Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 15:55 Ragnar Sigurðsson hefur það gott og er öruggur á hótelinu. vísir/vilhelm Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja strákana okkar á liðshótelið í Annecy þar sem þeir dvelja á meðan mótinu stendur þegar þeir eru ekki á leikstað. Hótelið er ekki stórt en afskaplega huggulegt og á frábærum stað hálfa leið upp í fjalli með magnað útsýni yfir Annecy-vatnið. Þarna hafa þeir allt til alls og mátti sjá að strákunum líður vel.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana í bak og fyrir á hótelinu „Það er mjög gott að vera einir á hótelinu. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, í samtali við Vísi en hann hefur ferðast mikið með félagsliðum sínum á ferlinum sem og íslenska landsliðinu. „Þetta er það stór viðburður og allt í kringum mótið er svo stórt. Þetta kostar svo ógeðslega mikla peninga allt saman að mér finnst ekkert að því að við tökum heilt hótel út af fyrir okkur,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið er öryggisgæslan í kringum íslenska liðið gríðarleg. Á annað hundrað öryggisvarða koma að því að verja okkar menn og standa nokkrir þeirra vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlar fengu lögreglufylgd í liðsrútu Íslands á hótelið þar sem aldrei var stoppað á rauðu ljósi. Þegar að hótelinu var komið beið þar hópur lögreglumanna og annað eins af sérsveitarmönnum. „Það er svolítið öðruvísi að vera hérna með alla þessa öryggisverði. Maður hugsar alveg að það gæti eitthvað gerst. Þess vegna eru þeir nú hérna. En við verðum að leggja okkar traust á þá. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en einum öryggisvarðanna líkir hann við persónuna Jack Bauer úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum 24. „Það er einn hérna sem er orðinn samkeppnisaðili Togga (Þorgríms Þráinssonar). Þetta er algjör Jack Bauer, rosalega hávaxinn og myndarlegur karl sem gengur um með skammbyssu og bakpoka fullan af vopnum,“ sagði Ragnar brosandi. „Ef eitthvað gerist þá hleyp ég bara til hans. Þetta er aðalgaurinn. Það eru þrír eða fjórir hérna í kringum okkur en ef eitthvað kemur upp á þá fer ég beint í Bauerinn,“ sagði Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja strákana okkar á liðshótelið í Annecy þar sem þeir dvelja á meðan mótinu stendur þegar þeir eru ekki á leikstað. Hótelið er ekki stórt en afskaplega huggulegt og á frábærum stað hálfa leið upp í fjalli með magnað útsýni yfir Annecy-vatnið. Þarna hafa þeir allt til alls og mátti sjá að strákunum líður vel.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana í bak og fyrir á hótelinu „Það er mjög gott að vera einir á hótelinu. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, í samtali við Vísi en hann hefur ferðast mikið með félagsliðum sínum á ferlinum sem og íslenska landsliðinu. „Þetta er það stór viðburður og allt í kringum mótið er svo stórt. Þetta kostar svo ógeðslega mikla peninga allt saman að mér finnst ekkert að því að við tökum heilt hótel út af fyrir okkur,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið er öryggisgæslan í kringum íslenska liðið gríðarleg. Á annað hundrað öryggisvarða koma að því að verja okkar menn og standa nokkrir þeirra vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlar fengu lögreglufylgd í liðsrútu Íslands á hótelið þar sem aldrei var stoppað á rauðu ljósi. Þegar að hótelinu var komið beið þar hópur lögreglumanna og annað eins af sérsveitarmönnum. „Það er svolítið öðruvísi að vera hérna með alla þessa öryggisverði. Maður hugsar alveg að það gæti eitthvað gerst. Þess vegna eru þeir nú hérna. En við verðum að leggja okkar traust á þá. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en einum öryggisvarðanna líkir hann við persónuna Jack Bauer úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum 24. „Það er einn hérna sem er orðinn samkeppnisaðili Togga (Þorgríms Þráinssonar). Þetta er algjör Jack Bauer, rosalega hávaxinn og myndarlegur karl sem gengur um með skammbyssu og bakpoka fullan af vopnum,“ sagði Ragnar brosandi. „Ef eitthvað gerist þá hleyp ég bara til hans. Þetta er aðalgaurinn. Það eru þrír eða fjórir hérna í kringum okkur en ef eitthvað kemur upp á þá fer ég beint í Bauerinn,“ sagði Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13
Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49
Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35