Snorri gæti sloppið við að fara í aðgerð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2016 06:30 Framhaldið ræðst hjá Snorra í dag. fréttablaðið/anton brink „Það er auðvitað hundfúlt að meiðast svona en það er lítið við þessu að gera. Svona er sportið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, en hann ristarbrotnaði í leiknum gegn Noregi á þriðjudag. „Ég veit eiginlega ekki hvernig þetta gerðist. Ég var að hlaupa til baka og virðist hafa rekist í annan mann og komið eitthvað vitlaust niður. Það er afar sérstakt að meiðast svona en það hefur nú loðað við mig að lenda í sérstökum meiðslum þá sjaldan ég meiðist. Ég hef verið heppinn hvað meiðsli varðar í gegnum tíðina.“ Farið var með Snorra upp á sjúkrahús í Þrándheimi þar sem í ljós kom að hann var ristarbrotinn. Læknir landsliðsins, Brynjólfur Jónsson, mun skoða myndirnar af Snorra og svo hitta hann í dag til þess að ákveða framhaldið. „Það á eftir að taka ákvörðun með framhaldið en við förum yfir þetta saman og í samráði við félag mitt í Frakklandi. Það lítur út fyrir að ég gæti sloppið við aðgerð en þó ekki hægt að fullyrða um það á þessari stundu. Það þarf að skoða þetta allt betur áður,“ segir Snorri en læknar segja að þetta geti þýtt að hann verði frá í að minnsta kosti átta til tíu vikur. Snorri er þó vongóður um að hann geti snúið fyrr til baka. „Ég held í vonina um að ná einhverjum leik eða leikjum á þessum mánuði sem er eftir af tímabilinu. Svo eru auðvitað mikilvægir leikir með landsliðinu í júní sem ég vil helst taka þátt í. Ég reyni að vera jákvæður og vonandi fæ ég einhver jákvæð svör eftir fundi mína með lækninum.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
„Það er auðvitað hundfúlt að meiðast svona en það er lítið við þessu að gera. Svona er sportið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, en hann ristarbrotnaði í leiknum gegn Noregi á þriðjudag. „Ég veit eiginlega ekki hvernig þetta gerðist. Ég var að hlaupa til baka og virðist hafa rekist í annan mann og komið eitthvað vitlaust niður. Það er afar sérstakt að meiðast svona en það hefur nú loðað við mig að lenda í sérstökum meiðslum þá sjaldan ég meiðist. Ég hef verið heppinn hvað meiðsli varðar í gegnum tíðina.“ Farið var með Snorra upp á sjúkrahús í Þrándheimi þar sem í ljós kom að hann var ristarbrotinn. Læknir landsliðsins, Brynjólfur Jónsson, mun skoða myndirnar af Snorra og svo hitta hann í dag til þess að ákveða framhaldið. „Það á eftir að taka ákvörðun með framhaldið en við förum yfir þetta saman og í samráði við félag mitt í Frakklandi. Það lítur út fyrir að ég gæti sloppið við aðgerð en þó ekki hægt að fullyrða um það á þessari stundu. Það þarf að skoða þetta allt betur áður,“ segir Snorri en læknar segja að þetta geti þýtt að hann verði frá í að minnsta kosti átta til tíu vikur. Snorri er þó vongóður um að hann geti snúið fyrr til baka. „Ég held í vonina um að ná einhverjum leik eða leikjum á þessum mánuði sem er eftir af tímabilinu. Svo eru auðvitað mikilvægir leikir með landsliðinu í júní sem ég vil helst taka þátt í. Ég reyni að vera jákvæður og vonandi fæ ég einhver jákvæð svör eftir fundi mína með lækninum.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira