Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2016 21:30 Saleh Abdeslam er nú haldið í fangelsi í Brugge í Belgíu. Vísir/AFP Grunaði hryðjuverkamaðurinn Salah Abdeslam hefur greint lögreglu frá því við yfirheyrslu að hann hafi verið að vinna að skipulagningu hryðjuverkaárásar í Brussel. Frá þessu greinir belgíski utanríkisráðherrann Didier Reynders. Reynders segir að þetta kunni vel að vera rétt, sé litið til þess magns vopna sem hald hefur verið lagt á og þeirra manna sem Abdeslam hafi umgengst á flótta sínum. Ekki sé ljóst hvar í borginni Abdeslam og félagar hans hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk. Ráðherrann segir að framundan séu fleiri handtökur. Abdeslam var handtekinn í Molenbeek, úthverfi Brusselborgar, á föstudaginn, en hann er talinn hafa komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna í París þann 13. nóvember síðastliðinn. Hann hafi upphaflega átt að sprengja sjálfan sig í loft upp á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, en hætt við á síðustu stundu.Sjá einnig: Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Franski saksóknarinn Francois Molins fullyrðir að Abdeslam hafi gegnt lykilhlutverki í undirbúningi og framkvæmd árásanna þar sem 130 manns fórust. Á hann að hafa keyrt aðra hryðjuverkamenn milli staða í álfunni, auk þess að kaupa efni ætlað til að búa til sprengjur. Belgíski saksóknarinn Frederic Van Leeuw segir að svo virðist sem að Abdeslam hafi aldrei yfirgefið Brussel eftir að hann kom þangað skömmu eftir árásirnar í París í nóvember. Hann hafi verið í felum hjá ættingjum, vinum og smáglæpamönnum áður en hann var handtekinn í Molenbeek, hverfinu sem hann ólst upp. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Grunaði hryðjuverkamaðurinn Salah Abdeslam hefur greint lögreglu frá því við yfirheyrslu að hann hafi verið að vinna að skipulagningu hryðjuverkaárásar í Brussel. Frá þessu greinir belgíski utanríkisráðherrann Didier Reynders. Reynders segir að þetta kunni vel að vera rétt, sé litið til þess magns vopna sem hald hefur verið lagt á og þeirra manna sem Abdeslam hafi umgengst á flótta sínum. Ekki sé ljóst hvar í borginni Abdeslam og félagar hans hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk. Ráðherrann segir að framundan séu fleiri handtökur. Abdeslam var handtekinn í Molenbeek, úthverfi Brusselborgar, á föstudaginn, en hann er talinn hafa komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna í París þann 13. nóvember síðastliðinn. Hann hafi upphaflega átt að sprengja sjálfan sig í loft upp á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, en hætt við á síðustu stundu.Sjá einnig: Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Franski saksóknarinn Francois Molins fullyrðir að Abdeslam hafi gegnt lykilhlutverki í undirbúningi og framkvæmd árásanna þar sem 130 manns fórust. Á hann að hafa keyrt aðra hryðjuverkamenn milli staða í álfunni, auk þess að kaupa efni ætlað til að búa til sprengjur. Belgíski saksóknarinn Frederic Van Leeuw segir að svo virðist sem að Abdeslam hafi aldrei yfirgefið Brussel eftir að hann kom þangað skömmu eftir árásirnar í París í nóvember. Hann hafi verið í felum hjá ættingjum, vinum og smáglæpamönnum áður en hann var handtekinn í Molenbeek, hverfinu sem hann ólst upp.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30
Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30
Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40