Einelti er á ábyrgð fullorðinna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 20. janúar 2015 07:00 Reglulega koma fram einstaklingar sem segja sögu sína af skelfilegu einelti, jafnvel einstaklingar sem enn eru á barnsaldri og hafa þurft að þola einelti árum saman, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Að loknum skóladegi hefur netið svo séð til þess að heimilið er ekki lengur griðastaður. Jafnvel þó einelti sé algengast á miðstigi grunnskóla, geta rætur þess legið alveg niður í leikskóla og afleiðingarnar þurrkast svo sannarlega ekki út þegar eineltið hættir. Eftir situr einstaklingur með brotna sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem getur tekið mörg ár eða áratugi að líma saman. Ábyrgð okkar sem fullorðin eru, foreldra og þeirra sem vinna með börnum, er mikil. Komum í veg fyrir einelti Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Á því byggjast gildi Vináttuverkefnis Barnaheilla, forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum. Í Vináttu er unnið með tilfinningar, samkennd, góðan skólabrag, umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki. Börn eru þjálfuð í að setja sér og öðrum mörk og bregðast við órétti sem þau eða félagar þeirra verða fyrir. Verkefnið byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og hefur frá árinu 2007 verið notað í leikskólum í Danmörku og víðar og nefnist Fri for mobberi á dönsku. Rannsóknir í Danmörku sýna mikla ánægju og árangur af efninu. Foreldrar barnanna þrýsta gjarnan á grunnskólana að taka það upp. Nokkrir leikskólar á Íslandi vinna nú með Vináttu. Það er stefna okkar hjá Barnaheillum að geta boðið öllum leikskólum landsins að vinna með verkefnið og stuðla þannig að samfélagi þar sem einelti fær ekki þrifist. Þá muni frásagnir af skelfilegu einelti brátt heyra sögunni til. Það er hægt með breyttu hugarfari, nýjum vinnubrögðum og samstarfi. Hvar þrífst einelti? Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein sem þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum og þar sem ákveðin viðmið eru um hvað sé rétt eða rangt, hvað má og hvað ekki. Reglurnar eigi þó bara við um suma og er jafnvel breytt eftir hentugleika. Skortur er á samhygð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Sumir fá að vera hluti hópsins en aðrir eru óæskilegir eða útilokaðir. Þeir sem standa hjá þora ekki að bregðast við af ótta við að hljóta sömu örlög. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd. Börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Ábyrgð hinna fullorðnu Vinátta leggur mikla áherslu á vinnu með foreldrum og starfsfólki til að auka færni þeirra við að styrkja barnahópinn. Hinir fullorðnu þurfa að vera góðar fyrirmyndir barnanna í orði og verki. Þeir þurfa jafnframt að skoða viðhorf sín til annarra barna og foreldra þeirra og gæta þess hvernig þeir tala um þá. Börnin verða að geta treyst þeim og vera viss um að þeir bregðist við á réttan hátt ef þau segja frá órétti. Það er á ábyrgð hinna fullorðnu að koma í veg fyrir einelti, að tryggja góðan félagsanda og skólabrag, að börnin eigi eitthvað sameiginlegt og að hver og einn geti alltaf reynst góður félagi. Þannig finna börnin fyrir öryggi og vellíðan, þroskast og byggja upp sjálfstraust. Því er mikilvægt að foreldrar og starfsfólk skóla vinni markvisst að því að samfélag barnanna sé öllum börnum vinveitt, að öll börn fái að njóta sín og þroskast á eigin forsendum. Einelti er ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Reglulega koma fram einstaklingar sem segja sögu sína af skelfilegu einelti, jafnvel einstaklingar sem enn eru á barnsaldri og hafa þurft að þola einelti árum saman, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Að loknum skóladegi hefur netið svo séð til þess að heimilið er ekki lengur griðastaður. Jafnvel þó einelti sé algengast á miðstigi grunnskóla, geta rætur þess legið alveg niður í leikskóla og afleiðingarnar þurrkast svo sannarlega ekki út þegar eineltið hættir. Eftir situr einstaklingur með brotna sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem getur tekið mörg ár eða áratugi að líma saman. Ábyrgð okkar sem fullorðin eru, foreldra og þeirra sem vinna með börnum, er mikil. Komum í veg fyrir einelti Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Á því byggjast gildi Vináttuverkefnis Barnaheilla, forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum. Í Vináttu er unnið með tilfinningar, samkennd, góðan skólabrag, umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki. Börn eru þjálfuð í að setja sér og öðrum mörk og bregðast við órétti sem þau eða félagar þeirra verða fyrir. Verkefnið byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og hefur frá árinu 2007 verið notað í leikskólum í Danmörku og víðar og nefnist Fri for mobberi á dönsku. Rannsóknir í Danmörku sýna mikla ánægju og árangur af efninu. Foreldrar barnanna þrýsta gjarnan á grunnskólana að taka það upp. Nokkrir leikskólar á Íslandi vinna nú með Vináttu. Það er stefna okkar hjá Barnaheillum að geta boðið öllum leikskólum landsins að vinna með verkefnið og stuðla þannig að samfélagi þar sem einelti fær ekki þrifist. Þá muni frásagnir af skelfilegu einelti brátt heyra sögunni til. Það er hægt með breyttu hugarfari, nýjum vinnubrögðum og samstarfi. Hvar þrífst einelti? Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein sem þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum og þar sem ákveðin viðmið eru um hvað sé rétt eða rangt, hvað má og hvað ekki. Reglurnar eigi þó bara við um suma og er jafnvel breytt eftir hentugleika. Skortur er á samhygð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Sumir fá að vera hluti hópsins en aðrir eru óæskilegir eða útilokaðir. Þeir sem standa hjá þora ekki að bregðast við af ótta við að hljóta sömu örlög. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd. Börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Ábyrgð hinna fullorðnu Vinátta leggur mikla áherslu á vinnu með foreldrum og starfsfólki til að auka færni þeirra við að styrkja barnahópinn. Hinir fullorðnu þurfa að vera góðar fyrirmyndir barnanna í orði og verki. Þeir þurfa jafnframt að skoða viðhorf sín til annarra barna og foreldra þeirra og gæta þess hvernig þeir tala um þá. Börnin verða að geta treyst þeim og vera viss um að þeir bregðist við á réttan hátt ef þau segja frá órétti. Það er á ábyrgð hinna fullorðnu að koma í veg fyrir einelti, að tryggja góðan félagsanda og skólabrag, að börnin eigi eitthvað sameiginlegt og að hver og einn geti alltaf reynst góður félagi. Þannig finna börnin fyrir öryggi og vellíðan, þroskast og byggja upp sjálfstraust. Því er mikilvægt að foreldrar og starfsfólk skóla vinni markvisst að því að samfélag barnanna sé öllum börnum vinveitt, að öll börn fái að njóta sín og þroskast á eigin forsendum. Einelti er ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar