Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2016 10:03 Stjórn RSÍ: Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður, Andri Snær Magnason, Jón Kalman Stefánsson, Hallgrímur Helgason og Vilborg Davíðsdóttir. Vísir Helgi Ingólfsson rithöfundur kallar eftir skýringum og svörum frá stjórn Rithöfundasambands Íslands vegna skipunar í úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda. Eins og Vísir greindi frá á dögunum var Birni Vilhjálmssyni sparkað úr nefndininni eftir árs setu en verklagsreglur gera ráð fyrir að nefndarmenn sitji í þrjú ár. Helgi birtir spurningarnar til stjórnarinnar í Fréttablaðinu í dag en hann segist þegar hafa spurt spurninganna á Facebook-síðu Rithöfundasambandsins. Í hópnum eru 172 rithöfundar og segist Helgi engin svör hafa fengið við spurningum sínum.1. Eru til einhver svör við því hvers vegna Björn Vilhjálmsson, nefndarmaður RSÍ í úthlutunarnefnd í Launasjóði rithöfunda, sat ekki í þrjú ár eins og verklagsreglur gera ráð fyrir, heldur einungis eitt, þ.e. árið 2015? (Má benda á að annar nefndarmaður hóf setu í nefndinni árið 2014 og sat sitt þriðja ár 2016.)2. Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?3. Hvernig fór það ferli fram að Birni var skipt út? Hver átti hugmyndina að því og hvers vegna? Stóð stjórn RSÍ að brottvikningunni saman? Einhuga?4. Hvernig var nýr aðili fundinn? Hvaða aðferðafræði lá til grundvallar? Hver talaði við hann? Allir stjórnarmenn? Hvernig var þeim fundi háttað þar sem ákveðið var að skipta um mann, sem og þeim fundi þar sem valinn var nýr? Var fundurinn/-irnir formlegur? Var ritari að fundinum/-unum? Var skráð fundargerð?Helgi Ingólfsson rithöfundur.Björn heyrði af sparkinu utan úr bæ Sjálfur segist Björn að honum hafi verið vikið úr nefndinni án nokkurra skýringa. Hann hafi farið að spyrjast fyrir eftir að hafa fengið veður af því utan úr bæ. „Til að leita svara á því hvað hefði gerst hafði ég fyrst samband við Rannís sem vissi ekkert um ástæðurnar og beindi mér áfram til Menntamálaráðuneytisins. Þar ræddi ég við Karitas Gunnarsdóttur sem tjáði mér að ráðuneytið kæmi ekki að mannavali í þessa launanefnd. Ráðuneytinu bærist einfaldlega í hendur listi yfir tilnefnda nefndarfulltrúa beint frá stjórn Rithöfundasambandsins og ætti ég að snúa mér þangað til að leita svara við því hvers vegna mér hefði verið skipt út eftir árssetu í nefndinni, sem hún taldi reyndar líka vera einsdæmi,“ sagði Björn á dögunum.Sjá einnig:Listamannalaunin árið 2016„Þá hringdi ég í Kristínu Helgu Gunnarsdóttur formann Rithöfundasambandsins sem tjáði mér að verið væri að gera róttækar breytingar á skipan í nefndina, örari endurnýjun og styttri setutíma einstakra meðlima í nefndinni þættu nú ákjósanlegri kostur. Hún viðurkenndi að það hefðu verið mistök að hafa ekki samband við mig persónulega í ljósi þess að ég átti von á að sitja í nefndinni í þrjú ár og vildi jafnframt meina að það lægju engar persónulegar ástæður fyrir hvarfi mínu úr nefndinni eða fagleg gagnrýni að baki þessari tilhögun.“Björn Þór sat í nefndinni í eitt ár, var þá hent út án skýringa. Reynsla hans stangast á við yfirlýsingar Kristínar Helgu.VísirBjörn er ekki sáttur við svör Kristínar Helgu og segir svörin sem hann fær í beinni andstöðu við svör sem hún gaf Vísi á dögunum vegna málsins. „Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina.“ Stjórn rithöfundasambandsins er skipuð fimm aðilum en athygli vakti á dögunum að allir hlutu full 12 mánaða listamannalaun. Stjórn sambandsins velur nefndina sem tekur ákvörðun um úthlutun launanna. Í stjórn RSÍ sitja Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda skipuðu Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson. Listamannalaun Tengdar fréttir Tekur upp hanskann fyrir listamannalaun: „Væri þjóðin ekki fátækari í anda ef við hefðum ekki listamannalaun?“ Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson segir að Íslendingar gætu allt eins bara lesið bankabækur. 17. janúar 2016 17:17 Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Helgi Ingólfsson rithöfundur kallar eftir skýringum og svörum frá stjórn Rithöfundasambands Íslands vegna skipunar í úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda. Eins og Vísir greindi frá á dögunum var Birni Vilhjálmssyni sparkað úr nefndininni eftir árs setu en verklagsreglur gera ráð fyrir að nefndarmenn sitji í þrjú ár. Helgi birtir spurningarnar til stjórnarinnar í Fréttablaðinu í dag en hann segist þegar hafa spurt spurninganna á Facebook-síðu Rithöfundasambandsins. Í hópnum eru 172 rithöfundar og segist Helgi engin svör hafa fengið við spurningum sínum.1. Eru til einhver svör við því hvers vegna Björn Vilhjálmsson, nefndarmaður RSÍ í úthlutunarnefnd í Launasjóði rithöfunda, sat ekki í þrjú ár eins og verklagsreglur gera ráð fyrir, heldur einungis eitt, þ.e. árið 2015? (Má benda á að annar nefndarmaður hóf setu í nefndinni árið 2014 og sat sitt þriðja ár 2016.)2. Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?3. Hvernig fór það ferli fram að Birni var skipt út? Hver átti hugmyndina að því og hvers vegna? Stóð stjórn RSÍ að brottvikningunni saman? Einhuga?4. Hvernig var nýr aðili fundinn? Hvaða aðferðafræði lá til grundvallar? Hver talaði við hann? Allir stjórnarmenn? Hvernig var þeim fundi háttað þar sem ákveðið var að skipta um mann, sem og þeim fundi þar sem valinn var nýr? Var fundurinn/-irnir formlegur? Var ritari að fundinum/-unum? Var skráð fundargerð?Helgi Ingólfsson rithöfundur.Björn heyrði af sparkinu utan úr bæ Sjálfur segist Björn að honum hafi verið vikið úr nefndinni án nokkurra skýringa. Hann hafi farið að spyrjast fyrir eftir að hafa fengið veður af því utan úr bæ. „Til að leita svara á því hvað hefði gerst hafði ég fyrst samband við Rannís sem vissi ekkert um ástæðurnar og beindi mér áfram til Menntamálaráðuneytisins. Þar ræddi ég við Karitas Gunnarsdóttur sem tjáði mér að ráðuneytið kæmi ekki að mannavali í þessa launanefnd. Ráðuneytinu bærist einfaldlega í hendur listi yfir tilnefnda nefndarfulltrúa beint frá stjórn Rithöfundasambandsins og ætti ég að snúa mér þangað til að leita svara við því hvers vegna mér hefði verið skipt út eftir árssetu í nefndinni, sem hún taldi reyndar líka vera einsdæmi,“ sagði Björn á dögunum.Sjá einnig:Listamannalaunin árið 2016„Þá hringdi ég í Kristínu Helgu Gunnarsdóttur formann Rithöfundasambandsins sem tjáði mér að verið væri að gera róttækar breytingar á skipan í nefndina, örari endurnýjun og styttri setutíma einstakra meðlima í nefndinni þættu nú ákjósanlegri kostur. Hún viðurkenndi að það hefðu verið mistök að hafa ekki samband við mig persónulega í ljósi þess að ég átti von á að sitja í nefndinni í þrjú ár og vildi jafnframt meina að það lægju engar persónulegar ástæður fyrir hvarfi mínu úr nefndinni eða fagleg gagnrýni að baki þessari tilhögun.“Björn Þór sat í nefndinni í eitt ár, var þá hent út án skýringa. Reynsla hans stangast á við yfirlýsingar Kristínar Helgu.VísirBjörn er ekki sáttur við svör Kristínar Helgu og segir svörin sem hann fær í beinni andstöðu við svör sem hún gaf Vísi á dögunum vegna málsins. „Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina.“ Stjórn rithöfundasambandsins er skipuð fimm aðilum en athygli vakti á dögunum að allir hlutu full 12 mánaða listamannalaun. Stjórn sambandsins velur nefndina sem tekur ákvörðun um úthlutun launanna. Í stjórn RSÍ sitja Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda skipuðu Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson.
Listamannalaun Tengdar fréttir Tekur upp hanskann fyrir listamannalaun: „Væri þjóðin ekki fátækari í anda ef við hefðum ekki listamannalaun?“ Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson segir að Íslendingar gætu allt eins bara lesið bankabækur. 17. janúar 2016 17:17 Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Tekur upp hanskann fyrir listamannalaun: „Væri þjóðin ekki fátækari í anda ef við hefðum ekki listamannalaun?“ Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson segir að Íslendingar gætu allt eins bara lesið bankabækur. 17. janúar 2016 17:17
Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23
Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00
Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38
Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11