Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson skrifar 21. mars 2016 15:10 Stjórnarandstaðan talar nú um að leggja fram vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra vegna erlendra eigna eiginkonu hans, á þeim grundvelli að hann hefði átt að upplýsa um þessar eignir löngu fyrr. Þetta er nokkuð merkileg krafa frá stjórnarandstöðunni þar sem engum þingmanni né ráðherra er skylt að gefa upp séreignir maka síns. Þess fyrir utan hefur það alltaf legið fyrir að eiginkona forsætisráðherra sé sterkefnuð kona. Aðrir leggja málið þannig upp að hægt sé að rengja hæfi forsætisráðherra, þar sem eiginkona hans átti kröfur í þrotabú föllnu bankana. Það verður með sanni segjast að það þykir mér heldur langsótt. Sigmundur Davíð er sá maður sem hefur gengið hvað harðast gegn kröfuhöfunum frá því hann kom í pólitík og undir hans stjórn var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða krónur, beint eða óbeint. Ekkert var gefið eftir í þeirri vinnu og þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mjög fyrir orð sín um uppgjör föllnu bankanna í síðustu Alþingiskosningum - það sem hann væri að leggja til væri hreinlega óraunhæft og lýðskrum - hefur hvert einasta atriði í þeim málflutningi hans staðist. Í raun má segja að efnahagslegt kraftaverk hafi verið unnið á tíma Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra. Ef hans framsýni og eindrægni í því að heimta fjármuni af kröfuhöfum föllnu bankanna hefði ekki notið við þá væri íslenska þjóðarbúið í vondum málum í dag. Það að reyna að gera forsætisráðherra ótrúverðugan í þessu máli er ekki stórmannlegt. Nær væri að þakka Sigmundi Davíð fyrir vel unnið verk. Hann er leiðtogi sem nær árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan talar nú um að leggja fram vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra vegna erlendra eigna eiginkonu hans, á þeim grundvelli að hann hefði átt að upplýsa um þessar eignir löngu fyrr. Þetta er nokkuð merkileg krafa frá stjórnarandstöðunni þar sem engum þingmanni né ráðherra er skylt að gefa upp séreignir maka síns. Þess fyrir utan hefur það alltaf legið fyrir að eiginkona forsætisráðherra sé sterkefnuð kona. Aðrir leggja málið þannig upp að hægt sé að rengja hæfi forsætisráðherra, þar sem eiginkona hans átti kröfur í þrotabú föllnu bankana. Það verður með sanni segjast að það þykir mér heldur langsótt. Sigmundur Davíð er sá maður sem hefur gengið hvað harðast gegn kröfuhöfunum frá því hann kom í pólitík og undir hans stjórn var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða krónur, beint eða óbeint. Ekkert var gefið eftir í þeirri vinnu og þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mjög fyrir orð sín um uppgjör föllnu bankanna í síðustu Alþingiskosningum - það sem hann væri að leggja til væri hreinlega óraunhæft og lýðskrum - hefur hvert einasta atriði í þeim málflutningi hans staðist. Í raun má segja að efnahagslegt kraftaverk hafi verið unnið á tíma Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra. Ef hans framsýni og eindrægni í því að heimta fjármuni af kröfuhöfum föllnu bankanna hefði ekki notið við þá væri íslenska þjóðarbúið í vondum málum í dag. Það að reyna að gera forsætisráðherra ótrúverðugan í þessu máli er ekki stórmannlegt. Nær væri að þakka Sigmundi Davíð fyrir vel unnið verk. Hann er leiðtogi sem nær árangri.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar