Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Enn er leitað að fólki í rústum í Nepal og skortur er á læknum og hjálpargögnum. Eftirskjálftar eru stórir. Kröftugur skjálfti reið yfir í gærmorgun og fólk er óttaslegið vegna þeirra og kýs að sofa undir berum himni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Alþjóðleg björgunarteymi streyma nú til Nepal og svæða sem urðu illa úti í skjálftanum sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Tala látinna er komin yfir 2.500, þar af létust 700 í Katmandú, höfuðborg Nepal. Hundruð þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Einn þeirra sem reið yfir í gær mældist 6,7 að stærð. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Talið er víst að tala látinna eigi eftir að hækka. Margir eru slasaðir og í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð. Einnig er skortur á öllum helstu nauðsynjum, matvælum, aðgangi að hreinu vatni og skjóli. Nepölsk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum sem urðu verst úti og hafa óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður flaug frá Íslandi á laugardag, strax eftir að fregnir bárust af jarðskjálftanum. Hann var staddur í Dúbaí í gær þar sem hann beið eftir flugi til Katmandú í morgun. „Jarðskjálftar eru alltaf þannig að hver mínúta og hver klukkutími skiptir máli varðandi það að bjarga fólki úr rústum. Okkar hlutverk verður að tryggja góð fjarskipti á svæðinu, það er lykilatriði til þess að samhæfa björgunaraðgerðir,“ segir Gísli Rafn sem hefur mikla reynslu af björgunaraðgerðum eftir jarðskjálfta og náttúruhamfarir. Þetta er fjórði stóri jarðskjálftinn þar sem hann hefur hjálpað á vettvangi og mikið verk bíður hans því rafmagns- og farsímakerfi liggja niðri á mörgum svæðum. Hann notaði tímann meðan hann beið eftir fluginu til Katmandú til að undirbúa sig andlega undir starfið. „Það er alltaf erfitt að koma á staði þar sem er mikið af fólki sem á um sárt að binda. En að gera gagn þar sem fólk þarf hjálp, það drífur mann áfram.“ Hann segir erfitt verkefni fram undan og býst við slæmum aðstæðum. „Þetta eru mörg lítil þorp sem liggja í dölum í fjalllendi. Þorpin eru í rúst og vegir eru farnir í sundur, bæði vegna jarðskjálftans og vegna skriðufalla. Það verður mjög erfitt að koma hjálpargögnum og björgunarsveitum á vettvang.“ Fjölmargar hjálparstofnanir hafa svarað kallinu og hafið neyðarsöfnun fyrir íbúa í Nepal, meðal annars Rauði krossinn og UNICEF. Að minnsta kosti 940 þúsund börn á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfa á brýnni aðstoð að halda samkvæmt UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Jón Brynjar Birgisson er sviðsstjóri alþjóðlegra björgunaraðgerða hjá Rauða krossinum og hefur fundað um næstu skref hér á landi en fyrir liggur að verða við alþjóðlegri hjálparbeiðni. Um tvö hundruð Íslendingar eru þjálfaðir sendifulltrúar Rauða Krossins, flestir úr heilbrigðisgeiranum. „Við munum leggja til starfsfólk í neyðarsveitirnar. Við munum líklega senda um þrjátíu fulltrúa. Það er mikið verk fram undan, nú einbeitum við okkur að aðhlynningu slasaðra, því að dreifa hjálpargögnum og veita áfallahjálp, svo á eftir fer samfélagsleg uppbygging og aðstoð. Þetta mun taka tíma.“ Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Alþjóðleg björgunarteymi streyma nú til Nepal og svæða sem urðu illa úti í skjálftanum sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Tala látinna er komin yfir 2.500, þar af létust 700 í Katmandú, höfuðborg Nepal. Hundruð þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Einn þeirra sem reið yfir í gær mældist 6,7 að stærð. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Talið er víst að tala látinna eigi eftir að hækka. Margir eru slasaðir og í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð. Einnig er skortur á öllum helstu nauðsynjum, matvælum, aðgangi að hreinu vatni og skjóli. Nepölsk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum sem urðu verst úti og hafa óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður flaug frá Íslandi á laugardag, strax eftir að fregnir bárust af jarðskjálftanum. Hann var staddur í Dúbaí í gær þar sem hann beið eftir flugi til Katmandú í morgun. „Jarðskjálftar eru alltaf þannig að hver mínúta og hver klukkutími skiptir máli varðandi það að bjarga fólki úr rústum. Okkar hlutverk verður að tryggja góð fjarskipti á svæðinu, það er lykilatriði til þess að samhæfa björgunaraðgerðir,“ segir Gísli Rafn sem hefur mikla reynslu af björgunaraðgerðum eftir jarðskjálfta og náttúruhamfarir. Þetta er fjórði stóri jarðskjálftinn þar sem hann hefur hjálpað á vettvangi og mikið verk bíður hans því rafmagns- og farsímakerfi liggja niðri á mörgum svæðum. Hann notaði tímann meðan hann beið eftir fluginu til Katmandú til að undirbúa sig andlega undir starfið. „Það er alltaf erfitt að koma á staði þar sem er mikið af fólki sem á um sárt að binda. En að gera gagn þar sem fólk þarf hjálp, það drífur mann áfram.“ Hann segir erfitt verkefni fram undan og býst við slæmum aðstæðum. „Þetta eru mörg lítil þorp sem liggja í dölum í fjalllendi. Þorpin eru í rúst og vegir eru farnir í sundur, bæði vegna jarðskjálftans og vegna skriðufalla. Það verður mjög erfitt að koma hjálpargögnum og björgunarsveitum á vettvang.“ Fjölmargar hjálparstofnanir hafa svarað kallinu og hafið neyðarsöfnun fyrir íbúa í Nepal, meðal annars Rauði krossinn og UNICEF. Að minnsta kosti 940 þúsund börn á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfa á brýnni aðstoð að halda samkvæmt UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Jón Brynjar Birgisson er sviðsstjóri alþjóðlegra björgunaraðgerða hjá Rauða krossinum og hefur fundað um næstu skref hér á landi en fyrir liggur að verða við alþjóðlegri hjálparbeiðni. Um tvö hundruð Íslendingar eru þjálfaðir sendifulltrúar Rauða Krossins, flestir úr heilbrigðisgeiranum. „Við munum leggja til starfsfólk í neyðarsveitirnar. Við munum líklega senda um þrjátíu fulltrúa. Það er mikið verk fram undan, nú einbeitum við okkur að aðhlynningu slasaðra, því að dreifa hjálpargögnum og veita áfallahjálp, svo á eftir fer samfélagsleg uppbygging og aðstoð. Þetta mun taka tíma.“
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00
Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00