Öfugmælavísur forsætisráðherra Kári Stefánsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudaginn hófust samræður milli Steingríms J. Sigfússonar og Sigmundar Davíðs sem byrjuðu með hrinu af spurningum frá þeim fyrrnefnda. Eins og vill henda samskipti á þeim vinnustað enduðu þau með því að hljóma eins og að blindur maður væri að tala við heyrnarlausan sem svaraði á táknmáli. Engu að síður voru samskiptin athyglisverð og gætu reynst söguleg. Í það minnsta sýna þau gjörla hvað valdastólarnir geta reynst hættulegir heilbrigðri hugsun. Spyrillinn er fyrrverandi fjármálaráðherra sem á sínum tíma lagði fram fyrra Icesave-frumvarpið sem var hent út í hafsauga af fólkinu í landinu. Svarandinn er sá sem leiddi baráttuna gegn frumvarpinu. Spyrillinn er líka sá sem lagði fram seinna Icesave-frumvarpið sem bar með sér að hann hafði algjörlega hunsað vilja fólksins eða ekki haft fyrir því að hlusta á hann. Seinna frumvarpinu var líka hafnað af fólkinu með slíkum mun að eðlilegt hefði verið að Hjálpræðisherinn byði fjármálaráðherra áfallahjálp. Baráttan gegn seinna frumvarpinu var líka leidd af manninum sem stóð fyrir svörum á mánudaginn. Í þeirri baráttu sagði hann oftar en einu sinni að fjármálaráðherra væri nær að hlusta á vilja fólksins í landinu. Víkur nú sögunni aftur til mánudags þegar fjármálaráðherrann fyrrverandi var orðinn óbreyttur þingmaður sem bar fram fyrirspurn um það hvernig ríkisstjórnin muni bregðast við ákalli þjóðarinnar um aukna fjármuni til heilbrigðismála. Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama. Það vill nefnilega svo til að 77 þúsund atkvæðisbærir einstaklingar hafa skrifað undir kröfu sem segir bókstaflega að þeir séu á þeirri skoðun að ríkisstjórnin hafi ekki forgangsraðað í þágu heilbrigðismála en þurfi að gera það. Allra þessara undirskrifta var aflað eftir að fjárlög fyrir árið 2016 voru samþykkt þannig að undirskriftirnar ber að skoða að hluta til sem dóm yfir þeim. Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…?höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna. Síðasta framlag forsætisráðherra til þessara samskipta við Steingrím Joð var að sá ætti að gleðjast yfir þeim viðsnúningi í heilbrigðismálum sem hafi náðst frá því hann sat í ríkisstjórn. Enn einu sinni hunsar forsætisráðherra skoðun þjóðarinnar sem er sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt sínu hlutverki, það sé margar þingmannaleiðir frá viðsnúningi og það þurfi meiriháttar fjármagn til þess að rétta það af. Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flínkastir manna við að smíða öfugmælavísur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudaginn hófust samræður milli Steingríms J. Sigfússonar og Sigmundar Davíðs sem byrjuðu með hrinu af spurningum frá þeim fyrrnefnda. Eins og vill henda samskipti á þeim vinnustað enduðu þau með því að hljóma eins og að blindur maður væri að tala við heyrnarlausan sem svaraði á táknmáli. Engu að síður voru samskiptin athyglisverð og gætu reynst söguleg. Í það minnsta sýna þau gjörla hvað valdastólarnir geta reynst hættulegir heilbrigðri hugsun. Spyrillinn er fyrrverandi fjármálaráðherra sem á sínum tíma lagði fram fyrra Icesave-frumvarpið sem var hent út í hafsauga af fólkinu í landinu. Svarandinn er sá sem leiddi baráttuna gegn frumvarpinu. Spyrillinn er líka sá sem lagði fram seinna Icesave-frumvarpið sem bar með sér að hann hafði algjörlega hunsað vilja fólksins eða ekki haft fyrir því að hlusta á hann. Seinna frumvarpinu var líka hafnað af fólkinu með slíkum mun að eðlilegt hefði verið að Hjálpræðisherinn byði fjármálaráðherra áfallahjálp. Baráttan gegn seinna frumvarpinu var líka leidd af manninum sem stóð fyrir svörum á mánudaginn. Í þeirri baráttu sagði hann oftar en einu sinni að fjármálaráðherra væri nær að hlusta á vilja fólksins í landinu. Víkur nú sögunni aftur til mánudags þegar fjármálaráðherrann fyrrverandi var orðinn óbreyttur þingmaður sem bar fram fyrirspurn um það hvernig ríkisstjórnin muni bregðast við ákalli þjóðarinnar um aukna fjármuni til heilbrigðismála. Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama. Það vill nefnilega svo til að 77 þúsund atkvæðisbærir einstaklingar hafa skrifað undir kröfu sem segir bókstaflega að þeir séu á þeirri skoðun að ríkisstjórnin hafi ekki forgangsraðað í þágu heilbrigðismála en þurfi að gera það. Allra þessara undirskrifta var aflað eftir að fjárlög fyrir árið 2016 voru samþykkt þannig að undirskriftirnar ber að skoða að hluta til sem dóm yfir þeim. Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…?höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna. Síðasta framlag forsætisráðherra til þessara samskipta við Steingrím Joð var að sá ætti að gleðjast yfir þeim viðsnúningi í heilbrigðismálum sem hafi náðst frá því hann sat í ríkisstjórn. Enn einu sinni hunsar forsætisráðherra skoðun þjóðarinnar sem er sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt sínu hlutverki, það sé margar þingmannaleiðir frá viðsnúningi og það þurfi meiriháttar fjármagn til þess að rétta það af. Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flínkastir manna við að smíða öfugmælavísur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar