Eldhraun skilar litlu vatni út í veiðiárnar Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2016 22:15 Hamfarahlaupið sem kom í Skaftá í haust virðist hafa haft þau áhrif að grunnvatnsstaða í Eldhrauni hefur aldrei mælst lægri. Þekktar veiðiár, eins og Grenlækur, eru nánast vatnslausar. Þetta var stærsta Skaftárhlaup sögunnar, það eyðilagði brýr og vegi, en flæmdist líka yfir hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783 og það er að hafa sínar afleiðingar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra Zóphóníasson, jarðfræðing á Veðurstofu Íslands, um stöðuna, en viðtalið má sjá hér að ofan. Hlaupið rauf einnig nokkra varnargarða sem höfðu þann tilgang að halda vatnsrennsli frá aðalfarveginum, Eldvatni, og beina því austur á bóginn. Þetta veldur því að dregið hefur úr rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur og einnig fer nú minna vatn út í Eldhraun. Þurrviðri í stöðugri norðanátt að undanförnu hefur svo hjálpað til að snarlækka grunnvatnsstöðu og hefur hún aldrei mælst lægri í Fljótsbotni í Eldhrauni. Lindir og þekktar veiðiár, sem spretta undan hrauninu, eru að þorna. Flogið yfir Skaftárhlaupið í haust. Með flóðvatninu barst mikill aur út í Eldhraun sem þéttir hraunið. Lengi hefur verið deilt um það hversu mikið mannskepnan eigi að grípa inn í þetta ferli með varnargörðum. Slíkum vatnaveitingum út á hraunið fylgir aurburður og sandfok, sem ekki eru allir á eitt sáttir við, að sögn Snorra. En hvað er þá til ráða? “Ég veit það ekki. Ég myndi nú, held ég, laga þessar stíflur, sem veita vatninu austur, til þess að hressa upp á grunnvatnið,” svarar Snorri. Hlaup í Skaftá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hamfarahlaupið sem kom í Skaftá í haust virðist hafa haft þau áhrif að grunnvatnsstaða í Eldhrauni hefur aldrei mælst lægri. Þekktar veiðiár, eins og Grenlækur, eru nánast vatnslausar. Þetta var stærsta Skaftárhlaup sögunnar, það eyðilagði brýr og vegi, en flæmdist líka yfir hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783 og það er að hafa sínar afleiðingar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra Zóphóníasson, jarðfræðing á Veðurstofu Íslands, um stöðuna, en viðtalið má sjá hér að ofan. Hlaupið rauf einnig nokkra varnargarða sem höfðu þann tilgang að halda vatnsrennsli frá aðalfarveginum, Eldvatni, og beina því austur á bóginn. Þetta veldur því að dregið hefur úr rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur og einnig fer nú minna vatn út í Eldhraun. Þurrviðri í stöðugri norðanátt að undanförnu hefur svo hjálpað til að snarlækka grunnvatnsstöðu og hefur hún aldrei mælst lægri í Fljótsbotni í Eldhrauni. Lindir og þekktar veiðiár, sem spretta undan hrauninu, eru að þorna. Flogið yfir Skaftárhlaupið í haust. Með flóðvatninu barst mikill aur út í Eldhraun sem þéttir hraunið. Lengi hefur verið deilt um það hversu mikið mannskepnan eigi að grípa inn í þetta ferli með varnargörðum. Slíkum vatnaveitingum út á hraunið fylgir aurburður og sandfok, sem ekki eru allir á eitt sáttir við, að sögn Snorra. En hvað er þá til ráða? “Ég veit það ekki. Ég myndi nú, held ég, laga þessar stíflur, sem veita vatninu austur, til þess að hressa upp á grunnvatnið,” svarar Snorri.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira