Trópískur flótti frá skammdeginu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2016 09:30 Innblásturinn að munstrunum sótti Tanja í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Vísir/Vilhelm Fatalínan er tileinkuð okkur sem hlaupum út á stuttermabolnum og spókum okkur í miðbænum um leið og snjórinn hverfur og það fer að glitta í sólina, þó svo að hitastigið sé ekki svo hátt,“ segir fata- og textílhönnuðurinn Tanja Huld Levý um fatalínuna Sýnódísk trópík sem sýnd verður á Eiðistorgi í dag. Línuna segir hún vera listlækningu við skammdegisþunglyndi og segist hún hafa sótt aðalinnblásturinn í eigið skammdegisþunglyndi. „Yfirleitt hef ég áorkað litlu og skort orku fyrstu mánuði ársins. Í fyrra tók ég þátt í HönnunarMars í fyrsta skipti og var orðin spennt fyrir sýningunni í byrjun janúar. Þannig kom hugmyndin að næstu línu, að hún yrði listþerepía við skammdegisþunglyndi. Þessi lína er í raun veruleikaflótti frá hinum dimma, kalda hversdagsleika sem við Íslendingar upplifum á veturna.“ Í fyrri línu sinni, Eitri í flösku, vann Tanja með fegurðina í ljótleikanum og að þessu sinni vinnur hún einnig með andstæður þar sem hún finnur hið skemmtilega í leiðindunum. Hinu margumrædda skammdegi sem landsmenn ættu velflestir að kannast við. Áhersla er lögð á munstrin í línunni sem eru litrík og digital prentuð á lífræna bómull. „Fyrir munstrin sótti ég innblástur í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Þeir eru í raun að gogga í okkur til þess að vekja okkur upp úr þessum trópíska dagdraumi.“ Línan verður sýnd í suðrænu umhverfi Eiðistorgs sem Tanja segir hina fullkomnu staðsetningu fyrir trópískan raunveruleikaflótta. „Þegar það er þörf á raunveruleikaflótta þarf ekki að fara lengra en á Eiðistorg. Á veturna sérðu út um glerhýsið hversu slæmt veðrið er en það er suðræn sæla inni. Eiðistorg hlýjar mér um hjartarætur og ég elska þennan stað.“ Sýnódísk Trópík verður sýnd á Eiðistorgi í dag klukkan 14.00 til 18.00. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Fatalínan er tileinkuð okkur sem hlaupum út á stuttermabolnum og spókum okkur í miðbænum um leið og snjórinn hverfur og það fer að glitta í sólina, þó svo að hitastigið sé ekki svo hátt,“ segir fata- og textílhönnuðurinn Tanja Huld Levý um fatalínuna Sýnódísk trópík sem sýnd verður á Eiðistorgi í dag. Línuna segir hún vera listlækningu við skammdegisþunglyndi og segist hún hafa sótt aðalinnblásturinn í eigið skammdegisþunglyndi. „Yfirleitt hef ég áorkað litlu og skort orku fyrstu mánuði ársins. Í fyrra tók ég þátt í HönnunarMars í fyrsta skipti og var orðin spennt fyrir sýningunni í byrjun janúar. Þannig kom hugmyndin að næstu línu, að hún yrði listþerepía við skammdegisþunglyndi. Þessi lína er í raun veruleikaflótti frá hinum dimma, kalda hversdagsleika sem við Íslendingar upplifum á veturna.“ Í fyrri línu sinni, Eitri í flösku, vann Tanja með fegurðina í ljótleikanum og að þessu sinni vinnur hún einnig með andstæður þar sem hún finnur hið skemmtilega í leiðindunum. Hinu margumrædda skammdegi sem landsmenn ættu velflestir að kannast við. Áhersla er lögð á munstrin í línunni sem eru litrík og digital prentuð á lífræna bómull. „Fyrir munstrin sótti ég innblástur í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Þeir eru í raun að gogga í okkur til þess að vekja okkur upp úr þessum trópíska dagdraumi.“ Línan verður sýnd í suðrænu umhverfi Eiðistorgs sem Tanja segir hina fullkomnu staðsetningu fyrir trópískan raunveruleikaflótta. „Þegar það er þörf á raunveruleikaflótta þarf ekki að fara lengra en á Eiðistorg. Á veturna sérðu út um glerhýsið hversu slæmt veðrið er en það er suðræn sæla inni. Eiðistorg hlýjar mér um hjartarætur og ég elska þennan stað.“ Sýnódísk Trópík verður sýnd á Eiðistorgi í dag klukkan 14.00 til 18.00.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira