Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 20:45 Burak Yilmaz fagnar marki sínu. Vísir/EPA Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. Tyrkir þurfa að treysta á hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun ætli þeir að komast í sextán liða úrslitin sem hefast um helgina. Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu án þess að skora mark en þeir léku á alls oddi í kvöld. Tyrkneska liðið tryggði sér þriðja sætið í riðlinum en slæm markatala liðsins gæti reynst Tyrkjum dýrkeypt þegar menn fara að reikna úr hvaða lið í 3.sæti eru með bestan árangur. Tyrkir eru með 3 stig en -2 í markatölu. Albanía er líka með 3 stig og -2 í markatölu og þessi tvö lið eru líkleg til að enda sem þessi tvö úr þriðja sæti sem komast ekki í sextán liða úrslitin. Hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun gætu þó breytt því. Það gæti vissulega farið svo að liðið í 3. sæti úr þeim riðlum náði ekki í þrjú stig eða meira. Úrslitin í leiknum í kvöld eru gríðarlega vonbrigði fyrir Tékka sem eins og kunnugt er unnu riðil Íslands í undankeppninni. Tékkar hefðu tryggt sig áfram með sigri í kvöld en eru þess í stað á leiðinni heim. Burak Yilmaz kom Tyrkjum í 1-0 strax á 10. mínútu eftir frábæran undirbúning Emre Mor en Emre Mor er einmitt á leiðinni til Borussia Dortmund. Tékkar áttu ágætar sóknir í fyrri hálfleik og voru nálægt því að jafna þegar Tomás Sivok skallaði í slá. Ozan Tufan bætti síðan við öðru marki Tyrkja á 65. mínútu með þrumuskot framhjá Petr Cech í marki Tékka. Það varð síðan síðasta mark leiksins og Tyrkir fögnuðu sínum fyrsta sigri á mótinu.Burak Yilmaz kemur Tyrklandi í 1-0 Tyrkland er komið yfir gegn tékkum! 1-0! #CZE #TUR #EMÍsland https://t.co/rUtjtfEOF1— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Ozan Tufan kemur Tyrkjum í 2-0 Mark! Tyrkland - Tékkland 2-0 #TUR #CZE #EMÍsland https://t.co/pOUPru7BVW— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. Tyrkir þurfa að treysta á hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun ætli þeir að komast í sextán liða úrslitin sem hefast um helgina. Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu án þess að skora mark en þeir léku á alls oddi í kvöld. Tyrkneska liðið tryggði sér þriðja sætið í riðlinum en slæm markatala liðsins gæti reynst Tyrkjum dýrkeypt þegar menn fara að reikna úr hvaða lið í 3.sæti eru með bestan árangur. Tyrkir eru með 3 stig en -2 í markatölu. Albanía er líka með 3 stig og -2 í markatölu og þessi tvö lið eru líkleg til að enda sem þessi tvö úr þriðja sæti sem komast ekki í sextán liða úrslitin. Hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun gætu þó breytt því. Það gæti vissulega farið svo að liðið í 3. sæti úr þeim riðlum náði ekki í þrjú stig eða meira. Úrslitin í leiknum í kvöld eru gríðarlega vonbrigði fyrir Tékka sem eins og kunnugt er unnu riðil Íslands í undankeppninni. Tékkar hefðu tryggt sig áfram með sigri í kvöld en eru þess í stað á leiðinni heim. Burak Yilmaz kom Tyrkjum í 1-0 strax á 10. mínútu eftir frábæran undirbúning Emre Mor en Emre Mor er einmitt á leiðinni til Borussia Dortmund. Tékkar áttu ágætar sóknir í fyrri hálfleik og voru nálægt því að jafna þegar Tomás Sivok skallaði í slá. Ozan Tufan bætti síðan við öðru marki Tyrkja á 65. mínútu með þrumuskot framhjá Petr Cech í marki Tékka. Það varð síðan síðasta mark leiksins og Tyrkir fögnuðu sínum fyrsta sigri á mótinu.Burak Yilmaz kemur Tyrklandi í 1-0 Tyrkland er komið yfir gegn tékkum! 1-0! #CZE #TUR #EMÍsland https://t.co/rUtjtfEOF1— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Ozan Tufan kemur Tyrkjum í 2-0 Mark! Tyrkland - Tékkland 2-0 #TUR #CZE #EMÍsland https://t.co/pOUPru7BVW— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira