Ómar gleymdi að spyrja meintan banamann Geirfinns hvað hann hét Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. ágúst 2016 12:10 Ómar segir það hafa verið erfitt að þaga yfir slíkum upplýsingum í öll þessi ár. Vísir/Samsett Ómar Ragnarsson segist ekki vita hvað maðurinn heitir, sem á að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Þá segist hann ekki vita hvort frásögnin í nýútkominni bók hans Hyldýpi sé sönn, en heldur ekki hvort hún sé ósönn. Ómar segist fyrir hartnær fjórtán árum hafa fengið upplýsingar um andlát Geirfinns og hvernig líki hans hafi verið komið fyrir en ekki getað farið með málið til lögreglu vegna trúnaðar við heimildamenn sína. Frásögnin kemur nú fram í nýrri bók Ómars, Hyldýpi.Ekki hægt að fullyrða að frásögnin sé sönn Í samtali við Vísi segist Ómar ekki vita hverjir viðmælendur hans voru árið 2002 eða hvað þau hétu. „Þetta bar þannig að, að þau biðja mig bara að hitta sig við Kaldárselsveginn og ég hitti þau þar og þá segja þau þessa sögu sem var svo áhugaverð að ég bara hlustaði, var ekki með neitt upptökutæki eða neitt til að skrifa niður,“ segir Ómar. „Þau voru greinilega ekki í andlegu jafnvægi og það skildi ég svo sem þegar þau útskýrðu aðdragandann að því að þau tala við mig. Þess vegna útskýrist svona vel af hverju þetta fór svona. Þess vegna er bókin þetta löng að það verður að búa til bæði andrúmsloft og aðstæður til að þetta sé trúverðugt, þessi saga.“ Ómar segist ekki geta fullyrt að frásögn sé sönn. „Nei alls ekki. Það kemur fram í byrjun bókarinnar. Þegar þú hefur ekki lík og ekki morðvopn og viðmælendur jafnvel alls ekki í jafnvægi,“ sagði Ómar í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. „Ég get hvorki sannað né afsannað neitt. Það eina sem ég veit er að ég er með sögu sem er mun trúverðugri en sú sem var fyrir.“ Hann segist ekki hafa getað gefið sér nægan tíma til að skrifa bókina árið 2002, vegna þess að þá hafi Kárahnjúkamálið staðið sem hæst.Ómar Ragnarsson í Harmageddon í morgun.visir/stefánGeirfinnsmálið verið Ómari hugleikið frá upphafi Ómar segist telja að nú sé rétti tíminn fyrir útgáfu bókarinnar vegna þess að málið sé komið fyrir endurupptökunefnd. „Á tímabili var ég orðinn áhyggjufullur yfir því að hún kæmi ekki út.“ Aðspurður segist Ómar telja sig nú hafa leyfi heimildarmanna sinna til að skrifa bókina. „Ég tel mig hafa það já. Það var þannig að fyrir tveimur árum seinna fékk ég meldingu frá manninum, sem ég man ekki hvað heitir, og ég held að ég hafi ekki spurt hann nafns því ég var svo upprifinn af þessu. Hann segir mér að þegar hann láti mig vita megi ég skrifa þetta. Þá var hún dáin, hin persónan. Ég veit ekki hvort hann er lifandi þessi maður, ég veit ekki hvað hann heitir.“ Ómar segir málið hafa verið sér hugleikið allt frá upphafi. alveg frá byrjun þegar ég þurfti að segja þjóðinni algjöra steypu, haldandi að það væri sannleikur. Alla tíð síðan hefur þetta mál verið mér mjög hugleikið og ég hef alltaf fylgst með því. Þetta var líka mál af þeirri stærð á sínum tíma að dómsmálaráðherrann, ríkisstjórnin og Alþingi dragast inn í málið. Það var meira að segja bein útsending frá Alþingi frá umræðum um þetta mál. Öll þjóðin engdist þessi ár svo mikið að þegar dæmt var þá sagði dómsmálaráðherra „það er miklu fargi létt af þjóðinni.“ Þegar ég heyrði manninn segja það þá vissi ég að það var engu fargi létt af þjóðinni. Þetta er mál sem getur ekki dáið.“ Í gærkvöldi fékk Ómar síðan símtal, sem hann segir keimlíkt samtalinu sem átti sér stað árið 2002. „Það var maður sem sagðist hafa þagað í fjörutíu ár. Hann er með þannig sögu að hann segir samt að ég megi ekki segja hver hann er, hver sagan er, að ég megi ekki gera neitt nema hann hringi í mig aftur. Hann sagði mér mjög merkilegan vinkil á þessu máli sem mér finnst mjög merkilegur og er þess eðlis að ég vona bara að hann hringi aftur.“ Ómar segir jafnframt að lögreglan hafi ekki sett sig í samband við sig vegna þess sem kemur fram í bókinni.Viðtalið við Ómar úr Harmageddon má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Tístarar grínast með Ómar og Geirfinn: Skilur núna af hverju hann er svona mikill hraunavinur Ónafngreindur maður segir að Geirfinnur Einarsson hafi látið lífið í þegar ekið var á hann í umferðarslysi á Keflavíkurvegi, ekki langt frá Straumsvík. 9. ágúst 2016 10:30 Ómar segir hæpið að hin dæmdu í Geirfinnsmálinu hafi verið sek Frásögnin af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem áður hefur verið tekin sem gild er hæpin. 8. ágúst 2016 07:00 Ómar Ragnarsson ræðir um manninn sem varð Geirfinni að bana Ræddi að eigin sögn við mann sem játaði verknaðinn. 9. ágúst 2016 10:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ómar Ragnarsson segist ekki vita hvað maðurinn heitir, sem á að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Þá segist hann ekki vita hvort frásögnin í nýútkominni bók hans Hyldýpi sé sönn, en heldur ekki hvort hún sé ósönn. Ómar segist fyrir hartnær fjórtán árum hafa fengið upplýsingar um andlát Geirfinns og hvernig líki hans hafi verið komið fyrir en ekki getað farið með málið til lögreglu vegna trúnaðar við heimildamenn sína. Frásögnin kemur nú fram í nýrri bók Ómars, Hyldýpi.Ekki hægt að fullyrða að frásögnin sé sönn Í samtali við Vísi segist Ómar ekki vita hverjir viðmælendur hans voru árið 2002 eða hvað þau hétu. „Þetta bar þannig að, að þau biðja mig bara að hitta sig við Kaldárselsveginn og ég hitti þau þar og þá segja þau þessa sögu sem var svo áhugaverð að ég bara hlustaði, var ekki með neitt upptökutæki eða neitt til að skrifa niður,“ segir Ómar. „Þau voru greinilega ekki í andlegu jafnvægi og það skildi ég svo sem þegar þau útskýrðu aðdragandann að því að þau tala við mig. Þess vegna útskýrist svona vel af hverju þetta fór svona. Þess vegna er bókin þetta löng að það verður að búa til bæði andrúmsloft og aðstæður til að þetta sé trúverðugt, þessi saga.“ Ómar segist ekki geta fullyrt að frásögn sé sönn. „Nei alls ekki. Það kemur fram í byrjun bókarinnar. Þegar þú hefur ekki lík og ekki morðvopn og viðmælendur jafnvel alls ekki í jafnvægi,“ sagði Ómar í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. „Ég get hvorki sannað né afsannað neitt. Það eina sem ég veit er að ég er með sögu sem er mun trúverðugri en sú sem var fyrir.“ Hann segist ekki hafa getað gefið sér nægan tíma til að skrifa bókina árið 2002, vegna þess að þá hafi Kárahnjúkamálið staðið sem hæst.Ómar Ragnarsson í Harmageddon í morgun.visir/stefánGeirfinnsmálið verið Ómari hugleikið frá upphafi Ómar segist telja að nú sé rétti tíminn fyrir útgáfu bókarinnar vegna þess að málið sé komið fyrir endurupptökunefnd. „Á tímabili var ég orðinn áhyggjufullur yfir því að hún kæmi ekki út.“ Aðspurður segist Ómar telja sig nú hafa leyfi heimildarmanna sinna til að skrifa bókina. „Ég tel mig hafa það já. Það var þannig að fyrir tveimur árum seinna fékk ég meldingu frá manninum, sem ég man ekki hvað heitir, og ég held að ég hafi ekki spurt hann nafns því ég var svo upprifinn af þessu. Hann segir mér að þegar hann láti mig vita megi ég skrifa þetta. Þá var hún dáin, hin persónan. Ég veit ekki hvort hann er lifandi þessi maður, ég veit ekki hvað hann heitir.“ Ómar segir málið hafa verið sér hugleikið allt frá upphafi. alveg frá byrjun þegar ég þurfti að segja þjóðinni algjöra steypu, haldandi að það væri sannleikur. Alla tíð síðan hefur þetta mál verið mér mjög hugleikið og ég hef alltaf fylgst með því. Þetta var líka mál af þeirri stærð á sínum tíma að dómsmálaráðherrann, ríkisstjórnin og Alþingi dragast inn í málið. Það var meira að segja bein útsending frá Alþingi frá umræðum um þetta mál. Öll þjóðin engdist þessi ár svo mikið að þegar dæmt var þá sagði dómsmálaráðherra „það er miklu fargi létt af þjóðinni.“ Þegar ég heyrði manninn segja það þá vissi ég að það var engu fargi létt af þjóðinni. Þetta er mál sem getur ekki dáið.“ Í gærkvöldi fékk Ómar síðan símtal, sem hann segir keimlíkt samtalinu sem átti sér stað árið 2002. „Það var maður sem sagðist hafa þagað í fjörutíu ár. Hann er með þannig sögu að hann segir samt að ég megi ekki segja hver hann er, hver sagan er, að ég megi ekki gera neitt nema hann hringi í mig aftur. Hann sagði mér mjög merkilegan vinkil á þessu máli sem mér finnst mjög merkilegur og er þess eðlis að ég vona bara að hann hringi aftur.“ Ómar segir jafnframt að lögreglan hafi ekki sett sig í samband við sig vegna þess sem kemur fram í bókinni.Viðtalið við Ómar úr Harmageddon má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Tístarar grínast með Ómar og Geirfinn: Skilur núna af hverju hann er svona mikill hraunavinur Ónafngreindur maður segir að Geirfinnur Einarsson hafi látið lífið í þegar ekið var á hann í umferðarslysi á Keflavíkurvegi, ekki langt frá Straumsvík. 9. ágúst 2016 10:30 Ómar segir hæpið að hin dæmdu í Geirfinnsmálinu hafi verið sek Frásögnin af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem áður hefur verið tekin sem gild er hæpin. 8. ágúst 2016 07:00 Ómar Ragnarsson ræðir um manninn sem varð Geirfinni að bana Ræddi að eigin sögn við mann sem játaði verknaðinn. 9. ágúst 2016 10:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Tístarar grínast með Ómar og Geirfinn: Skilur núna af hverju hann er svona mikill hraunavinur Ónafngreindur maður segir að Geirfinnur Einarsson hafi látið lífið í þegar ekið var á hann í umferðarslysi á Keflavíkurvegi, ekki langt frá Straumsvík. 9. ágúst 2016 10:30
Ómar segir hæpið að hin dæmdu í Geirfinnsmálinu hafi verið sek Frásögnin af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem áður hefur verið tekin sem gild er hæpin. 8. ágúst 2016 07:00
Ómar Ragnarsson ræðir um manninn sem varð Geirfinni að bana Ræddi að eigin sögn við mann sem játaði verknaðinn. 9. ágúst 2016 10:11