Drátturinn í Evrópudeildinni: Klopp snýr aftur til Þýskalands og United mætir dönsku meisturunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2015 12:04 Jürgen Klopp og félagar hjá Liverpool eru í pottinum. Vísir/Getty Ensku stórliðin Liverpool og Manchester United fara til Þýskalands annars vegar og Danmerkur hins vegar í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Jürgen Klopp fer með strákana sína á kunnuglegar slóðir í Þýskalandi þar sem andstæðingurinn verður Augsburg. Louis van Gaal gæti komið við í Legolandi á leið sinni í leikinn við dönsku meistarana í Midtjylland á Jótlandi.Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos gegn Arsenal á Emirates í haust.Vísir/EPAAlfreð Finnbogason og félagar hjá gríska liðinu Olympiacos mæta belgíska liðinu Anderlecht. Ragnar Sigurðsson og liðsmenn Krasnodar í Rússlandi mæta Spörtu frá Prag. Þá reyna Birkir Bjarnason og leikmenn Basel franska liðinu St-Étienne. Birkir fær þar með forsmekkinn af Stade Geoffroy-Guichard leikvanginum þar sem Ísland mætir Portúgal í F-riðli Evrópumóts karla næsta sumar. Fylgst var með drættinum í beinni lýsingu hér á Vísi og má sjá dráttinn í heild sinni hér að neðan. Fyrr í dag varð ljóst að Arsenal mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dráttinn í heild má sjá hér. Leikirnir fara fram fimmtudagana 18. og 25 febrúar. Að neðan má sjá liðin uppfærast jafnóðum. Fyrra liðið er á heimavelli. Feitletruðu liðin eru úr ensku úrvalsdeildinni og Íslendingalið. Fenerbahce - Lokomotiv Moskva Sion - Braga Borussia Dortmund - Porto Midtjylland - Manchester UnitedVillarreal - Napólí Marseille - Athletic Bilbao St-Étienne - BaselSporting CP - Bayer Leverkusen Fiorentina - Tottenham Anderlecht - OlympiacosSparta Prag - FC KrasnodarAugsburg - LiverpoolSevilla - Molde Valencia - Rapid Vín Galatasaray - Lazio Shakhtar Donetsk - Schalke Tvær undantekningar eru á dagsetningum leikja. Fenerbahce og Lokomotiv Moskva spila fyrri leikinn í Tyrklandi þriðjudaginn 16. febrúar og Sion sækir Braga heim í síðari leik liðanna miðvikudaginn 24. febrúar. Ástæðan fyrir þessum tilfæringum er sú að Galatasaray og Porto eiga leiki sömu kvöld.Tweets by @EuropaLeague Leikmaður Midtjylland er spenntur fyrir leiknum gegn United Unreal! I'm actually going to play against Manchester United. The club I've supported since I was a boy. @EuropaLeague @ManUtd— Tim Sparv (@TimSparv) December 14, 2015 Evrópudeild UEFA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Ensku stórliðin Liverpool og Manchester United fara til Þýskalands annars vegar og Danmerkur hins vegar í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Jürgen Klopp fer með strákana sína á kunnuglegar slóðir í Þýskalandi þar sem andstæðingurinn verður Augsburg. Louis van Gaal gæti komið við í Legolandi á leið sinni í leikinn við dönsku meistarana í Midtjylland á Jótlandi.Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos gegn Arsenal á Emirates í haust.Vísir/EPAAlfreð Finnbogason og félagar hjá gríska liðinu Olympiacos mæta belgíska liðinu Anderlecht. Ragnar Sigurðsson og liðsmenn Krasnodar í Rússlandi mæta Spörtu frá Prag. Þá reyna Birkir Bjarnason og leikmenn Basel franska liðinu St-Étienne. Birkir fær þar með forsmekkinn af Stade Geoffroy-Guichard leikvanginum þar sem Ísland mætir Portúgal í F-riðli Evrópumóts karla næsta sumar. Fylgst var með drættinum í beinni lýsingu hér á Vísi og má sjá dráttinn í heild sinni hér að neðan. Fyrr í dag varð ljóst að Arsenal mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dráttinn í heild má sjá hér. Leikirnir fara fram fimmtudagana 18. og 25 febrúar. Að neðan má sjá liðin uppfærast jafnóðum. Fyrra liðið er á heimavelli. Feitletruðu liðin eru úr ensku úrvalsdeildinni og Íslendingalið. Fenerbahce - Lokomotiv Moskva Sion - Braga Borussia Dortmund - Porto Midtjylland - Manchester UnitedVillarreal - Napólí Marseille - Athletic Bilbao St-Étienne - BaselSporting CP - Bayer Leverkusen Fiorentina - Tottenham Anderlecht - OlympiacosSparta Prag - FC KrasnodarAugsburg - LiverpoolSevilla - Molde Valencia - Rapid Vín Galatasaray - Lazio Shakhtar Donetsk - Schalke Tvær undantekningar eru á dagsetningum leikja. Fenerbahce og Lokomotiv Moskva spila fyrri leikinn í Tyrklandi þriðjudaginn 16. febrúar og Sion sækir Braga heim í síðari leik liðanna miðvikudaginn 24. febrúar. Ástæðan fyrir þessum tilfæringum er sú að Galatasaray og Porto eiga leiki sömu kvöld.Tweets by @EuropaLeague Leikmaður Midtjylland er spenntur fyrir leiknum gegn United Unreal! I'm actually going to play against Manchester United. The club I've supported since I was a boy. @EuropaLeague @ManUtd— Tim Sparv (@TimSparv) December 14, 2015
Evrópudeild UEFA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira