Hvað á barnið að heita? Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. júní 2016 07:00 Innanríkisráðuneytið hyggst gera afar miklar breytingar á lögum um mannanöfn. Mannanafnanefnd og mannanafnaskrá verða einnig lagðar niður samkvæmt drögum að frumvarpi sem ráðuneytið kynnti í gær. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var meðal annars að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Breytingarnar koma ekki á óvart. Allt frá því Blær Bjarkardóttir vann dómsmál árið 2013 þar sem henni var heimilað að heita nafni sínu hefur umræðan um lagaumhverfi mannanafna verið hávær, þó umræðan sé að sjálfsögðu mun eldri. Héraðsdómur sagði í máli Blævar að rétturinn til nafns félli undir vernd stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Þannig má aðeins takmarka réttinn til nafns með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagðist Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, hafa áhyggjur af því að sú venja að íslensk börn bæru föður- eða móðurnöfn sín sem kenninöfn myndi leggjast af. Nú þegar væri farið að örla á þessu, heilu fjölskyldurnar tækju sér sama millinafnið og slepptu föðurnafninu, þannig að millinafnið væri í raun orðið eftirnafn. Guðrún er einn ötulasti baráttumaður þjóðarinnar fyrir vernd íslenskrar tungu. Og það er skiljanlegt að breytingar þessar valdi henni og öðrum sem hafa áhyggjur af íslenskunni áhyggjum. Mögulega eru áhyggjurnar réttmætar og ef til vill munu þessar breytingar á nöfnum hafa enn meiri áhrif á íslenskuna en þessi. En þau áhrif eru ásættanlegur fórnarkostnaður vegna þeirrar mannréttindaverndar sem frumvarpið veitir. Réttindum einstaklinga til að velja sér og niðjum sínum nöfn er veittur skýr og afdráttarlaus forgangur fram yfir hagsmuni annarra af því að takmarka það frelsi. Flestar heimildir ríkisvaldsins til afskipta af mannanöfnum eru felldar niður, til samræmis við mannréttindaákvæðin. Með breyttri samfélagsgerð hefur því sjónarmiði vaxið ásmegin að réttur manns til að ráða sjálfur nafni sínu og barna sinna vegi þyngra en hagsmunir samfélagsins af því að takmarka þennan rétt. Nafn hvers manns hefur verið talið einn mikilvægasti þáttur sjálfsmyndar hans. Hingað koma útlendingar sem verða hluti af íslensku samfélagi, eignast börn og Íslendingar fæðast í útlöndum þar sem þeir mega heita það sem þeir vilja. Forsjárhyggja mannanafnalaganna er úrelt í því nútímasamfélagi sem við höfum komið okkur upp. Sé vilji fyrir því, sem líklegt má telja að sé, að varðveita hefðir íslenskunnar sem snúa að mannanöfnum munu Íslendingar gera það sjálfir, án hjálpar frá sérfræðingum í nefndum á vegum hins opinbera. Foreldrar íslenskra barna verða hin nýja mannanafnanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Innanríkisráðuneytið hyggst gera afar miklar breytingar á lögum um mannanöfn. Mannanafnanefnd og mannanafnaskrá verða einnig lagðar niður samkvæmt drögum að frumvarpi sem ráðuneytið kynnti í gær. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var meðal annars að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Breytingarnar koma ekki á óvart. Allt frá því Blær Bjarkardóttir vann dómsmál árið 2013 þar sem henni var heimilað að heita nafni sínu hefur umræðan um lagaumhverfi mannanafna verið hávær, þó umræðan sé að sjálfsögðu mun eldri. Héraðsdómur sagði í máli Blævar að rétturinn til nafns félli undir vernd stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Þannig má aðeins takmarka réttinn til nafns með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagðist Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, hafa áhyggjur af því að sú venja að íslensk börn bæru föður- eða móðurnöfn sín sem kenninöfn myndi leggjast af. Nú þegar væri farið að örla á þessu, heilu fjölskyldurnar tækju sér sama millinafnið og slepptu föðurnafninu, þannig að millinafnið væri í raun orðið eftirnafn. Guðrún er einn ötulasti baráttumaður þjóðarinnar fyrir vernd íslenskrar tungu. Og það er skiljanlegt að breytingar þessar valdi henni og öðrum sem hafa áhyggjur af íslenskunni áhyggjum. Mögulega eru áhyggjurnar réttmætar og ef til vill munu þessar breytingar á nöfnum hafa enn meiri áhrif á íslenskuna en þessi. En þau áhrif eru ásættanlegur fórnarkostnaður vegna þeirrar mannréttindaverndar sem frumvarpið veitir. Réttindum einstaklinga til að velja sér og niðjum sínum nöfn er veittur skýr og afdráttarlaus forgangur fram yfir hagsmuni annarra af því að takmarka það frelsi. Flestar heimildir ríkisvaldsins til afskipta af mannanöfnum eru felldar niður, til samræmis við mannréttindaákvæðin. Með breyttri samfélagsgerð hefur því sjónarmiði vaxið ásmegin að réttur manns til að ráða sjálfur nafni sínu og barna sinna vegi þyngra en hagsmunir samfélagsins af því að takmarka þennan rétt. Nafn hvers manns hefur verið talið einn mikilvægasti þáttur sjálfsmyndar hans. Hingað koma útlendingar sem verða hluti af íslensku samfélagi, eignast börn og Íslendingar fæðast í útlöndum þar sem þeir mega heita það sem þeir vilja. Forsjárhyggja mannanafnalaganna er úrelt í því nútímasamfélagi sem við höfum komið okkur upp. Sé vilji fyrir því, sem líklegt má telja að sé, að varðveita hefðir íslenskunnar sem snúa að mannanöfnum munu Íslendingar gera það sjálfir, án hjálpar frá sérfræðingum í nefndum á vegum hins opinbera. Foreldrar íslenskra barna verða hin nýja mannanafnanefnd.