Jóhann Berg: Frábært að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2016 19:15 Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, fagnar því að fleiri séu farnir að halda með Íslandi en strákarnir okkar eru orðnir uppáhaldslið ansi margra á EM í Frakklandi eftir frækna frammistöðu gegn Portúgal á þriðjudaginn. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn. Það er nokkuð ljóst. Er þetta ekki alltaf svona með litla liðið? Það fær alltaf mikinn stuðning og við finnum alveg fyrir því. Við sjáum á umfjölluninni um leikinn þegar Ronaldo sagði þetta um okkur að hann var jarðaður í fjölmiðlum eftir það. Það var fínt og frábært að sjá fyrir okkur að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum heldur fleiri,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag. Kári Árnason er, eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins, enn að reyna að ná að átta sig á stemningunni sem íslensku stuðningsmennirnir mynduðu í Saint-Étienne á þriðjudagskvöldið þar sem stúkan á Satade Goefrrey-Guicard var máluð blá. „Maður bjóst ekki við að 7-8 þúsund Íslendingar myndu þagga niður í heilum velli. Þetta var náttúrlega framar öllum vonum,“ sagði Kári. „Íslendingar eru þannig að þeir lifa í núinu og finnst gaman þegar vel gengur. Það er ekkert að því. Það er bara mikilvægt að leikmenn haldi sér á jörðinni og taki einn leik í einu.“ Á morgun er 17. júní, sjálfur þjóðhátíðardagurinn, dagurinn sem Íslendingar fagna sjálfstæði sínu. Norskur blaðamaður sem sat fundinn í dag vildi vita hvort strákarnir okkar ætluðu eitthvað að fagna á morgun en Jóhann Berg vissi hreinlega ekki um hvað maðurin var að tala. Einbeitingin á EM er svo mikil. „Fagna, á morgun eftir æfingu? Er hann á morgun? Nei við erum ekki að einbeita okkur að því og fögnum ekki. Vonandi fögnum við bara eftir næsta leik,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson og allir hlógu í salnum. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45 Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15 Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, fagnar því að fleiri séu farnir að halda með Íslandi en strákarnir okkar eru orðnir uppáhaldslið ansi margra á EM í Frakklandi eftir frækna frammistöðu gegn Portúgal á þriðjudaginn. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn. Það er nokkuð ljóst. Er þetta ekki alltaf svona með litla liðið? Það fær alltaf mikinn stuðning og við finnum alveg fyrir því. Við sjáum á umfjölluninni um leikinn þegar Ronaldo sagði þetta um okkur að hann var jarðaður í fjölmiðlum eftir það. Það var fínt og frábært að sjá fyrir okkur að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum heldur fleiri,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag. Kári Árnason er, eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins, enn að reyna að ná að átta sig á stemningunni sem íslensku stuðningsmennirnir mynduðu í Saint-Étienne á þriðjudagskvöldið þar sem stúkan á Satade Goefrrey-Guicard var máluð blá. „Maður bjóst ekki við að 7-8 þúsund Íslendingar myndu þagga niður í heilum velli. Þetta var náttúrlega framar öllum vonum,“ sagði Kári. „Íslendingar eru þannig að þeir lifa í núinu og finnst gaman þegar vel gengur. Það er ekkert að því. Það er bara mikilvægt að leikmenn haldi sér á jörðinni og taki einn leik í einu.“ Á morgun er 17. júní, sjálfur þjóðhátíðardagurinn, dagurinn sem Íslendingar fagna sjálfstæði sínu. Norskur blaðamaður sem sat fundinn í dag vildi vita hvort strákarnir okkar ætluðu eitthvað að fagna á morgun en Jóhann Berg vissi hreinlega ekki um hvað maðurin var að tala. Einbeitingin á EM er svo mikil. „Fagna, á morgun eftir æfingu? Er hann á morgun? Nei við erum ekki að einbeita okkur að því og fögnum ekki. Vonandi fögnum við bara eftir næsta leik,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson og allir hlógu í salnum. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45 Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15 Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira
Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45
Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15
Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00
Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00
Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00