Sænskur blaðamaður um Lars: „Við vorum orðnir gráðugir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 10:30 „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var,“ segir Robert Börjesson. Vísir/Vilhelm Sænska pressan var hætt að láta sér nægja að komast á stórmót. Krafan var orðin að vinna titla. Það var óraunhæf krafa segir sænskur blaðamaður. Samskipti íslenskra blaðamanna við Lars Lagerbäck hefur verið afar gott en sjálfur hefur hann kvartað yfir sænsku pressunni og þeirra samskiptum á árum áður. Robert Börjesson, íþróttafréttamaður hjá Expressen, segir að Lars hafi verið orðinn pirraður á sænsku fréttamönnunum.Krafa um titil „Við vorum oðrnir nokkuð gráðugir. Við komumst á hvert stórmótið á fætur öðru en gleymdum að við erum lítil þjóð,“ segir Börjesson og talar tölfræðin sínu máli. Svíar fóru á EM 2000, 2004 og 2008 og sömuleiðis á HM 2002 og 2006. Svíar komust ekki upp úr riðlinum á EM í Austurríki og Sviss 2008 sem voru vonbrigði. „Við vorum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að komast á stórmót. Okkur fannst vera kominn tími á að vinna titla í staðinn fyrir að vera ánægð með að komast í keppnina,“ segir Börjesson og rifjar upp mótið í Austurríki og Sviss. Þar töpuðu Svíar 2-0 gegn Rússum í lokaleik riðilsins og voru úr leik. Blaðamenn biðu Lagerbäck á flugvellinum og spurðu ásakandi: „Ætlarðu að segja af þér Lars?“Aldrei jafndáður og nú Lars framlengdi hins vegar samninginn og kláraði undankeppni HM 2010 þar sem farið var að anda köldu á milli fréttamanna og hans. Svíar voru hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina en tap gegn Dönum í næstsíðustu umferðinni þýddi að möguleikinn var úr sögunni. Börjesson segir að nú, sjö árum síðar, sé staðan allt önnur. „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var.“ Erik Hamrén tók við liðinu af Lars og lofaði sókndjörfum og skapandi bolta. Hann hafi hins vegar gleymt því að Svíar eru ekki sókndjarfir og skapandi heldur skipulagðir. „Við vorum kramdir,“ segir Börjesson og rifjar upp 4-1 tap gegn Hollendingum í undankeppni EM 2012. Þar hafi Svíar reynt að fella Hollendinga á eigin bragði en það hafi sannarlega klikkað. Smátt og smátt hafi Hamrén áttað sig á þessu og Svíþjóð smám saman orðið að Lagerbäck liði aftur, eins og Börjesson kemst að orði.Halda með Íslandi Svíar lögðu Dani í umspili um sæti á EM í Frakklandi. Börjesson fullyrðir að þeir hefðu aldrei unnið sigur hefði uppleggið ekki verið úr smiðju Lars. „Ég veit að margir Íslendingar velta fyrir sér hvers vegna við leyfðum honum að fara. Margir Svíar hugsa eins í dag,“ segir Börjesson en þakkar fyrir að Hamrén vinni eftir svipaðri hugmyndafræði í dag. Að hans sögn halda Svíar mikið með Íslandi, það sé klárlega þeirra b-lið. „Ekki bara útaf Lars heldur eru margir Svíar hrifnir af íslenska liðinu. Þið eruð svo lítið land, Leicester Evrópumótsins, en með marga frábæra leikmenn eins og Gylfa Þór Sigurðsosn. Kynslóðin sem fór á EM 21 árs liða sumarið 2011 hafi verið frábært og gaman sé að fylgjast með þróuninni. „Þegar Lars fer munum við áfram halda með Íslandi.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Sænska pressan var hætt að láta sér nægja að komast á stórmót. Krafan var orðin að vinna titla. Það var óraunhæf krafa segir sænskur blaðamaður. Samskipti íslenskra blaðamanna við Lars Lagerbäck hefur verið afar gott en sjálfur hefur hann kvartað yfir sænsku pressunni og þeirra samskiptum á árum áður. Robert Börjesson, íþróttafréttamaður hjá Expressen, segir að Lars hafi verið orðinn pirraður á sænsku fréttamönnunum.Krafa um titil „Við vorum oðrnir nokkuð gráðugir. Við komumst á hvert stórmótið á fætur öðru en gleymdum að við erum lítil þjóð,“ segir Börjesson og talar tölfræðin sínu máli. Svíar fóru á EM 2000, 2004 og 2008 og sömuleiðis á HM 2002 og 2006. Svíar komust ekki upp úr riðlinum á EM í Austurríki og Sviss 2008 sem voru vonbrigði. „Við vorum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að komast á stórmót. Okkur fannst vera kominn tími á að vinna titla í staðinn fyrir að vera ánægð með að komast í keppnina,“ segir Börjesson og rifjar upp mótið í Austurríki og Sviss. Þar töpuðu Svíar 2-0 gegn Rússum í lokaleik riðilsins og voru úr leik. Blaðamenn biðu Lagerbäck á flugvellinum og spurðu ásakandi: „Ætlarðu að segja af þér Lars?“Aldrei jafndáður og nú Lars framlengdi hins vegar samninginn og kláraði undankeppni HM 2010 þar sem farið var að anda köldu á milli fréttamanna og hans. Svíar voru hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina en tap gegn Dönum í næstsíðustu umferðinni þýddi að möguleikinn var úr sögunni. Börjesson segir að nú, sjö árum síðar, sé staðan allt önnur. „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var.“ Erik Hamrén tók við liðinu af Lars og lofaði sókndjörfum og skapandi bolta. Hann hafi hins vegar gleymt því að Svíar eru ekki sókndjarfir og skapandi heldur skipulagðir. „Við vorum kramdir,“ segir Börjesson og rifjar upp 4-1 tap gegn Hollendingum í undankeppni EM 2012. Þar hafi Svíar reynt að fella Hollendinga á eigin bragði en það hafi sannarlega klikkað. Smátt og smátt hafi Hamrén áttað sig á þessu og Svíþjóð smám saman orðið að Lagerbäck liði aftur, eins og Börjesson kemst að orði.Halda með Íslandi Svíar lögðu Dani í umspili um sæti á EM í Frakklandi. Börjesson fullyrðir að þeir hefðu aldrei unnið sigur hefði uppleggið ekki verið úr smiðju Lars. „Ég veit að margir Íslendingar velta fyrir sér hvers vegna við leyfðum honum að fara. Margir Svíar hugsa eins í dag,“ segir Börjesson en þakkar fyrir að Hamrén vinni eftir svipaðri hugmyndafræði í dag. Að hans sögn halda Svíar mikið með Íslandi, það sé klárlega þeirra b-lið. „Ekki bara útaf Lars heldur eru margir Svíar hrifnir af íslenska liðinu. Þið eruð svo lítið land, Leicester Evrópumótsins, en með marga frábæra leikmenn eins og Gylfa Þór Sigurðsosn. Kynslóðin sem fór á EM 21 árs liða sumarið 2011 hafi verið frábært og gaman sé að fylgjast með þróuninni. „Þegar Lars fer munum við áfram halda með Íslandi.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira