Norska leiðin farin á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2016 06:00 Axel Stefánsson er kominn heim frá Noregi og fær það vandasama verkefni að byggja aftur upp íslenska kvennalandsliðið í handbolta. vísir/Stefán Nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta var kynntur til leiks í gær. Sá heitir Axel og er Stefánsson, 45 ára gamall Akureyringur sem hefur verið búsettur í Noregi undanfarinn áratug. Axel tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem hætti eftir undankeppni EM 2016 sem lauk um síðustu helgi. Axel, sem var góður markvörður á sínum tíma, skrifaði undir þriggja ára samning við en hann mun búa áfram í Noregi. Axel hefur unnið fyrir norska handknattleikssambandið frá 2010 og stýrt bæði yngri landsliðum Noregs í kvennaflokki sem og B-landsliðinu sem vann íslenska A-landsliðið í æfingaleikjum á síðasta ári. Þar starfaði Axel m.a. náið með Þóri Hergeirssyni sem hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið á undanförnum árum. Noregur hefur verið í fremstu röð í kvennahandboltanum um langt árabil og HSÍ horfir til gömlu herraþjóðarinnar varðandi uppbyggingu á íslenska landsliðinu sem hefur verið í lægð undanfarin ár. En út á hvað gengur þessi norska leið sem HSÍ hefur ákveðið að fara? „Hún felst mikið í samstarfi við leikmenn og félögin. Við komum til með að setja upp ákveðin prógrömm fyrir leikmenn og því verður svo fylgt eftir. Við vitum að á endanum eru það alltaf leikmennirnir sem vinna vinnuna. Mitt hlutverk er að hjálpa þeim sem mest svo við náum okkar markmiðum,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslenska liðinu gekk illa í undankeppni EM 2016 og vann aðeins einn af sex leikjum sínum þar og tapaði tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Þýskalandi, með samtals 16 marka mun. Þrátt fyrir brösótt gengi að undanförnu sér Axel tækifæri í íslenskum kvennahandbolta. „Mér líka áskoranir og það sem ég hef séð. Það eru margir spennandi leikmenn í íslenska liðinu en það eru ákveðin atriði sem þarf að vinna með. Það eru tækifæri til að búa til gott lið,“ sagði Axel sem er ekki enn búinn að finna sér aðstoðarmann en segir að hann verði íslenskur. Eftir tapið fyrir Frakklandi í síðustu viku gagnrýndi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir líkamlegt ásigkomulag íslensku leikmannanna og sagði að Ísland stæði bestu landsliðum heims langt að baki í þeim efnum. Axel segir að það þurfi að vinna meira í líkamlega þættinum hjá íslenskum leikmönnum og ætlar að gera bragarbót þar á. „Nú förum við í það að finna fólk til að gera mælingar á leikmönnum. En það mikilvægasta er að vinna þá vinnu sem þarf til að auka hlaupagetu og líkamsstyrk leikmanna. Kvennahandboltinn verður alltaf betri og betri í þeim efnum og það eru fleiri lið í heiminum sem eru betur þjálfuð,“ sagði Axel sem hyggst ræða við þá leikmenn sem hafa verið í landsliðinu að undanförnu til að heyra þeirra álit á málefnum liðsins. Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 og Axel setur stefnuna á að komast þangað aftur. „HSÍ hefur það markmið að vera með lið á stórmótum í kvennaflokki og við vinnum út frá því. Efniviðurinn er til staðar. Ég sá mikið af leikjum í úrslitakeppninni og það voru margir skemmtilegir og fínir leikir. En það er klárt að við þurfum að skoða hversu mikið og hvernig við æfum,“ sagði Axel. Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta var kynntur til leiks í gær. Sá heitir Axel og er Stefánsson, 45 ára gamall Akureyringur sem hefur verið búsettur í Noregi undanfarinn áratug. Axel tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem hætti eftir undankeppni EM 2016 sem lauk um síðustu helgi. Axel, sem var góður markvörður á sínum tíma, skrifaði undir þriggja ára samning við en hann mun búa áfram í Noregi. Axel hefur unnið fyrir norska handknattleikssambandið frá 2010 og stýrt bæði yngri landsliðum Noregs í kvennaflokki sem og B-landsliðinu sem vann íslenska A-landsliðið í æfingaleikjum á síðasta ári. Þar starfaði Axel m.a. náið með Þóri Hergeirssyni sem hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið á undanförnum árum. Noregur hefur verið í fremstu röð í kvennahandboltanum um langt árabil og HSÍ horfir til gömlu herraþjóðarinnar varðandi uppbyggingu á íslenska landsliðinu sem hefur verið í lægð undanfarin ár. En út á hvað gengur þessi norska leið sem HSÍ hefur ákveðið að fara? „Hún felst mikið í samstarfi við leikmenn og félögin. Við komum til með að setja upp ákveðin prógrömm fyrir leikmenn og því verður svo fylgt eftir. Við vitum að á endanum eru það alltaf leikmennirnir sem vinna vinnuna. Mitt hlutverk er að hjálpa þeim sem mest svo við náum okkar markmiðum,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslenska liðinu gekk illa í undankeppni EM 2016 og vann aðeins einn af sex leikjum sínum þar og tapaði tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Þýskalandi, með samtals 16 marka mun. Þrátt fyrir brösótt gengi að undanförnu sér Axel tækifæri í íslenskum kvennahandbolta. „Mér líka áskoranir og það sem ég hef séð. Það eru margir spennandi leikmenn í íslenska liðinu en það eru ákveðin atriði sem þarf að vinna með. Það eru tækifæri til að búa til gott lið,“ sagði Axel sem er ekki enn búinn að finna sér aðstoðarmann en segir að hann verði íslenskur. Eftir tapið fyrir Frakklandi í síðustu viku gagnrýndi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir líkamlegt ásigkomulag íslensku leikmannanna og sagði að Ísland stæði bestu landsliðum heims langt að baki í þeim efnum. Axel segir að það þurfi að vinna meira í líkamlega þættinum hjá íslenskum leikmönnum og ætlar að gera bragarbót þar á. „Nú förum við í það að finna fólk til að gera mælingar á leikmönnum. En það mikilvægasta er að vinna þá vinnu sem þarf til að auka hlaupagetu og líkamsstyrk leikmanna. Kvennahandboltinn verður alltaf betri og betri í þeim efnum og það eru fleiri lið í heiminum sem eru betur þjálfuð,“ sagði Axel sem hyggst ræða við þá leikmenn sem hafa verið í landsliðinu að undanförnu til að heyra þeirra álit á málefnum liðsins. Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 og Axel setur stefnuna á að komast þangað aftur. „HSÍ hefur það markmið að vera með lið á stórmótum í kvennaflokki og við vinnum út frá því. Efniviðurinn er til staðar. Ég sá mikið af leikjum í úrslitakeppninni og það voru margir skemmtilegir og fínir leikir. En það er klárt að við þurfum að skoða hversu mikið og hvernig við æfum,“ sagði Axel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira