Ingibjörg Sólrún: Forystumaður í Landsdómsmálinu telur sig vel fallinn til flokksforystu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2016 17:37 Magnús Orri Schram og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Vísir/Stefán „Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.“ Svo ritar fyrrverandi utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á Facebook-síðu sinni. Stöðuuppfærslan er svar við því sem fram kom í viðtali í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Magnús Orri Schram frá því að hann hyggðist bjóða sig fram sem formann Samfylkingarinnar. Magnús Orri var annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar, hinn var Oddný G. Harðardóttir, í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og möguleg viðbrögð þingsins í tengslum við niðurstöður hennar.Sjá einnig:Vill endurnýja forystu Samfylkingarinnar Nefndin gaf út skýrslu um störf sín en að auki lagði hún fram þingsályktunartillögu þess efni að höfða skyldi mál á hendur Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðssyni fyrir Landsdómi. Magnús Orri og Oddný stóðu að vísu ekki að þeirri tillögu heldur lögðu fram sína eigin þar sem Björgvin G. var undanskilinn ákæru. Meðferð málsins var umdeild en meðal annars var sett út á það að öll gögn í tengslum við ákærurnar væru ekki gerð aðgengileg þingmönnum. Má meðal annars sjá það á ræðum þingmanna í umræðum um málið. Í meðförum þingsins var því hafnað að ákæra Björgvin, Ingibjörgu og Árna en mál gegn Geir Haarde var höfðað og hann sakfelldur í einum ákærulið af sex. Geir var ekki gerð refsing. Af stöðuuppfærslu Ingibjargar Sólrúnar má draga þá ályktun að Magnús Orri eigi ekki von á stuðningi úr þeirri átt í tengslum við framboð sitt. Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómsmálið kostaði ríkið tæpar 118 milljónir Kostnaður ríkisins vegna landsdómsmálið gegn Geir Haarde í ár og í fyrra nam samtals tæpum 118 milljónum króna. 17. október 2012 07:22 Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. 26. ágúst 2013 12:00 Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn "Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. 24. apríl 2012 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
„Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.“ Svo ritar fyrrverandi utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á Facebook-síðu sinni. Stöðuuppfærslan er svar við því sem fram kom í viðtali í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Magnús Orri Schram frá því að hann hyggðist bjóða sig fram sem formann Samfylkingarinnar. Magnús Orri var annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar, hinn var Oddný G. Harðardóttir, í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og möguleg viðbrögð þingsins í tengslum við niðurstöður hennar.Sjá einnig:Vill endurnýja forystu Samfylkingarinnar Nefndin gaf út skýrslu um störf sín en að auki lagði hún fram þingsályktunartillögu þess efni að höfða skyldi mál á hendur Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðssyni fyrir Landsdómi. Magnús Orri og Oddný stóðu að vísu ekki að þeirri tillögu heldur lögðu fram sína eigin þar sem Björgvin G. var undanskilinn ákæru. Meðferð málsins var umdeild en meðal annars var sett út á það að öll gögn í tengslum við ákærurnar væru ekki gerð aðgengileg þingmönnum. Má meðal annars sjá það á ræðum þingmanna í umræðum um málið. Í meðförum þingsins var því hafnað að ákæra Björgvin, Ingibjörgu og Árna en mál gegn Geir Haarde var höfðað og hann sakfelldur í einum ákærulið af sex. Geir var ekki gerð refsing. Af stöðuuppfærslu Ingibjargar Sólrúnar má draga þá ályktun að Magnús Orri eigi ekki von á stuðningi úr þeirri átt í tengslum við framboð sitt.
Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómsmálið kostaði ríkið tæpar 118 milljónir Kostnaður ríkisins vegna landsdómsmálið gegn Geir Haarde í ár og í fyrra nam samtals tæpum 118 milljónum króna. 17. október 2012 07:22 Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. 26. ágúst 2013 12:00 Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn "Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. 24. apríl 2012 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Landsdómsmálið kostaði ríkið tæpar 118 milljónir Kostnaður ríkisins vegna landsdómsmálið gegn Geir Haarde í ár og í fyrra nam samtals tæpum 118 milljónum króna. 17. október 2012 07:22
Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10
SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. 26. ágúst 2013 12:00
Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn "Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. 24. apríl 2012 06:30