750 flóttamenn á leið til Íslands? Árni Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 07:00 Á Íslandi ríkir velmegun og frelsi til athafna og tjáningar sem eru ekki sjálfsögð réttindi í hinum stóra umheimi. Hér eru frjálsar kosningar reglulega sem gera almenningi kleift að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Fyrir þessum réttindum og fríðindum höfum við Íslendingar mikið haft og þurft um aldir að berjast fyrir. Okkur hefur tekist að beisla auðlindir landsins og nýta hafið á þann hátt að eftir er tekið. Staða Íslands er því öfundsverð meðal þjóða heims. Þannig er stöðunni því miður ekki farið víðast hvar í heiminum. Daglegar fréttir af miklum hörmungum og neyð milljóna manna berast okkur hingað í fámennið. Það er dapurlegt til að vita að mest af þessari neyð er til komið af mannavöldum. Örvæntingarfullar tilraunir til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi og skjóli fyrir sig og fjölskyldu sína reka þúsundir manna vikulega út í mikla óvissu og hættu. Það þarf mikið að ganga á til þess að fjölskylda með börn og gamalmenni leggi líf sitt að veði til að komast burt. Það sem af er þessu ári hafa um 1.800 manns drukknað í Miðjarðarhafinu á þessum flótta að heiman. Hvað er það sem flóttafólkið er að leita að? Fyrst og fremst öryggi, húsaskjóli og atvinnu til að framfleyta sér og ala upp næstu kynslóð fjölskyldunnar. Þetta eru nákvæmlega sömu þarfir og allt mannfólk leitar eftir. Þetta umhverfi er allt til staðar á Íslandi. Það er ekki ýkja langt síðan Íslendingar voru á þessum sama stað og flóttafólkið en gæfan hefur fylgt okkur þangað sem við erum núna. Það er ekki hægt að segja um það flóttafólk sem nú streymir til Evrópu. Við getum ekki litið undan og látið eins og þetta hörmungarástand komi okkur ekki við. Hlutdeild Íslands í móttöku flóttamanna er ekki glæsileg. Á síðasta ári tókum við á móti 10 svonefndum kvótaflóttamönnum og 13 eru komnir það sem af er þessu ári. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem er land sem við berum okkur saman við á tyllidögum, eigum við að taka á móti 1.500 manns árlega. Hér er ekki verið að tala um hælisleitendur sem eru mun fjölmennari hópur. Á málþingi sem haldið var á vegum Rauða krossins á Íslandi í Norræna húsinu í vor flutti Páll Stefánsson ljósmyndari athyglisvert erindi um nákvæmlega þetta. Taldi hann þátt Íslands í móttöku flóttamanna jaðra við aumingjaskap og vil ég taka undir þau orð. Lagði Páll til að tekin yrði ákvörðun um að bjóða 750 flóttamönnum til landsins árlega, og yrðum við þá nokkurn veginn hálfdrættingar á við Svía. Við þurfum kannski ekki að taka þetta skref í einni lotu en við eigum að byrja að taka á móti myndarlegum hópi árlega og auka svo þann fjölda jafnt og þétt. Með slíkri ákvörðun yrði tekið mark á okkur á alþjóðavettvangi á þessu sviði og með þessu værum við að sýna ákveðinn vilja til aðstoðar. Við getum ekki endalaust skýlt okkur á bak við fámenni, fjarlægðir og sérstöðu meðal þjóða. Stígum fram og látum vita að við erum alvöru þátttakendur í samfélagi þjóðanna og viljum leggja mikið á okkur þegar neyðin er mikil. Sif Sigmarsdóttir ritaði góða grein í Fréttablaðið þ. 29. maí sl. um óð til fljótandi stúlkubarns. Ég vil hvetja lesendur að kynna sér þá grein, en þar segir hún m.a. að flóttafólk sé venjulegt fólk nema hvað það sé svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum verið mjög uppteknir undanfarið af skiptingu kökunnar á milli okkar. Vissulega hafa erfiðleikar steðjað að mörgum, en heilt yfir erum við rík þjóð í ríku landi. Rauði krossinn á Íslandi nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi hjálparstarfs. Hann nýtur trausts yfirvalda hér á landi og er reiðubúinn að sinna sínu hlutverki við móttöku flóttamanna til landsins. En til þess að taka stórt skref í þessum málaflokki þarf almenningur að vera þessu sammála. Þetta snýst allt um hugarfar og afstöðu. Aðstaðan og fjármagnið er til staðar. Það væri óskandi að yfirskrift þessa pistils yrði fyrirsögn í fréttum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hjálparstarf Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir velmegun og frelsi til athafna og tjáningar sem eru ekki sjálfsögð réttindi í hinum stóra umheimi. Hér eru frjálsar kosningar reglulega sem gera almenningi kleift að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Fyrir þessum réttindum og fríðindum höfum við Íslendingar mikið haft og þurft um aldir að berjast fyrir. Okkur hefur tekist að beisla auðlindir landsins og nýta hafið á þann hátt að eftir er tekið. Staða Íslands er því öfundsverð meðal þjóða heims. Þannig er stöðunni því miður ekki farið víðast hvar í heiminum. Daglegar fréttir af miklum hörmungum og neyð milljóna manna berast okkur hingað í fámennið. Það er dapurlegt til að vita að mest af þessari neyð er til komið af mannavöldum. Örvæntingarfullar tilraunir til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi og skjóli fyrir sig og fjölskyldu sína reka þúsundir manna vikulega út í mikla óvissu og hættu. Það þarf mikið að ganga á til þess að fjölskylda með börn og gamalmenni leggi líf sitt að veði til að komast burt. Það sem af er þessu ári hafa um 1.800 manns drukknað í Miðjarðarhafinu á þessum flótta að heiman. Hvað er það sem flóttafólkið er að leita að? Fyrst og fremst öryggi, húsaskjóli og atvinnu til að framfleyta sér og ala upp næstu kynslóð fjölskyldunnar. Þetta eru nákvæmlega sömu þarfir og allt mannfólk leitar eftir. Þetta umhverfi er allt til staðar á Íslandi. Það er ekki ýkja langt síðan Íslendingar voru á þessum sama stað og flóttafólkið en gæfan hefur fylgt okkur þangað sem við erum núna. Það er ekki hægt að segja um það flóttafólk sem nú streymir til Evrópu. Við getum ekki litið undan og látið eins og þetta hörmungarástand komi okkur ekki við. Hlutdeild Íslands í móttöku flóttamanna er ekki glæsileg. Á síðasta ári tókum við á móti 10 svonefndum kvótaflóttamönnum og 13 eru komnir það sem af er þessu ári. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem er land sem við berum okkur saman við á tyllidögum, eigum við að taka á móti 1.500 manns árlega. Hér er ekki verið að tala um hælisleitendur sem eru mun fjölmennari hópur. Á málþingi sem haldið var á vegum Rauða krossins á Íslandi í Norræna húsinu í vor flutti Páll Stefánsson ljósmyndari athyglisvert erindi um nákvæmlega þetta. Taldi hann þátt Íslands í móttöku flóttamanna jaðra við aumingjaskap og vil ég taka undir þau orð. Lagði Páll til að tekin yrði ákvörðun um að bjóða 750 flóttamönnum til landsins árlega, og yrðum við þá nokkurn veginn hálfdrættingar á við Svía. Við þurfum kannski ekki að taka þetta skref í einni lotu en við eigum að byrja að taka á móti myndarlegum hópi árlega og auka svo þann fjölda jafnt og þétt. Með slíkri ákvörðun yrði tekið mark á okkur á alþjóðavettvangi á þessu sviði og með þessu værum við að sýna ákveðinn vilja til aðstoðar. Við getum ekki endalaust skýlt okkur á bak við fámenni, fjarlægðir og sérstöðu meðal þjóða. Stígum fram og látum vita að við erum alvöru þátttakendur í samfélagi þjóðanna og viljum leggja mikið á okkur þegar neyðin er mikil. Sif Sigmarsdóttir ritaði góða grein í Fréttablaðið þ. 29. maí sl. um óð til fljótandi stúlkubarns. Ég vil hvetja lesendur að kynna sér þá grein, en þar segir hún m.a. að flóttafólk sé venjulegt fólk nema hvað það sé svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum verið mjög uppteknir undanfarið af skiptingu kökunnar á milli okkar. Vissulega hafa erfiðleikar steðjað að mörgum, en heilt yfir erum við rík þjóð í ríku landi. Rauði krossinn á Íslandi nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi hjálparstarfs. Hann nýtur trausts yfirvalda hér á landi og er reiðubúinn að sinna sínu hlutverki við móttöku flóttamanna til landsins. En til þess að taka stórt skref í þessum málaflokki þarf almenningur að vera þessu sammála. Þetta snýst allt um hugarfar og afstöðu. Aðstaðan og fjármagnið er til staðar. Það væri óskandi að yfirskrift þessa pistils yrði fyrirsögn í fréttum á næstunni.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar