnvöld og almenning allan til að vinna gegn loftslagsbreytingum og tryggja þannig börnum heimsins viðunandi framtíð.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar