Gamlársdagur Frosti Logason skrifar 31. desember 2015 07:00 Jæja, gott fólk. Á miðnætti í kvöld rennur upp nýtt ár og við kveðjum hið frábæra 2015. Engin ástæða er þó til að ætla að næsta ár verði ekki jafn gott eða ennþá betra. Við getum til dæmis huggað okkur við það að núverandi ríkisstjórn mun ekki kveðja okkur fyrr enn á þarnæsta ári og því allar líkur á áframhaldandi veislu í boði þessa frábæra fólks sem að henni stendur. Það er allt á uppleið hjá hinum efnuðu í þjóðfélaginu og því mikilvægt að áfram verði staðinn vörður um þá velgengni. Afnám auðlegðarskatts á þessu ári var liður í þeirri áætlun og verður að hrósa stjórnarherrunum fyrir það þor og þann dugnað sem það krafðist að vaða í og ljúka því verki. Árið sem nú er að líða var einnig árið þar sem stóru útgerðirnar náðu enn einu metári í hagnaði. Hvernig er betra að fagna því en til dæmis með því að lækka veiðigjaldið þriðja árið í röð? Aldraðir og öryrkjar reyndu að frekjast áfram og væla út hækkanir en ríkisstjórnin stóð af sér þá ósmekklegu aðför. Því dugði ekkert minna en spikfeit desemberuppbót og afturvirkar launahækkanir til 1. mars fyrir okkar æðstu embættismenn og ráðherra. Barnafólk fær svo skertar bætur á nýju ári vegna þess að nú gengur allt svo vel, enginn þarf lengur á aðstoð að halda við uppeldi á hvítvoðungum í dag. Ég meina, það er veisla hérna. Mikilvægasta stofnun landsins, ríkiskirkjan, fékk svo aukalega 370 milljónir úr ríkissjóði á þessu ári enda búin að standa sig vel í baráttunni fyrir samviskufrelsi presta, sem illu heilli er eitt síðasta vígi sannkristinna hómófóba á landinu. Já, margt jákvætt gerðist á árinu 2015 og því ber að fagna. Verum þakklát og brosum. Gleðilegt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Jæja, gott fólk. Á miðnætti í kvöld rennur upp nýtt ár og við kveðjum hið frábæra 2015. Engin ástæða er þó til að ætla að næsta ár verði ekki jafn gott eða ennþá betra. Við getum til dæmis huggað okkur við það að núverandi ríkisstjórn mun ekki kveðja okkur fyrr enn á þarnæsta ári og því allar líkur á áframhaldandi veislu í boði þessa frábæra fólks sem að henni stendur. Það er allt á uppleið hjá hinum efnuðu í þjóðfélaginu og því mikilvægt að áfram verði staðinn vörður um þá velgengni. Afnám auðlegðarskatts á þessu ári var liður í þeirri áætlun og verður að hrósa stjórnarherrunum fyrir það þor og þann dugnað sem það krafðist að vaða í og ljúka því verki. Árið sem nú er að líða var einnig árið þar sem stóru útgerðirnar náðu enn einu metári í hagnaði. Hvernig er betra að fagna því en til dæmis með því að lækka veiðigjaldið þriðja árið í röð? Aldraðir og öryrkjar reyndu að frekjast áfram og væla út hækkanir en ríkisstjórnin stóð af sér þá ósmekklegu aðför. Því dugði ekkert minna en spikfeit desemberuppbót og afturvirkar launahækkanir til 1. mars fyrir okkar æðstu embættismenn og ráðherra. Barnafólk fær svo skertar bætur á nýju ári vegna þess að nú gengur allt svo vel, enginn þarf lengur á aðstoð að halda við uppeldi á hvítvoðungum í dag. Ég meina, það er veisla hérna. Mikilvægasta stofnun landsins, ríkiskirkjan, fékk svo aukalega 370 milljónir úr ríkissjóði á þessu ári enda búin að standa sig vel í baráttunni fyrir samviskufrelsi presta, sem illu heilli er eitt síðasta vígi sannkristinna hómófóba á landinu. Já, margt jákvætt gerðist á árinu 2015 og því ber að fagna. Verum þakklát og brosum. Gleðilegt ár.