Hin hlandgullnu ár Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 08:00 Við berum æ fleiri til þess gæfu að fá að lifa lengur. Að verða gömul og grá á ævikvöldinu ljúfa. Eða, hversu mikil gæfa er það? Frásagnir aðstandenda aldraðra í helgarblaði Fréttablaðsins af lélegum aðbúnaði og umönnun á hjúkrunarheimilum á Íslandi eru sláandi. Ég er búin að fara allan tilfinningaskalann.Hneykslun. Dæmi eru um að aldraðir séu hlandblautir fram eftir degi, rúllað fyrir framan stillimyndina á sjónvarpinu og dópaðir upp svo þeir séu til friðs. Þeir upplifa virðingarleysi og niðurlægingu.Reiði. Aldraðir eru afgangsstærð með veika rödd og lítinn þrýsting. En öldrun kemur okkur öllum við. Þetta bíður okkar flestra. Heilabilun og þvagleki spyrja ekki um stétt og stöðu. Sama hversu meðvituð og kröfuhörð við erum í dag og hversu oft við höfum mótmælt á Austurvelli á yngri árum þá lækkar röddin þegar maður verður umkomulaus og þarf að reiða sig á aðra. Þá er of seint að berja í borðið. Það eru til Umboðsmenn barna, skuldara og borgarbúa, auk þess sem þörfin fyrir Umboðsmann dýra hefur verið rædd. Hvar í ósköpunum er Umboðsmaður aldraðra?Kvíði. Þegar ég verð komin í hóp eldri borgara verð ég ein af hundrað þúsund. Ef tekið er mið af stöðunni í dag munu 4.500 þurfa hjúkrunarpláss og 750 verða á biðlista. Sífellt erfiðara er að manna alltof fá hjúkrunarheimili. Hver mun hugsa um mig? Þarf ég að þjálfa börnin mín í bleyjuskiptingum eða leggja fyrir svo ég hafi ráð á einkahjúkku?Skömm. Ég og við öll berum líka ábyrgð. Stjórnvöld endurspegla hugarfar samfélagsins og hvað okkur þykir mikilvægt. Hversu mikilvægur finnst okkur þessi málaflokkur? Kjósum við eftir stefnu flokkanna í málefnum aldraðra? (Eru stjórnmálaflokkar yfirhöfuð með stefnu í málefnum aldraðra?) Aldraðir þurfa vissulega öryggisnet samfélagsins, kerfi sem grípur þá og það er verkefni stjórnvalda. Okkar verkefni er að hætta að vera sjálfhverf og byrja að hugsa út fyrir eigið unga rassgat. Það eldist nefnilega ansi hratt! Hvenær heimsóttir þú til dæmis ömmu þína síðast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Sat allan daginn fyrir framan sjónvarp með stillimynd Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. 9. febrúar 2015 07:42 Sem hnefahögg í andlit aldraðra og öryrkja Kjaranefnd Félags eldri borgara segir takmarkaðar kjarabætur til aldraðra og öryrkja hafi verið teknar til baka með öðrum verðhækkunum. 23. janúar 2015 10:46 Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Standa ekki við uppbygginguna Líkt er á komið með núverandi ríkisstjórn og þeirri fyrri þegar kemur að umgengni um Framkvæmdasjóð aldraðra. Á síðustu fimm árum hefur stórkostlega miklum peningum verið ráðstafað til annarra verkefna en lög gera ráð fyrir. 21. janúar 2015 07:00 Aldraðir hafa verið hlunnfarnir Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. 4. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Við berum æ fleiri til þess gæfu að fá að lifa lengur. Að verða gömul og grá á ævikvöldinu ljúfa. Eða, hversu mikil gæfa er það? Frásagnir aðstandenda aldraðra í helgarblaði Fréttablaðsins af lélegum aðbúnaði og umönnun á hjúkrunarheimilum á Íslandi eru sláandi. Ég er búin að fara allan tilfinningaskalann.Hneykslun. Dæmi eru um að aldraðir séu hlandblautir fram eftir degi, rúllað fyrir framan stillimyndina á sjónvarpinu og dópaðir upp svo þeir séu til friðs. Þeir upplifa virðingarleysi og niðurlægingu.Reiði. Aldraðir eru afgangsstærð með veika rödd og lítinn þrýsting. En öldrun kemur okkur öllum við. Þetta bíður okkar flestra. Heilabilun og þvagleki spyrja ekki um stétt og stöðu. Sama hversu meðvituð og kröfuhörð við erum í dag og hversu oft við höfum mótmælt á Austurvelli á yngri árum þá lækkar röddin þegar maður verður umkomulaus og þarf að reiða sig á aðra. Þá er of seint að berja í borðið. Það eru til Umboðsmenn barna, skuldara og borgarbúa, auk þess sem þörfin fyrir Umboðsmann dýra hefur verið rædd. Hvar í ósköpunum er Umboðsmaður aldraðra?Kvíði. Þegar ég verð komin í hóp eldri borgara verð ég ein af hundrað þúsund. Ef tekið er mið af stöðunni í dag munu 4.500 þurfa hjúkrunarpláss og 750 verða á biðlista. Sífellt erfiðara er að manna alltof fá hjúkrunarheimili. Hver mun hugsa um mig? Þarf ég að þjálfa börnin mín í bleyjuskiptingum eða leggja fyrir svo ég hafi ráð á einkahjúkku?Skömm. Ég og við öll berum líka ábyrgð. Stjórnvöld endurspegla hugarfar samfélagsins og hvað okkur þykir mikilvægt. Hversu mikilvægur finnst okkur þessi málaflokkur? Kjósum við eftir stefnu flokkanna í málefnum aldraðra? (Eru stjórnmálaflokkar yfirhöfuð með stefnu í málefnum aldraðra?) Aldraðir þurfa vissulega öryggisnet samfélagsins, kerfi sem grípur þá og það er verkefni stjórnvalda. Okkar verkefni er að hætta að vera sjálfhverf og byrja að hugsa út fyrir eigið unga rassgat. Það eldist nefnilega ansi hratt! Hvenær heimsóttir þú til dæmis ömmu þína síðast?
Sat allan daginn fyrir framan sjónvarp með stillimynd Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. 9. febrúar 2015 07:42
Sem hnefahögg í andlit aldraðra og öryrkja Kjaranefnd Félags eldri borgara segir takmarkaðar kjarabætur til aldraðra og öryrkja hafi verið teknar til baka með öðrum verðhækkunum. 23. janúar 2015 10:46
Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00
Standa ekki við uppbygginguna Líkt er á komið með núverandi ríkisstjórn og þeirri fyrri þegar kemur að umgengni um Framkvæmdasjóð aldraðra. Á síðustu fimm árum hefur stórkostlega miklum peningum verið ráðstafað til annarra verkefna en lög gera ráð fyrir. 21. janúar 2015 07:00
Aldraðir hafa verið hlunnfarnir Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðnun. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en kaup láglaunafólks. Það verður þá gliðnun milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. 4. febrúar 2015 07:00