Seðlabankinn varar við gjaldþroti Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 08:00 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Werner Faymann, fjármálaráðherra Austurríkis, ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í gær. Faymann telur að Evrópuríki verði að standa við bakið á vinum sínum. NordicPhotos/afp Grikklands varaði við því í gær að ríkissjóður landsins gæti stefnt í gjaldþrot og þyrfti að hætta bæði í evrusamstarfinu og Evrópusambandinu. Gríska ríkisstjórnin og kröfuhafar kenna hver öðrum um að ekki hafi náðst samkomulag til að stuðla að efnahagsumbótum í landinu. Þar sem þetta samkomulag næst ekki fær landið ekki 7,2 milljarða evra (1.043 milljarða króna) björgunarpakka. Gríski Seðlabankinn segir að um 30 milljarða evra innstæður (4.470 milljarðar króna) hafi verið teknar út af bankareikningum frá október og fram til loka apríl. Seðlabankinn segir líka að náist ekki samkomulag um efnahagsumbætur muni það hægja á hagvexti í landinu. „Mistakist að ná samkomulagi mun það leiða til sársaukafulls ferlis sem á endanum leiðir til þess að Grikkland fer í greiðsluþrot og á endanum yfirgefa evrusvæðið og, mjög líklega, Evrópusambandið,“ segir Seðlabanki Grikklands í skýrslu. Þrátt fyrir þessa viðvörun hækkaði gengi ríkisskuldabréfa Grikklands um 0,8 prósent í viðskiptum í grísku kauphöllinni snemma í gærmorgun. En úrvalsvísitalan í Grikklandi hefur engu að síður lækkað um 11 prósent frá því á föstudag. Bréf í bönkum hafa lækkað mest. Fjármálaráðherra Austurríkis, Werner Fayman, var staddur í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær til þess að reyna að ná fram lausn á málum. „Ef Evrópuríkin ætla að styrkja sig þarf að styðja hvert ríki sem þarfnast stuðnings og sýna stuðning,“ sagði hann þegar hann fundaði með Prokopis Pavlopoulos, forseta Grikklands. Fundur þeirra var haldinn í aðdraganda fundar fjármálaráðherra evruríkjanna, sem fram fer í dag. Grikkir hafa tvær vikur til að ná samkomulagi við kröfuhafa, ef það tekst ekki fara þeir í greiðsluþrot vegna 1,6 milljarða evra (238 milljarða króna) endurgreiðslu á láni sem þeir eiga að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar hefur ríkissjóður fengið frest til þess að greiða 300 milljónir evra en á jafnframt að standa skil á þeirri greiðslu 30. júní. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gríska ríkisstjórnin hafi ekki sagt sannleikann um nýjustu tilboð sem ríkinu hafi borist um efnahagsumbætur. „Ég kenni grísku ríkisstjórninni um að hafa sagt almenningi eitt og annað sem er alls ekki í samræmi við það sem ég hef sagt gríska forsætisráðherranum,“ segir Juncker. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að lánardrottnar vilji að gríska ríkisstjórnin hækki söluskatt á rafmagn. Enn aðrir ráðherrar hafa gagnrýnt hugmyndir um að hækka söluskatt á lyfjum. Juncker segir gagnrýnina byggða á misskilningi. „Ég er ekki talsmaður þess, og forsætisráðherrann veit það, að hækka söluskatt á lyfjum og rafmagni. Það yrðu stórkostleg mistök,“ segir Juncker. „Það yrði einfaldara að fást við málin ef gríska ríkisstjórnin myndi greina rétt frá því hverjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru,“ bætti hann við. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að Evrópusambandið sé vissulega að leggja til hækkanir á söluskatti. Annaðhvort hafi Juncker ekki lesið tillögurnar eða að hann hafi gleymt þeim. Grikkland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Grikklands varaði við því í gær að ríkissjóður landsins gæti stefnt í gjaldþrot og þyrfti að hætta bæði í evrusamstarfinu og Evrópusambandinu. Gríska ríkisstjórnin og kröfuhafar kenna hver öðrum um að ekki hafi náðst samkomulag til að stuðla að efnahagsumbótum í landinu. Þar sem þetta samkomulag næst ekki fær landið ekki 7,2 milljarða evra (1.043 milljarða króna) björgunarpakka. Gríski Seðlabankinn segir að um 30 milljarða evra innstæður (4.470 milljarðar króna) hafi verið teknar út af bankareikningum frá október og fram til loka apríl. Seðlabankinn segir líka að náist ekki samkomulag um efnahagsumbætur muni það hægja á hagvexti í landinu. „Mistakist að ná samkomulagi mun það leiða til sársaukafulls ferlis sem á endanum leiðir til þess að Grikkland fer í greiðsluþrot og á endanum yfirgefa evrusvæðið og, mjög líklega, Evrópusambandið,“ segir Seðlabanki Grikklands í skýrslu. Þrátt fyrir þessa viðvörun hækkaði gengi ríkisskuldabréfa Grikklands um 0,8 prósent í viðskiptum í grísku kauphöllinni snemma í gærmorgun. En úrvalsvísitalan í Grikklandi hefur engu að síður lækkað um 11 prósent frá því á föstudag. Bréf í bönkum hafa lækkað mest. Fjármálaráðherra Austurríkis, Werner Fayman, var staddur í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær til þess að reyna að ná fram lausn á málum. „Ef Evrópuríkin ætla að styrkja sig þarf að styðja hvert ríki sem þarfnast stuðnings og sýna stuðning,“ sagði hann þegar hann fundaði með Prokopis Pavlopoulos, forseta Grikklands. Fundur þeirra var haldinn í aðdraganda fundar fjármálaráðherra evruríkjanna, sem fram fer í dag. Grikkir hafa tvær vikur til að ná samkomulagi við kröfuhafa, ef það tekst ekki fara þeir í greiðsluþrot vegna 1,6 milljarða evra (238 milljarða króna) endurgreiðslu á láni sem þeir eiga að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar hefur ríkissjóður fengið frest til þess að greiða 300 milljónir evra en á jafnframt að standa skil á þeirri greiðslu 30. júní. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gríska ríkisstjórnin hafi ekki sagt sannleikann um nýjustu tilboð sem ríkinu hafi borist um efnahagsumbætur. „Ég kenni grísku ríkisstjórninni um að hafa sagt almenningi eitt og annað sem er alls ekki í samræmi við það sem ég hef sagt gríska forsætisráðherranum,“ segir Juncker. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að lánardrottnar vilji að gríska ríkisstjórnin hækki söluskatt á rafmagn. Enn aðrir ráðherrar hafa gagnrýnt hugmyndir um að hækka söluskatt á lyfjum. Juncker segir gagnrýnina byggða á misskilningi. „Ég er ekki talsmaður þess, og forsætisráðherrann veit það, að hækka söluskatt á lyfjum og rafmagni. Það yrðu stórkostleg mistök,“ segir Juncker. „Það yrði einfaldara að fást við málin ef gríska ríkisstjórnin myndi greina rétt frá því hverjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru,“ bætti hann við. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að Evrópusambandið sé vissulega að leggja til hækkanir á söluskatti. Annaðhvort hafi Juncker ekki lesið tillögurnar eða að hann hafi gleymt þeim.
Grikkland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira