Stjórnarherrarnir hafa hlunnfarið aldraða og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir, Sigmundur Davíð og Bjarni, til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri? Fengu þeir eitthvert umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur? Var það ekki þveröfugt? Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur. Bjarni Benediktsson skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu alþingiskosningar og lofaði, að afnema allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga. Hvað þýddi það? Jú, það þýddi eftirfarandi: Að hætta að skerða tryggingabætur TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það hefði verið mikil kjarabót, ef hann hefði staðið við það. Bjarni sveik loforðið! Hætta að skerða tryggingabætur hjá TR vegna fjármagnstekna. Sveik það loforð líka. Afnema alla skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En hann sveik það líka!Lofað að leiðrétta kjaragliðnunina Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir verði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum frá 2009. Þarna er engin tæpitunga töluð. Því er lofað, að ellilífeyrir verði leiðréttur vegna launahækkana, ekki seinna heldur strax. En núna tæplega þremur árum seinna er ekkert farið að gera í að efna þetta loforð. Bjarni Benediktsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar þetta var samþykkt 2013 og hann er formaður flokksins enn þá. Hann ber því fulla ábyrgð á þessu loforði og efndum þess. M.ö.o. Bjarni lofaði að hækka lífeyri aldraðra til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum 2009-2013. En hann hefur ekki aðeins svikið það heldur einnig bætt um betur og haldið kjörum aldraðra og öryrkja niðri á síðasta ári, þegar allar aðrar stéttir fengu miklar launahækkanir. Bjarni lét sem fjármálaráðherra framhaldsskólakennara fá 44% launahækkun!Hann lét lækna fá 40% kauphækkun og þannig mætti áfram telja.Hungurlús afgreidd Ríkið ruddi brautina fyrir gífurlegum launahækkunum. En þegar kom að öldruðum og öryrkjum var fyrst sagt nei en síðan afgreidd hungurlús. Þó voru það einmitt lífeyrisþegar, sem Bjarni og raunar Sigmundur einnig lofuðu að bæta kjörin mest hjá í þingkosningunum 2013. Verkafólk fékk 14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015. Fiskvinnslufólk fékk 30% hækkun byrjunarlauna og ráðherrarnir sjálfir, þingmenn og embættismenn fengu mikla launahækkun frá 1. mars 2015. (Ráðh. 116 þús. kr. á mánuði.) En þeir Bjarni og Sigmundur Davíð ákváðu, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun í 8 mánuði eftir launahækkanir vorsins 2015. Þeir skyldu fyrst fá hækkun 2016 og þá miklu minni hækkun en launþegar eða 9,7% hækkun í stað 14,5%. Með þessari ákvörðun var verið að stórskerða kjör lífeyrisþega og í rauninni að framkvæma nýja kjaragliðnun. Þannig „efndu“ leiðtogarnir öll loforðin, sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosningar 2013. Í stað þess að efna loforðin við lífeyrisþega voru aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir, Sigmundur Davíð og Bjarni, til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri? Fengu þeir eitthvert umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur? Var það ekki þveröfugt? Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur. Bjarni Benediktsson skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu alþingiskosningar og lofaði, að afnema allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga. Hvað þýddi það? Jú, það þýddi eftirfarandi: Að hætta að skerða tryggingabætur TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það hefði verið mikil kjarabót, ef hann hefði staðið við það. Bjarni sveik loforðið! Hætta að skerða tryggingabætur hjá TR vegna fjármagnstekna. Sveik það loforð líka. Afnema alla skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En hann sveik það líka!Lofað að leiðrétta kjaragliðnunina Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir verði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum frá 2009. Þarna er engin tæpitunga töluð. Því er lofað, að ellilífeyrir verði leiðréttur vegna launahækkana, ekki seinna heldur strax. En núna tæplega þremur árum seinna er ekkert farið að gera í að efna þetta loforð. Bjarni Benediktsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar þetta var samþykkt 2013 og hann er formaður flokksins enn þá. Hann ber því fulla ábyrgð á þessu loforði og efndum þess. M.ö.o. Bjarni lofaði að hækka lífeyri aldraðra til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum 2009-2013. En hann hefur ekki aðeins svikið það heldur einnig bætt um betur og haldið kjörum aldraðra og öryrkja niðri á síðasta ári, þegar allar aðrar stéttir fengu miklar launahækkanir. Bjarni lét sem fjármálaráðherra framhaldsskólakennara fá 44% launahækkun!Hann lét lækna fá 40% kauphækkun og þannig mætti áfram telja.Hungurlús afgreidd Ríkið ruddi brautina fyrir gífurlegum launahækkunum. En þegar kom að öldruðum og öryrkjum var fyrst sagt nei en síðan afgreidd hungurlús. Þó voru það einmitt lífeyrisþegar, sem Bjarni og raunar Sigmundur einnig lofuðu að bæta kjörin mest hjá í þingkosningunum 2013. Verkafólk fékk 14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015. Fiskvinnslufólk fékk 30% hækkun byrjunarlauna og ráðherrarnir sjálfir, þingmenn og embættismenn fengu mikla launahækkun frá 1. mars 2015. (Ráðh. 116 þús. kr. á mánuði.) En þeir Bjarni og Sigmundur Davíð ákváðu, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun í 8 mánuði eftir launahækkanir vorsins 2015. Þeir skyldu fyrst fá hækkun 2016 og þá miklu minni hækkun en launþegar eða 9,7% hækkun í stað 14,5%. Með þessari ákvörðun var verið að stórskerða kjör lífeyrisþega og í rauninni að framkvæma nýja kjaragliðnun. Þannig „efndu“ leiðtogarnir öll loforðin, sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosningar 2013. Í stað þess að efna loforðin við lífeyrisþega voru aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir.
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar