EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júní 2016 08:00 Ronaldo hafði lítinn áhuga á að skiptast á treyjum við Aron Einar Gunnarsson. vísir/getty Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Það hefur svo sem ekki skipt íslenska stuðningsmenn neinu máli en nú vilja allra þjóða kvikyndi tengja sig við land eldgosa, ísjaka og miðnætursólar. Portúgalskir stuðningsmenn segjast skammast sín fyrir Cristiano Ronaldo og Norðmenn minna á sterk tengsl sín við Ísland. Núna er kannski góður tími til að skrifa undir samning við Norðmenn þess efnis að Leifur heppni hafi verið Íslendingur. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson við blaðamenn í gær. Strákarnir okkar hafa fundið fyrir miklum áhuga að utan undanfarna mánuði, áhuga sem hefur aðeins aukist eftir komu liðsins hingað. Allt í einu eru m.a.s. íslenskir blaðamenn orðnir áhugaverðir. Getið þið útskýrt það af hverju strákarnir okkar eru svona góðir? Hvað finnst ykkur um Lars Lagerbäck? Hvað eru ykkar frábæru stuðningsmenn að syngja? Geturðu þýtt textann fyrir mig? Hegðun og ummæli Cristianos Ronaldo um okkar menn urðu til þess að athyglin á leiknum gegn Portúgal varð mun meiri en hún hefði orðið ella. Úrslitin eru frábær en langt í frá gríðarlega óvænt í sögulegu samhengi. Þótt þeir rauðklæddu hafi verið mun líklegri vissu allir sem hafa snefilsvit á fótbolta að okkar menn ættu möguleika. Svo er það að kunna að taka tapi, reyndar jafntefli í þessu tilfelli. Auðvelda leiðin fyrir Ronaldo hefði verið að hrósa litla liðinu fyrir elju og dugnað, láta skítkast eiga sig. Honum var það fyrirmunað og örugglega margir sem hafa stokkið á Messi-vagninn eftir ummæli hans um strákana okkar.vísir/stefánLeiknum lauk á tveimur aukaspyrnum utan teigs, tveimur dauðafærum fyrir Ronaldo. Báðar spyrnurnar fóru í varnarveginn og var flautað til leiksloka eftir þá síðari. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði okkar, ætlaði að skiptast á treyjum við Ronaldo, sem einnig er fyrirliði, en gekk í burtu. Nýtt viðurnefni Kristins R. Ólafssonar, Rögnvaldur Reginskita, gæti verið komið til að vera hjá sparkvissa Portúgalanum. Æfingin var blaut hjá strákunum í Annecy í gær. Ég sá reyndar ekki æfinguna en annað er óumflýjanlegt því það rigndi allan daginn. Rigningin kom í veg fyrir að fjölmiðlamótið í fótbolta gæti farið fram. Allajafna keppa fjölmiðlamenn í keilu í svona ferðum en afrekskeiluspilarinn Björn Sigurðsson, Böddi the great, gleymdi að bóka sal. Fram undan er ferðadagur til Marseille á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þar verður mikið húllumhæ hjá Íslendingum sem verða örugglega ekki færri en í Saint-Étienne þar sem átta þúsund landar okkar studdu okkar menn. Íslenska pressan fær að fljóta með strákunum í flugvélinni með loforði um að láta leikmennina í friði um borð í vélinni. Það loforð verður ekki svikið enda fullkomlega sjálfsagt. Strákarnir okkar eru hins vegar lítið að pæla í þjóðhátíðardeginum. „Ha? Fagna á morgun?“ sagði Jóhann Berg spurður af erlendu pressunni hvort íslensku strákarnir ætluðu að slá upp veislu í tilefni dagsins. „Leikurinn er á laugardag.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira
Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Það hefur svo sem ekki skipt íslenska stuðningsmenn neinu máli en nú vilja allra þjóða kvikyndi tengja sig við land eldgosa, ísjaka og miðnætursólar. Portúgalskir stuðningsmenn segjast skammast sín fyrir Cristiano Ronaldo og Norðmenn minna á sterk tengsl sín við Ísland. Núna er kannski góður tími til að skrifa undir samning við Norðmenn þess efnis að Leifur heppni hafi verið Íslendingur. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson við blaðamenn í gær. Strákarnir okkar hafa fundið fyrir miklum áhuga að utan undanfarna mánuði, áhuga sem hefur aðeins aukist eftir komu liðsins hingað. Allt í einu eru m.a.s. íslenskir blaðamenn orðnir áhugaverðir. Getið þið útskýrt það af hverju strákarnir okkar eru svona góðir? Hvað finnst ykkur um Lars Lagerbäck? Hvað eru ykkar frábæru stuðningsmenn að syngja? Geturðu þýtt textann fyrir mig? Hegðun og ummæli Cristianos Ronaldo um okkar menn urðu til þess að athyglin á leiknum gegn Portúgal varð mun meiri en hún hefði orðið ella. Úrslitin eru frábær en langt í frá gríðarlega óvænt í sögulegu samhengi. Þótt þeir rauðklæddu hafi verið mun líklegri vissu allir sem hafa snefilsvit á fótbolta að okkar menn ættu möguleika. Svo er það að kunna að taka tapi, reyndar jafntefli í þessu tilfelli. Auðvelda leiðin fyrir Ronaldo hefði verið að hrósa litla liðinu fyrir elju og dugnað, láta skítkast eiga sig. Honum var það fyrirmunað og örugglega margir sem hafa stokkið á Messi-vagninn eftir ummæli hans um strákana okkar.vísir/stefánLeiknum lauk á tveimur aukaspyrnum utan teigs, tveimur dauðafærum fyrir Ronaldo. Báðar spyrnurnar fóru í varnarveginn og var flautað til leiksloka eftir þá síðari. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði okkar, ætlaði að skiptast á treyjum við Ronaldo, sem einnig er fyrirliði, en gekk í burtu. Nýtt viðurnefni Kristins R. Ólafssonar, Rögnvaldur Reginskita, gæti verið komið til að vera hjá sparkvissa Portúgalanum. Æfingin var blaut hjá strákunum í Annecy í gær. Ég sá reyndar ekki æfinguna en annað er óumflýjanlegt því það rigndi allan daginn. Rigningin kom í veg fyrir að fjölmiðlamótið í fótbolta gæti farið fram. Allajafna keppa fjölmiðlamenn í keilu í svona ferðum en afrekskeiluspilarinn Björn Sigurðsson, Böddi the great, gleymdi að bóka sal. Fram undan er ferðadagur til Marseille á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þar verður mikið húllumhæ hjá Íslendingum sem verða örugglega ekki færri en í Saint-Étienne þar sem átta þúsund landar okkar studdu okkar menn. Íslenska pressan fær að fljóta með strákunum í flugvélinni með loforði um að láta leikmennina í friði um borð í vélinni. Það loforð verður ekki svikið enda fullkomlega sjálfsagt. Strákarnir okkar eru hins vegar lítið að pæla í þjóðhátíðardeginum. „Ha? Fagna á morgun?“ sagði Jóhann Berg spurður af erlendu pressunni hvort íslensku strákarnir ætluðu að slá upp veislu í tilefni dagsins. „Leikurinn er á laugardag.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira