Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 09:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Íslendingar ættu í kjölfar útgöngunnar að hafa forgöngu um að nálgast Bretland og sýna að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Sigmundur Davíð tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir það söguleg tíðindi. Hann segist lengi hafa haft áhyggjur af eðli og þróun Evrópusambandsins. „Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun, sem að mínu mati var og er hættuleg.“ Sigmundur segist sérstaklega hafa haft áhyggjur af veru Bretlands í Evrópusambandinu, sem hann segir aldrei hafa passað þar inn. Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. Um leið þurfi þó að takast að standa vörð um samvinnu Evrópulanda og þar geti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. „Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB,“ skrifar hann. „Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“Færslu Sigmundar Davíðs í heild sinni má lesa hér að neðan. Brexit Tengdar fréttir David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Íslendingar ættu í kjölfar útgöngunnar að hafa forgöngu um að nálgast Bretland og sýna að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Sigmundur Davíð tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir það söguleg tíðindi. Hann segist lengi hafa haft áhyggjur af eðli og þróun Evrópusambandsins. „Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun, sem að mínu mati var og er hættuleg.“ Sigmundur segist sérstaklega hafa haft áhyggjur af veru Bretlands í Evrópusambandinu, sem hann segir aldrei hafa passað þar inn. Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. Um leið þurfi þó að takast að standa vörð um samvinnu Evrópulanda og þar geti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. „Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB,“ skrifar hann. „Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“Færslu Sigmundar Davíðs í heild sinni má lesa hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30