Fámennið Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. júní 2016 07:00 Fámennið skapar margvísleg vandamál á Íslandi. Kviðdómar myndu til dæmis aldrei ganga upp í íslensku réttarkerfi (þrátt fyrir réttarfar þjóðveldisaldar). Það væru of miklar líkur á því að einhver í kviðdómnum hefði tengsl við sakborning eða aðila máls hverju sinni. Eða þyrfti að eiga samskipti við hann síðar. Í sumum sveitarfélögum á Íslandi þekkjast allir með nafni og ef einhleypir Íslendingar fara á stefnumót þurfa þeir að fletta viðkomandi upp á Íslendingabók.is áður en alvara kemst í hlutina. Fleiri dæmi má telja. Þótt hér sé skrifað um þessi mál af léttúð mega lesendur ekki velkjast í vafa um að fámennið skapar okkur mun alvarlegri vandamál. Sum þeirra voru afhjúpuð eftir banka- og gjaldeyrishrunið þegar menn voru að reyna að átta sig á hvað hefði eiginlega gerst hér. Þrír hagfræðingar, Sigríður Benediktsdóttir, Jón Daníelsson og Gylfi Zoëga draga smæð landsins og fámennið sérstaklega fram sem sjálfstætt vandamál í greininni Lessons from a collapse of a financial system sem birtist árið 2011. Þar fjalla þau um ástæður bankahrunsins á Íslandi og lærdóma þess. Persónuleg sambönd og bakgrunnur skipta miklu máli í litlu samfélagi eins og Íslandi. Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, rekur í bók sinni Ævintýraeyjunni að stærsta vandamál Íslendinga hafi verið skortur á trausti. Stjórnendum þriggja stóru bankanna hafi ekki líkað vel við hver annan. Sérstaklega hafi sambandið milli bankastjóra Landsbankans og forstjóra Kaupþings verið slæmt. Þá hafi þáverandi seðlabankastjóri ekki treyst neinum bankastjóranna og engir þeirra hafi treyst honum. Til þess að toppa þetta hafi seðlabankastjóranum svo ekki líkað vel við formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins og átt í hnútukasti við viðskiptaráðherra í þokkabót. Þegar traust og opin skoðanaskipti hafi verið hvað mest aðkallandi þegar bankakerfið var á barmi hruns hafi menn haldið spilunum þétt að sér. Það er út af fyrir sig galið að íslenskt bankakerfi hafi orðið 10 sinnum verg landsframleiðsla Íslands inni á einu minnsta sjálfstæða myntsvæði heimsins. Hörmungarnar voru skrifaðar í skýin. En fámennið og smæðin var og er áfram sjálfstætt vandamál hér á landi. Willem H. Buiter aðalhagfræðingur Citigroup sagði á AGS-ráðstefnunni í Hörpu í október 2011 að mannauðurinn (e. talent pool) á Íslandi væri á stærð við ensku borgina Coventry. Að þessu sögðu er ekki hafið yfir vafa hvort það sé raunhæft að Íslendingar eigi og stjórni bönkum sem tengdir eru alþjóðlegum fjármálamarkaði eftir afnám gjaldeyrishafta. Sérstaklega ef bankarnir starfa í skjóli óbeinnar ríkisábyrgðar. Stóru lífeyrissjóðirnir eiga nú í viðræðum um kaup á Arion banka. Það er umhugsunarefni fyrir íslensk stjórnvöld hvort ekki sé skynsamlegt að fá erlent eignarhald að hinum bönkunum sem báðir eru í ríkiseigu með sameiningu við erlent fjármálafyrirtæki. Að minnsta kosti að öðrum þeirra ef það er á annað borð markmiðið að selja þá í fyllingu tímans. Svona í ljósi lærdóma sögunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Fámennið skapar margvísleg vandamál á Íslandi. Kviðdómar myndu til dæmis aldrei ganga upp í íslensku réttarkerfi (þrátt fyrir réttarfar þjóðveldisaldar). Það væru of miklar líkur á því að einhver í kviðdómnum hefði tengsl við sakborning eða aðila máls hverju sinni. Eða þyrfti að eiga samskipti við hann síðar. Í sumum sveitarfélögum á Íslandi þekkjast allir með nafni og ef einhleypir Íslendingar fara á stefnumót þurfa þeir að fletta viðkomandi upp á Íslendingabók.is áður en alvara kemst í hlutina. Fleiri dæmi má telja. Þótt hér sé skrifað um þessi mál af léttúð mega lesendur ekki velkjast í vafa um að fámennið skapar okkur mun alvarlegri vandamál. Sum þeirra voru afhjúpuð eftir banka- og gjaldeyrishrunið þegar menn voru að reyna að átta sig á hvað hefði eiginlega gerst hér. Þrír hagfræðingar, Sigríður Benediktsdóttir, Jón Daníelsson og Gylfi Zoëga draga smæð landsins og fámennið sérstaklega fram sem sjálfstætt vandamál í greininni Lessons from a collapse of a financial system sem birtist árið 2011. Þar fjalla þau um ástæður bankahrunsins á Íslandi og lærdóma þess. Persónuleg sambönd og bakgrunnur skipta miklu máli í litlu samfélagi eins og Íslandi. Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, rekur í bók sinni Ævintýraeyjunni að stærsta vandamál Íslendinga hafi verið skortur á trausti. Stjórnendum þriggja stóru bankanna hafi ekki líkað vel við hver annan. Sérstaklega hafi sambandið milli bankastjóra Landsbankans og forstjóra Kaupþings verið slæmt. Þá hafi þáverandi seðlabankastjóri ekki treyst neinum bankastjóranna og engir þeirra hafi treyst honum. Til þess að toppa þetta hafi seðlabankastjóranum svo ekki líkað vel við formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins og átt í hnútukasti við viðskiptaráðherra í þokkabót. Þegar traust og opin skoðanaskipti hafi verið hvað mest aðkallandi þegar bankakerfið var á barmi hruns hafi menn haldið spilunum þétt að sér. Það er út af fyrir sig galið að íslenskt bankakerfi hafi orðið 10 sinnum verg landsframleiðsla Íslands inni á einu minnsta sjálfstæða myntsvæði heimsins. Hörmungarnar voru skrifaðar í skýin. En fámennið og smæðin var og er áfram sjálfstætt vandamál hér á landi. Willem H. Buiter aðalhagfræðingur Citigroup sagði á AGS-ráðstefnunni í Hörpu í október 2011 að mannauðurinn (e. talent pool) á Íslandi væri á stærð við ensku borgina Coventry. Að þessu sögðu er ekki hafið yfir vafa hvort það sé raunhæft að Íslendingar eigi og stjórni bönkum sem tengdir eru alþjóðlegum fjármálamarkaði eftir afnám gjaldeyrishafta. Sérstaklega ef bankarnir starfa í skjóli óbeinnar ríkisábyrgðar. Stóru lífeyrissjóðirnir eiga nú í viðræðum um kaup á Arion banka. Það er umhugsunarefni fyrir íslensk stjórnvöld hvort ekki sé skynsamlegt að fá erlent eignarhald að hinum bönkunum sem báðir eru í ríkiseigu með sameiningu við erlent fjármálafyrirtæki. Að minnsta kosti að öðrum þeirra ef það er á annað borð markmiðið að selja þá í fyllingu tímans. Svona í ljósi lærdóma sögunnar.