Ætla ekki að líkja mér við Beckham Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2015 08:30 Jóhann Berg er í flottu formi og á örugglega eftir að gera Tékkum lífið leitt á morgun. fréttablaðið/getty „Ég spilaði mjög vel í vetur og mæti til leiks með sjálfstraustið í botni,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson en hann er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Tékkum á morgun. Svo sannarlega risaleikur fyrir strákana þar sem toppsætið í riðli Íslands í undankeppni EM er undir. Jóhann Berg skoraði tíu mörk fyrir Charlton í ensku B-deildinni í vetur og nokkur þeirra komu úr glæsilegum aukaspyrnum. Spyrnurnar vöktu athygli og var honum líkt við sjálfan David Beckham. „Þetta var eitthvað sem þjálfarinn sagði og strákarnir eru búnir að stríða mér svolítið út af þessu. Vilja meina að ég hafi sagt þetta en ég er ekki svo kolruglaður að ætla að líkja mér við Beckham,“ segir Jóhann Berg hlæjandi en honum fannst samlíkingin ekkert leiðinleg. „Nei, það var fínt að fá að heyra þetta.“ Frammistaða Jóhanns hefur komið honum enn frekar á kortið. Úlfarnir eru meðal annars sagðir vera að undirbúa tilboð í hann. „Ég ætla bara að taka þennan leik og sjá svo til hvað gerist. Ég á auðvitað eitt ár eftir af samningi mínum við Charlton, það eru því þreifingar því ég spilaði vel. Ég vil spila í eins sterkri deild og mögulegt er og ég hef líka sagt að ég vil sjá hvað Charlton gerir í sumar. Hver metnaður liðsins sé. Ég vil auðvitað vera í liði sem er að reyna að komast upp af alvöru.“ Líkt og aðrir í hópnum getur Jóhann ekki beðið eftir stóra leiknum annað kvöld. „Það er gaman að spila alvöruleik hér á Laugardalsvelli. Fullur völlur og fyrsta sætið í boði. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ segir Jóhann og bætir við að leikmenn liðsins séu komnir með reynslu af því að spila stórleiki. „Flestir eru vanir því með félagsliðum sínum og skemmtilegra að gera það með landsliðinu. Þetta eru allt stórleikir núna og ef við náum góðum úrslitum í þessum leik erum við komnir í góða stöðu til að komast á okkar fyrsta stórmót. Það er gaman fyrir þjóðina núna að fá svona stórleik enda yfir litlu að gleðjast þar sem veðrið leikur ekki beint við fólk,“ segir Jóhann Berg léttur. „Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik. Við lærðum mikið af fyrri leiknum. Þeir pressuðu okkur hátt og við leystum það alls ekki nógu vel. Menn urðu svolítið hræddir eftir að við komumst yfir. Fórum að verja markið í stað þess að halda áfram okkar leik. Við verðum líka að sjá til hvernig þeir leggja þetta upp. Þetta verður örugglega svolítil skák en við ætlum að gera betur en í fyrri leiknum í Tékklandi. Við höfum fulla trú á okkur.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
„Ég spilaði mjög vel í vetur og mæti til leiks með sjálfstraustið í botni,“ segir landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson en hann er klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Tékkum á morgun. Svo sannarlega risaleikur fyrir strákana þar sem toppsætið í riðli Íslands í undankeppni EM er undir. Jóhann Berg skoraði tíu mörk fyrir Charlton í ensku B-deildinni í vetur og nokkur þeirra komu úr glæsilegum aukaspyrnum. Spyrnurnar vöktu athygli og var honum líkt við sjálfan David Beckham. „Þetta var eitthvað sem þjálfarinn sagði og strákarnir eru búnir að stríða mér svolítið út af þessu. Vilja meina að ég hafi sagt þetta en ég er ekki svo kolruglaður að ætla að líkja mér við Beckham,“ segir Jóhann Berg hlæjandi en honum fannst samlíkingin ekkert leiðinleg. „Nei, það var fínt að fá að heyra þetta.“ Frammistaða Jóhanns hefur komið honum enn frekar á kortið. Úlfarnir eru meðal annars sagðir vera að undirbúa tilboð í hann. „Ég ætla bara að taka þennan leik og sjá svo til hvað gerist. Ég á auðvitað eitt ár eftir af samningi mínum við Charlton, það eru því þreifingar því ég spilaði vel. Ég vil spila í eins sterkri deild og mögulegt er og ég hef líka sagt að ég vil sjá hvað Charlton gerir í sumar. Hver metnaður liðsins sé. Ég vil auðvitað vera í liði sem er að reyna að komast upp af alvöru.“ Líkt og aðrir í hópnum getur Jóhann ekki beðið eftir stóra leiknum annað kvöld. „Það er gaman að spila alvöruleik hér á Laugardalsvelli. Fullur völlur og fyrsta sætið í boði. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ segir Jóhann og bætir við að leikmenn liðsins séu komnir með reynslu af því að spila stórleiki. „Flestir eru vanir því með félagsliðum sínum og skemmtilegra að gera það með landsliðinu. Þetta eru allt stórleikir núna og ef við náum góðum úrslitum í þessum leik erum við komnir í góða stöðu til að komast á okkar fyrsta stórmót. Það er gaman fyrir þjóðina núna að fá svona stórleik enda yfir litlu að gleðjast þar sem veðrið leikur ekki beint við fólk,“ segir Jóhann Berg léttur. „Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik. Við lærðum mikið af fyrri leiknum. Þeir pressuðu okkur hátt og við leystum það alls ekki nógu vel. Menn urðu svolítið hræddir eftir að við komumst yfir. Fórum að verja markið í stað þess að halda áfram okkar leik. Við verðum líka að sjá til hvernig þeir leggja þetta upp. Þetta verður örugglega svolítil skák en við ætlum að gera betur en í fyrri leiknum í Tékklandi. Við höfum fulla trú á okkur.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira