Það má ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Það má ekki gera hitt og ekki þetta,“ var sungið í þekktu barnalagi um allt það sem væri bannað. Það væri leikur einn að búa til svipað lag um þær kvaðir sem settar eru af ríkinu á líf einstaklinga í dag. Ef fólk kýs að skíra barnið sitt Skallagrímur Thor eða Christa Alex leggur ríkið dagsektir á foreldrana, þar til þeir breyta nafni barnsins. Allt skal vera samkvæmt ríkisreglum þar sem Reginbaldur Kaktus og Kormlöð Mímósa þykja hæfa vel íslenskum börnum. Um fimmtán hundruð manns stunda líkamsrækt í Mjölni sem sérhæfir sig í blönduðum bardagaíþróttum eða MMA. Við eigum einn besta bardagamann heims í þeirri íþrótt og tvo Evrópumeistara. Ríkið hefur hins vegar ákveðið að það sé ekki sniðugt að stunda þessa íþrótt hér á landi, þó hér séu leyfðar aðrar bardagaíþróttir á borð við ólympíska hnefaleika og Taekwondo. Fótbolti og hestamennska eru einnig hættulegri en bardagaíþróttirnar. Gunnar Nelson og aðrir iðkendur blandaðra bardagaíþrótta þurfa því að fara til annarra landa til að keppa. Margt af því sem íbúum annarra landa finnst eðlilegt og sjálfsagt, hefur íslenska ríkið ákveðið að skuli annaðhvort bannað eða takmarkað. Í flestum velmegunarlöndum Vesturlanda er áfengi selt jafnt í sérverslunum og matvöruverslunum. Þar er úrvalið og þjónustan í samræmi við eftirspurn og einstaklingar telja sjálfsagt að sjá vínið í næsta rekka við morgunkornið. Ríkið hér á landi telur þó afar nauðsynlegt að það sé ríkisstarfsmaður sem afhendir okkur þessa vöru.Sjálfsögð réttindi í öðrum löndum Þá telur ríkið auðvitað ótækt að við kaupum vörur á internetinu. Ég veit ekki hvenær ríkið kemst á tækniöldina, sem er löngu komin. Í öðrum löndum eru það sjálfsögð réttindi að geta pantað vörur á netinu og fengið þær sendar heim að dyrum. Á Íslandi þarf að fara á fund tollstjóra, ræða við embættismann og borga gjald til að fá vöruna afhenta. Fjölskylda sem á sitt eigið fyrirtæki og byrjar að brugga bjór hefur engin tækifæri til að auglýsa og kynna sína vöru. Þegar í upphafi stendur hún höllum fæti gagnvart keppinautum, ekki síst erlendum framleiðendum. Á sama tíma horfum við á sjónvarpsútsendingar frá erlendum íþróttaviðburðum þar sem við okkur blasa Heineken-auglýsingar. Ríkið telur það ekki hollt að hér sé auglýst íslenskt áfengi. Er allt orðið svo staðnað og þreytt að hér sé ekki hægt að ganga rösklega til verks og breyta löngu úreltum boðum og bönnum? Á endalaust að standa í vegi fyrir því að Ísland verði sambærilegt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? Með því er einungis verið að stöðva eðlilega framþróun sem mun eiga sér stað, hvort sem það gerist 2016, 2021 eða 2026. Ég er kannski óþolinmóð en nennum við að bíða mikið lengur? „Frelsið er yndislegt“ er a.m.k. svo miklu skemmtilegra lag til að syngja heldur en um allt sem er bannað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það má ekki gera hitt og ekki þetta,“ var sungið í þekktu barnalagi um allt það sem væri bannað. Það væri leikur einn að búa til svipað lag um þær kvaðir sem settar eru af ríkinu á líf einstaklinga í dag. Ef fólk kýs að skíra barnið sitt Skallagrímur Thor eða Christa Alex leggur ríkið dagsektir á foreldrana, þar til þeir breyta nafni barnsins. Allt skal vera samkvæmt ríkisreglum þar sem Reginbaldur Kaktus og Kormlöð Mímósa þykja hæfa vel íslenskum börnum. Um fimmtán hundruð manns stunda líkamsrækt í Mjölni sem sérhæfir sig í blönduðum bardagaíþróttum eða MMA. Við eigum einn besta bardagamann heims í þeirri íþrótt og tvo Evrópumeistara. Ríkið hefur hins vegar ákveðið að það sé ekki sniðugt að stunda þessa íþrótt hér á landi, þó hér séu leyfðar aðrar bardagaíþróttir á borð við ólympíska hnefaleika og Taekwondo. Fótbolti og hestamennska eru einnig hættulegri en bardagaíþróttirnar. Gunnar Nelson og aðrir iðkendur blandaðra bardagaíþrótta þurfa því að fara til annarra landa til að keppa. Margt af því sem íbúum annarra landa finnst eðlilegt og sjálfsagt, hefur íslenska ríkið ákveðið að skuli annaðhvort bannað eða takmarkað. Í flestum velmegunarlöndum Vesturlanda er áfengi selt jafnt í sérverslunum og matvöruverslunum. Þar er úrvalið og þjónustan í samræmi við eftirspurn og einstaklingar telja sjálfsagt að sjá vínið í næsta rekka við morgunkornið. Ríkið hér á landi telur þó afar nauðsynlegt að það sé ríkisstarfsmaður sem afhendir okkur þessa vöru.Sjálfsögð réttindi í öðrum löndum Þá telur ríkið auðvitað ótækt að við kaupum vörur á internetinu. Ég veit ekki hvenær ríkið kemst á tækniöldina, sem er löngu komin. Í öðrum löndum eru það sjálfsögð réttindi að geta pantað vörur á netinu og fengið þær sendar heim að dyrum. Á Íslandi þarf að fara á fund tollstjóra, ræða við embættismann og borga gjald til að fá vöruna afhenta. Fjölskylda sem á sitt eigið fyrirtæki og byrjar að brugga bjór hefur engin tækifæri til að auglýsa og kynna sína vöru. Þegar í upphafi stendur hún höllum fæti gagnvart keppinautum, ekki síst erlendum framleiðendum. Á sama tíma horfum við á sjónvarpsútsendingar frá erlendum íþróttaviðburðum þar sem við okkur blasa Heineken-auglýsingar. Ríkið telur það ekki hollt að hér sé auglýst íslenskt áfengi. Er allt orðið svo staðnað og þreytt að hér sé ekki hægt að ganga rösklega til verks og breyta löngu úreltum boðum og bönnum? Á endalaust að standa í vegi fyrir því að Ísland verði sambærilegt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? Með því er einungis verið að stöðva eðlilega framþróun sem mun eiga sér stað, hvort sem það gerist 2016, 2021 eða 2026. Ég er kannski óþolinmóð en nennum við að bíða mikið lengur? „Frelsið er yndislegt“ er a.m.k. svo miklu skemmtilegra lag til að syngja heldur en um allt sem er bannað.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar