Rafmagnað jafnrétti Halla Hrund Logadóttir skrifar 2. júlí 2015 07:00 Við erum stödd í Tógó árið 2009. „Gjörðu svo vel“, segi ég við tógósku „systur“ mína og rétti henni fartölvuna mína. „Nýttu þetta nú sem allra best fyrir þig og þína.“ „Takk,“ segir hún og brosir hringinn. Þetta er mér góð minning. Minning um að gefa gjöf sem gat breytt miklu fyrir viðtakanda, í landi þar sem lífsgæði eru takmörkuð. Skapað aðgang að þekkingu og menntun. Notkun tölvunnar reyndist þó vera vandkvæðum bundin því ekki var sjálfsagt að komast í rafmagn til að hlaða hana. Hinn rafmagnslausi veruleiki Þessi saga er alls ekki einstök – hún er veruleiki margra í Tógó. Árið 2010 höfðu einungis um 35% íbúa í landinu aðgang að rafmagni og svipaða sögu er að segja frá mörgum þróunarríkjum. Störf kvenna í mörgum þessara landa eru oft að miklu leyti bundin við heimilið. Þvottur, þrif og eldamennska skipa gjarnan stóran sess, eins og hjá hinni tógósku „móður“ minni. Verkefnin eru yfirleitt knúin af handafli og tímarammi þeirra stýrist oft af dagsbirtu. Rafmagn og efling stöðu kvenna Nú á dögum hugsum við sjaldnast um það hversu mikið rafmagn eflir okkur í daglegu lífi í gegnum tækni og þekkingu sem það veitir okkur aðgang að. Án rafmagns er allt stopp. Við tengjum rafmagn enn sjaldnar við jafnrétti kynjanna. Staðreyndin er þó sú að aðgangur að rafmagni og rafmagnsknúnum tækjum hefur í áratugi hjálpað konum á Vesturlöndum að fá tíma frá „hefðbundnu hlutverkum“ til að sækja störf og menntun utan heimilisins – og efla þannig stöðu sína í samfélaginu. Í Bandaríkjunum er t.d. oft rætt hvernig rafmagnsknúna þvottavélin veitti konum sveigjanleika til vinnu utan heimilis og þar með aukin fjárráð. Margslungið samband Þótt aðgangurinn að rafmagni gagnist báðum kynjum og samfélögum í heild er sambandið á milli rafmagns og eflingu kvenna í vanþróaðri ríkjum margslungið eins og SÞ, OECD, og fleiri fjalla um. Að spara tíma við heimilisstörf til að geta sinnt öðrum verkefnum utan heimilisins er eitt. Að geta leitað upplýsinga og þekkingar í gegnum útvarp, sjónvarp og internetið, til að berjast gegn kúgun er annað. Einnig lengir rafmagn daginn þar sem lýsingu skortir og getur aukið öryggi kvenna sem vilja sækja þjónustu eða vinnu utan heimilisins. Að auki getur rafmagn haft áhrif á heilsu kvenna, en mengun innandyra sökum notkunar eldiviðar og lífræns úrgangs til hitunar og eldamennsku er stórt heilsufarsvandamál í mörgum fátækari löndum. Ísland leiðandi á heimsvísu Að undanförnu höfum við á Íslandi fagnað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna með ýmsum viðburðum. Einn af þeim var ráðstefnan WEinpsirally sem haldin var á dögunum. Þar voru fluttir frábærir fyrirlestrar af ýmsum leikmönnum á Vesturlöndum sem deildu sinni sýn á hvernig hægt er að stuðla að frekari þátttöku kvenna, s.s. auka fjölda þeirra í framkvæmdastjórastöðum. Orðræða ráðstefnunnar sýndi hversu margt hefur áunnist á Íslandi í jafnréttisbaráttunni, og þótt veruleikinn sé ekki enn þá fullkominn er Ísland leiðandi á heimsvísu þessu sviði. Orku- og jafnréttismál: Samlegðaráhrif? Árangur Íslands á sviði jafnréttismála er að mörgu leyti sambærilegur árangri okkar í orkumálum. Við erum þekkt á báðum sviðum sem veitir okkur trúverðugleika og áhrif. Mögulega gæti Ísland náð fram samlegðaráhrifum þegar við beitum okkur á þessum tveimur sviðum erlendis s.s. í gegnum utanríkisþjónustu og einkaverkefni. Stöldrum við og hugsum hversu mikill fjöldi kvenna gæti notið þess ef orkuverkefni í vanþróaðri löndum væru hugsuð að einhverjum hluta, með eflingu kvenna í huga. Aðgengileg orka gæti breytt stöðu systur minnar í Tógó og fjölda annarra. Deilum ávöxtunum: Lítum okkur fjær Heilt á litið er mikilvægt í jafnréttisumræðunni að hugsa á skapandi hátt hvernig við getum lagt baráttu annarra kvenna í heiminum lið. Þar hafa íslenskar konur og íslenskt samfélag svo sannarlega margt fram að færa. Ræktum garðinn heima en lítum okkur ekki síður fjær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Við erum stödd í Tógó árið 2009. „Gjörðu svo vel“, segi ég við tógósku „systur“ mína og rétti henni fartölvuna mína. „Nýttu þetta nú sem allra best fyrir þig og þína.“ „Takk,“ segir hún og brosir hringinn. Þetta er mér góð minning. Minning um að gefa gjöf sem gat breytt miklu fyrir viðtakanda, í landi þar sem lífsgæði eru takmörkuð. Skapað aðgang að þekkingu og menntun. Notkun tölvunnar reyndist þó vera vandkvæðum bundin því ekki var sjálfsagt að komast í rafmagn til að hlaða hana. Hinn rafmagnslausi veruleiki Þessi saga er alls ekki einstök – hún er veruleiki margra í Tógó. Árið 2010 höfðu einungis um 35% íbúa í landinu aðgang að rafmagni og svipaða sögu er að segja frá mörgum þróunarríkjum. Störf kvenna í mörgum þessara landa eru oft að miklu leyti bundin við heimilið. Þvottur, þrif og eldamennska skipa gjarnan stóran sess, eins og hjá hinni tógósku „móður“ minni. Verkefnin eru yfirleitt knúin af handafli og tímarammi þeirra stýrist oft af dagsbirtu. Rafmagn og efling stöðu kvenna Nú á dögum hugsum við sjaldnast um það hversu mikið rafmagn eflir okkur í daglegu lífi í gegnum tækni og þekkingu sem það veitir okkur aðgang að. Án rafmagns er allt stopp. Við tengjum rafmagn enn sjaldnar við jafnrétti kynjanna. Staðreyndin er þó sú að aðgangur að rafmagni og rafmagnsknúnum tækjum hefur í áratugi hjálpað konum á Vesturlöndum að fá tíma frá „hefðbundnu hlutverkum“ til að sækja störf og menntun utan heimilisins – og efla þannig stöðu sína í samfélaginu. Í Bandaríkjunum er t.d. oft rætt hvernig rafmagnsknúna þvottavélin veitti konum sveigjanleika til vinnu utan heimilis og þar með aukin fjárráð. Margslungið samband Þótt aðgangurinn að rafmagni gagnist báðum kynjum og samfélögum í heild er sambandið á milli rafmagns og eflingu kvenna í vanþróaðri ríkjum margslungið eins og SÞ, OECD, og fleiri fjalla um. Að spara tíma við heimilisstörf til að geta sinnt öðrum verkefnum utan heimilisins er eitt. Að geta leitað upplýsinga og þekkingar í gegnum útvarp, sjónvarp og internetið, til að berjast gegn kúgun er annað. Einnig lengir rafmagn daginn þar sem lýsingu skortir og getur aukið öryggi kvenna sem vilja sækja þjónustu eða vinnu utan heimilisins. Að auki getur rafmagn haft áhrif á heilsu kvenna, en mengun innandyra sökum notkunar eldiviðar og lífræns úrgangs til hitunar og eldamennsku er stórt heilsufarsvandamál í mörgum fátækari löndum. Ísland leiðandi á heimsvísu Að undanförnu höfum við á Íslandi fagnað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna með ýmsum viðburðum. Einn af þeim var ráðstefnan WEinpsirally sem haldin var á dögunum. Þar voru fluttir frábærir fyrirlestrar af ýmsum leikmönnum á Vesturlöndum sem deildu sinni sýn á hvernig hægt er að stuðla að frekari þátttöku kvenna, s.s. auka fjölda þeirra í framkvæmdastjórastöðum. Orðræða ráðstefnunnar sýndi hversu margt hefur áunnist á Íslandi í jafnréttisbaráttunni, og þótt veruleikinn sé ekki enn þá fullkominn er Ísland leiðandi á heimsvísu þessu sviði. Orku- og jafnréttismál: Samlegðaráhrif? Árangur Íslands á sviði jafnréttismála er að mörgu leyti sambærilegur árangri okkar í orkumálum. Við erum þekkt á báðum sviðum sem veitir okkur trúverðugleika og áhrif. Mögulega gæti Ísland náð fram samlegðaráhrifum þegar við beitum okkur á þessum tveimur sviðum erlendis s.s. í gegnum utanríkisþjónustu og einkaverkefni. Stöldrum við og hugsum hversu mikill fjöldi kvenna gæti notið þess ef orkuverkefni í vanþróaðri löndum væru hugsuð að einhverjum hluta, með eflingu kvenna í huga. Aðgengileg orka gæti breytt stöðu systur minnar í Tógó og fjölda annarra. Deilum ávöxtunum: Lítum okkur fjær Heilt á litið er mikilvægt í jafnréttisumræðunni að hugsa á skapandi hátt hvernig við getum lagt baráttu annarra kvenna í heiminum lið. Þar hafa íslenskar konur og íslenskt samfélag svo sannarlega margt fram að færa. Ræktum garðinn heima en lítum okkur ekki síður fjær.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar