Hvetjum Lindu Pétursdóttur til forsetaframboðs Sigurður Ingólfsson skrifar 18. mars 2016 10:05 Nú eru forsetakosningar á næsta leiti og sýnist sitt hverjum um hæfi þeirra sem lýst hafa yfir framboði sínu til þessa virðulega embættis. Efalaust hugsa margir ennþá sitt ráð og fólk spjallar sín á milli um hverjir komi helst til greina. Mjög mikilvægt er að vel takist til með að fá góða frambjóðendur sem hafa þá eiginleika og getu, sem þarf til að taka við embættinu. Það er án efa mikilvægt að þjóðin skipi sér ekki í pólitískar fylkingar um frambjóðendur í kosningunum. Þá er sú hætta fyrir hendi að fylking, sem bíður lægri hlut, verði ekki mönnum sinnandi eftir að þeirra pólitíski andstæðingur næði kosningu til forseta. Þeir sem eru í stjórnmálum verða að hlýta því að fólk greinir ekki svo vel á milli skoðana fólks og persónanna sjálfra. Margir hafa hvatt Lindu Pétursdóttur athafnakonu til margra ára í framboð og er ég þeirra á meðal. Einfaldlega vegna þess að ég sé ekki fyrir mér annan betri frambjóðanda. Verð að játa að ég hef ekki hitt hana nema af tilviljun en allir Íslendingar þekkja “ Lindu Pé. “ Hún varð landsþekkt 18 ára gömul, eftir að hafa verið kjörin ungfrú Ísland og hefur deilt með okkur gleði sinni og sorgum, aðallega þó gleði, í viðtölum í fjölmiðlum allt frá því að hún bar sigur úr bítum í keppni um alheimsfegurð. Síðan þá hefur hún gert ótalmargt annað gott, sem eftir hefur verið tekið. Ein skýrasta mynd lýðræðisins er að við getum öll hvatt þann einstakling sem við teljum hæfastan til framboðs forseta. Síðan er það þjóðarinnar að ákveða hvern hún kýs til að gegna embættinu í komandi kosningum. Hvetjum Lindu til framboðs og ef hún nær kjöri verður hún glæsilegur forseti og fulltrúi landsins okkar, hvort sem er hér heima á Bessastöðum eða úti í hinum stóra heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar á næsta leiti og sýnist sitt hverjum um hæfi þeirra sem lýst hafa yfir framboði sínu til þessa virðulega embættis. Efalaust hugsa margir ennþá sitt ráð og fólk spjallar sín á milli um hverjir komi helst til greina. Mjög mikilvægt er að vel takist til með að fá góða frambjóðendur sem hafa þá eiginleika og getu, sem þarf til að taka við embættinu. Það er án efa mikilvægt að þjóðin skipi sér ekki í pólitískar fylkingar um frambjóðendur í kosningunum. Þá er sú hætta fyrir hendi að fylking, sem bíður lægri hlut, verði ekki mönnum sinnandi eftir að þeirra pólitíski andstæðingur næði kosningu til forseta. Þeir sem eru í stjórnmálum verða að hlýta því að fólk greinir ekki svo vel á milli skoðana fólks og persónanna sjálfra. Margir hafa hvatt Lindu Pétursdóttur athafnakonu til margra ára í framboð og er ég þeirra á meðal. Einfaldlega vegna þess að ég sé ekki fyrir mér annan betri frambjóðanda. Verð að játa að ég hef ekki hitt hana nema af tilviljun en allir Íslendingar þekkja “ Lindu Pé. “ Hún varð landsþekkt 18 ára gömul, eftir að hafa verið kjörin ungfrú Ísland og hefur deilt með okkur gleði sinni og sorgum, aðallega þó gleði, í viðtölum í fjölmiðlum allt frá því að hún bar sigur úr bítum í keppni um alheimsfegurð. Síðan þá hefur hún gert ótalmargt annað gott, sem eftir hefur verið tekið. Ein skýrasta mynd lýðræðisins er að við getum öll hvatt þann einstakling sem við teljum hæfastan til framboðs forseta. Síðan er það þjóðarinnar að ákveða hvern hún kýs til að gegna embættinu í komandi kosningum. Hvetjum Lindu til framboðs og ef hún nær kjöri verður hún glæsilegur forseti og fulltrúi landsins okkar, hvort sem er hér heima á Bessastöðum eða úti í hinum stóra heimi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar