Aðildarfólk yfir í fyrstu tölum Þórgnýr Einar Albertsson og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 24. júní 2016 07:00 Tesopi fyrir slaginn Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Hér er til að mynda þvottahús í Headington nærri Oxford nýtt sem kjörstaður. Umsjónarmenn bíða fyrstu kjósenda í gærmorgun. Nordicphotos/AFP Aðildarsinnar höfðu nauman meirihluta í fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort Bretland ætti að skilja sig frá Evrópusambandinu í gær. Kjörsókn var áætluð nálægt 70 prósentum. Í Newcastle voru 50,7 prósent fylgjandi aðild og 49,3 prósent á móti. Þá lágu fyrir niðurstöður frá Gíbraltar og Orkneyjum, en þar voru fleiri fylgjandi aðild líkt og búist hafði verið við. Fyrir kosningarnar höfðu sérfræðingar spáð því að ef kjörsókn væri lítil yrði líklegra að aðskilnaðarsinnar bæru sigur úr býtum. „Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur við fréttastofu í gær. Fyrstu tölur höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun og voru engar útgönguspár gerðar. Endanleg niðurstaða var hins vegar væntanleg um klukkan sex í morgun. Skoðanakannanir bentu til einkar spennandi kosninga og höfðu lengi gert.Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Þessi strætisvagn í borginni Kingston upon Hull var til að mynda nýttur sem kjörstaður. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPBlaðamaður Fréttablaðsins í Lundúnum sagði litla sem enga hátíðarstemningu á götum borgarinnar í gær þrátt fyrir að það væri kjördagur. Mikið hafi rignt, bæði í Lundúnum og um allt Suðaustur-Bretland. Þeir Lundúnabúar sem blaðamaður náði tali af á götum borgarinnar í gær voru einna helst skelkaðir enda mikið undir. Ef Bretar hafna aðskilnaði er óvíst að annað tækifæri fáist til þess að kjósa um aðskilnað frá Evrópusambandinu. Það hefur þó einu sinni verið gert áður en ráðist var í sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Breska pundið sem og fjármálamarkaðir hafa sveiflast eftir skoðanakönnunum síðustu vikur. Betur gengur og gengið er hærra þegar Evrópusinnar eru í meirihluta í könnunum en gengið hefur sveiflast niður á við þegar aðskilnaðarsinnar virðast fleiri. Þóra Helgadóttir, sem situr í fjármálaráði breska þingsins, sagði allflesta hagfræðinga sammála um að Brexit yrði slæmt fyrir hagkerfið. „Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu,“ sagði Þóra í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagði allt benda til þess að Bretar hefðu kosið gegn aðskilnaði. „Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun. Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í framtíðinni,“ sagði Farage í gær. Farage hefur barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Hvort sem þið hatið hann eða elskið hann, þá er þetta dagur Nigels Farage. Án hans hefði ekki verið hægt að kjósa um aðskilnað,“ segir í fyrirsögn fréttar Telegraph frá því í gær. Nokkrir Bretar lýstu á samfélagsmiðlum áhyggjum af því að kosningasvindl væri í uppsiglingu, því eingöngu hafi verið boðið upp á að fylla út kjörseðla með blýanti en ekki penna. Frá þessu greindi The Guardian. Talskona kosningastjórnarinnar sagði þó ekkert í lögum kveða á um penna eða blýanta. „Kjósendum er velkomið að koma með sína eigin penna,“ sagði hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júníNigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, gengur út af kjörstað. Nordicphotos/AFP Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Aðildarsinnar höfðu nauman meirihluta í fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort Bretland ætti að skilja sig frá Evrópusambandinu í gær. Kjörsókn var áætluð nálægt 70 prósentum. Í Newcastle voru 50,7 prósent fylgjandi aðild og 49,3 prósent á móti. Þá lágu fyrir niðurstöður frá Gíbraltar og Orkneyjum, en þar voru fleiri fylgjandi aðild líkt og búist hafði verið við. Fyrir kosningarnar höfðu sérfræðingar spáð því að ef kjörsókn væri lítil yrði líklegra að aðskilnaðarsinnar bæru sigur úr býtum. „Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur við fréttastofu í gær. Fyrstu tölur höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun og voru engar útgönguspár gerðar. Endanleg niðurstaða var hins vegar væntanleg um klukkan sex í morgun. Skoðanakannanir bentu til einkar spennandi kosninga og höfðu lengi gert.Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Þessi strætisvagn í borginni Kingston upon Hull var til að mynda nýttur sem kjörstaður. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPBlaðamaður Fréttablaðsins í Lundúnum sagði litla sem enga hátíðarstemningu á götum borgarinnar í gær þrátt fyrir að það væri kjördagur. Mikið hafi rignt, bæði í Lundúnum og um allt Suðaustur-Bretland. Þeir Lundúnabúar sem blaðamaður náði tali af á götum borgarinnar í gær voru einna helst skelkaðir enda mikið undir. Ef Bretar hafna aðskilnaði er óvíst að annað tækifæri fáist til þess að kjósa um aðskilnað frá Evrópusambandinu. Það hefur þó einu sinni verið gert áður en ráðist var í sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Breska pundið sem og fjármálamarkaðir hafa sveiflast eftir skoðanakönnunum síðustu vikur. Betur gengur og gengið er hærra þegar Evrópusinnar eru í meirihluta í könnunum en gengið hefur sveiflast niður á við þegar aðskilnaðarsinnar virðast fleiri. Þóra Helgadóttir, sem situr í fjármálaráði breska þingsins, sagði allflesta hagfræðinga sammála um að Brexit yrði slæmt fyrir hagkerfið. „Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu,“ sagði Þóra í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagði allt benda til þess að Bretar hefðu kosið gegn aðskilnaði. „Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun. Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í framtíðinni,“ sagði Farage í gær. Farage hefur barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Hvort sem þið hatið hann eða elskið hann, þá er þetta dagur Nigels Farage. Án hans hefði ekki verið hægt að kjósa um aðskilnað,“ segir í fyrirsögn fréttar Telegraph frá því í gær. Nokkrir Bretar lýstu á samfélagsmiðlum áhyggjum af því að kosningasvindl væri í uppsiglingu, því eingöngu hafi verið boðið upp á að fylla út kjörseðla með blýanti en ekki penna. Frá þessu greindi The Guardian. Talskona kosningastjórnarinnar sagði þó ekkert í lögum kveða á um penna eða blýanta. „Kjósendum er velkomið að koma með sína eigin penna,“ sagði hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júníNigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, gengur út af kjörstað. Nordicphotos/AFP
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira