Fermingum hefur fækkað um rúma tíund Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2016 07:00 Séra Gísli Jónasson, prófastur við Breiðholtskirkju vísir/valli Á síðustu sex árum hefur fermingarbörnum þjóðkirkjunnar fækkað verulega. Þar sem þjóðkirkjan tekur ekki saman fjölda fermingarbarna eða aðra tölfræði tengda fermingum brá blaðamaður á það ráð að telja fermingarbörn í fermingarblaði Morgunblaðsins árið 2010 og árið 2016. Í þessum samanburði voru eingöngu kirkjur teknar með sem sendu upplýsingar um fjölda fermingarbarna bæði árin en það voru 47 kirkjur, þar af nær allar sóknir á höfuðborgarsvæðinu. Allar kirkjurnar í könnuninni eru innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan er að 2.229 börn fermast í ár í þessum tilteknu kirkjum en árið 2010 voru þau 2.676. Það er 17 prósenta fækkun en ef leiðrétt er fyrir minni árgang fermingarbarna í ár en fyrir sex árum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, er niðurstaðan um tólf prósenta fækkun. Í aðeins sjö sóknum hefur fermingarbörnum fjölgað og það óverulega í flestum tilfellum. Lindakirkja í Kópavogi er eina sóknin sem hefur sótt verulega í sig veðrið en þar er um 20 prósenta fjölgun að ræða. Fækkunin er aftur móti mest í Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Í Grafarvogi hefur fermingarbörnum fækkað um tæp fjörutíu prósent en þau eru helmingi færri í Hafnarfjarðarkirkju í ár en fyrir sex árum, hefur fækkað úr 167 í 82.Fækkun fermingarbarna er mest í Grafarvogs- og Hafnarfjarðarkirkju samkvæmt talningu á fermingarbörnum árin 2010 og 2016. Fréttablaðið/Stefán„Ég kann ekki skýringu á þessari miklu breytingu á þessu tímabili,“ segir sr. Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarfjarðarkirkju en hún starfaði ekki við kirkjuna frá 2003 til 2010. „Fyrir 2003 var algengt að börnin væru vel á annað hundrað. En undanfarin ár hafa þau verið í kringum áttatíu.“ Sr. Gísli Jónasson í Breiðholtskirkju segir helstu ástæðuna fyrir að fækkað hafi fermingarbörnum í hans sókn vera þá að innflytjendum fjölgar hratt í hverfinu. „Flest börnin sem eru af erlendu bergi brotin eru kaþólsk og fermast því ekki hjá okkur. Um leið hlýtur að teljast eðlilegt að þjóðkirkjuhlutfallið lækki. Einnig hefur börnum fækkað mjög hratt í hverfinu. Það voru 1.500 börn í Breiðholtsskóla þegar mest var en nú eru innan við 400 börn í skólanum.“ Ekki er þó hægt að skýra fækkun um fjögur hundruð börn með fermingum í kaþólsku kirkjunni eða borgaralegri fermingu. Á þessu sex ára tímabili hafa 150 fleiri börn fermst borgaralega en kaþólskum fermingum hefur í raun fækkað frá árinu 2007 þegar þær náðu hámarki. Börn og uppeldi Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Á síðustu sex árum hefur fermingarbörnum þjóðkirkjunnar fækkað verulega. Þar sem þjóðkirkjan tekur ekki saman fjölda fermingarbarna eða aðra tölfræði tengda fermingum brá blaðamaður á það ráð að telja fermingarbörn í fermingarblaði Morgunblaðsins árið 2010 og árið 2016. Í þessum samanburði voru eingöngu kirkjur teknar með sem sendu upplýsingar um fjölda fermingarbarna bæði árin en það voru 47 kirkjur, þar af nær allar sóknir á höfuðborgarsvæðinu. Allar kirkjurnar í könnuninni eru innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan er að 2.229 börn fermast í ár í þessum tilteknu kirkjum en árið 2010 voru þau 2.676. Það er 17 prósenta fækkun en ef leiðrétt er fyrir minni árgang fermingarbarna í ár en fyrir sex árum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, er niðurstaðan um tólf prósenta fækkun. Í aðeins sjö sóknum hefur fermingarbörnum fjölgað og það óverulega í flestum tilfellum. Lindakirkja í Kópavogi er eina sóknin sem hefur sótt verulega í sig veðrið en þar er um 20 prósenta fjölgun að ræða. Fækkunin er aftur móti mest í Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Í Grafarvogi hefur fermingarbörnum fækkað um tæp fjörutíu prósent en þau eru helmingi færri í Hafnarfjarðarkirkju í ár en fyrir sex árum, hefur fækkað úr 167 í 82.Fækkun fermingarbarna er mest í Grafarvogs- og Hafnarfjarðarkirkju samkvæmt talningu á fermingarbörnum árin 2010 og 2016. Fréttablaðið/Stefán„Ég kann ekki skýringu á þessari miklu breytingu á þessu tímabili,“ segir sr. Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarfjarðarkirkju en hún starfaði ekki við kirkjuna frá 2003 til 2010. „Fyrir 2003 var algengt að börnin væru vel á annað hundrað. En undanfarin ár hafa þau verið í kringum áttatíu.“ Sr. Gísli Jónasson í Breiðholtskirkju segir helstu ástæðuna fyrir að fækkað hafi fermingarbörnum í hans sókn vera þá að innflytjendum fjölgar hratt í hverfinu. „Flest börnin sem eru af erlendu bergi brotin eru kaþólsk og fermast því ekki hjá okkur. Um leið hlýtur að teljast eðlilegt að þjóðkirkjuhlutfallið lækki. Einnig hefur börnum fækkað mjög hratt í hverfinu. Það voru 1.500 börn í Breiðholtsskóla þegar mest var en nú eru innan við 400 börn í skólanum.“ Ekki er þó hægt að skýra fækkun um fjögur hundruð börn með fermingum í kaþólsku kirkjunni eða borgaralegri fermingu. Á þessu sex ára tímabili hafa 150 fleiri börn fermst borgaralega en kaþólskum fermingum hefur í raun fækkað frá árinu 2007 þegar þær náðu hámarki.
Börn og uppeldi Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira