Íþrótt vammi fyllt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 Egill Skallagrímsson, frumskáld okkar Íslendinga, þakkar í Sonatorreki sínu Óðni fyrir „íþrótt vammi firrða“, hina vammlausu íþrótt. Hann lagði kannski ekki nútímaskilning í orðið „íþrótt“, en hvað veit maður svo sem; hann stundaði um sína daga ýmsar íþróttir eins og lesa má í sögu hans, og ekki beinlínis vammlausar allar – til dæmis varð knattleiksiðkun hans á barnsaldri tilefni til hans fyrstu mannvíga af því að honum líkuðu ekki blygðunarlausir yfirburðir mótherjans, enda sjálfur „kappsamur mjög og reiðinn“. Þá var hann sjö ára. Það skánaði lítið skapið með aldrinum.Skáldamót? Nema þegar hann orti. Þar var hann skástur og næstum eins og maður. Í skáldskapnum sjáum við glitta í sál, tilfinningar, mannúð, mýkt, næmleik og glettni. Egill Skallagrímsson hefði verið eins og hvert annað ómenni ef ekki hefði verið fyrir skáldskapinn, íþrótt vammi firrða. Gaman að geta þess að það var raunar keppt í ljóðagerð á Ólympíuleikum fram yfir seinna stríð, þótt ekki fari sögum af vinningsljóðunum lengur. Það segir auðvitað ekki allt; varla muna aðrir en ryksæknustu íþróttasagnfræðingar almennt eftir því hverjir sigruðu í bogfimi á skautum á árunum fyrir stríð eða fimmtánhundruð metra pokahlaupi eða hverju sem fólk var nú að keppa í á ólympíuleikum gegnum tíðina. Mikið væri gaman að sjá keppt í yrkingum, til dæmis á Landsmóti Ungmennafélaganna. Maður færi aldeilis á slíkt skáldamót. Þá mætti hugsa sér ýmsar greinar: keppni í ítalskri sonnettu með fyrirframgefnum yrkisefnum og þremur líkingum; hexametri án atrennu um sögulegt efni, og í leonískum hætti í heimsádeilustíl – eða órímuðu ljóði í fimm línum um haustið með einni metafóru – að ógleymdum öllum rímnaháttunum: þeir eru í sjálfu sér heilt íþróttamót. Kona á peysufötum myndi stjórna – kallast „edda“ – og í stað þess að segja hátt „Stigið!“ myndi hún hefja prjón á loft og segja „Yrkið!“Í sjálfu sér Er ekki tóm vitleysa að gera svo eindregna aðgreiningu íþrótta og lista? Skilgreining á list þegar ég var krakki hljóðaði upp á að þar væri um að ræða mannlega iðju sem hefði notagildi sitt í sjálfri sér; við búum til skál til að geyma ávexti og svo búum við til skál sem hrindir frá sér öllum ávöxtum jafnharðan; er bara þarna; og er þá ílátið orðið að listaverki. Hið sama gildir um vel heppnaða íþróttaviðburði á borð við Brennó eða Yfir við gamla fjósið í Karfavoginum á mínum leikárum – og líka alla þessa boltaleiki sem við fylgjumst mörg hver áfjáð með og borgum fólki há laun til að stunda af listfengi; rétt eins og við borgum listamönnum fyrir að iðka sínar kúnstir fyrir okkur. Öll dýr stunda sínar sérstöku íþróttir sem hafa notagildi sitt fólgnar í sjálfum sér; fuglarnir taka kollsteypur og svífa í ólýsanlegum bogum um loftin blá en köngulóin spinnur sinn fagra vef og er með sérstöku sniði hjá hverri og einni, eins og lopapeysan hjá íslenskum konum; hin íslenska húsfluga stundar þá áhættusæknu jaðaríþrótt að reyna að komast eins mikið ofan í vitin á sofandi manneskju og mögulegt er án þess að týna lífinu en kisa brýnir klærnar á forboðnum stólsetum; hundurinn hleypur, hesturinn stekkur – og kýrnar leika við hvurn sinn fíngur. En mennirnir – þeir halda landsmót og ólympíuleika þar sem þeir stökkva og hlaupa, grýta þungum hlutum og eltast við bolta. Og sumt fólk gerir þetta af slíku listfengi að aðrir menn hafa yndi af því að horfa á það. Það er fallegt. En takmörk eru samt fyrir því hversu miklu á að kosta til við þá iðju. Eins gaman og það getur verið að fylgjast með vel þjálfuðu fólki gera sitt besta til að ná einhverjum uppdiktuðum markmiðum þá verður að segjast að æ meira í nútíma-íþróttum verkar á mann eins og afkáraskapur; ekki endilega út af tilgangsleysi þess að henda kúlu eða stökkva þrístökk því að eins og Steinn benti okkur á þá er tilgangsleysið nú einu sinni „lífið sjálft“, heldur einmitt út af hinu; þegar reynt er troða tilgangi inn í íþróttaiðkunina; og eiga þá keppendur að varpa ljósi á ágæti einhvers þjóðskipulags eða jafnvel þjóðernis; þeim er þá byrluð alls kyns ólyfjan á borð við stera sem æra þá og afskræma, eingöngu fyrir stundarárangur. Í þeim tilvikum er hægt að tala um íþrótt vammi fyllta. „Mens sana in corpore sano“ sögðu Rómverjar, „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Þetta er góð áminning um jafnvægi sálar og líkama og það hvernig okkur ber að rækta hvort tveggja með gagnkvæmri hliðsjón. Lýsingarorðið sanus þýðir ekki bara heilbrigður heldur líka skynsamur, eðlilegur – óbrjálaður, í sjálfum sér. Hvernig er heilbrigður og óbrjálaður líkami? Hann er eðli sínu samkvæmur. Hann er eins og hann kemur af skepnunni, náttúrulegur – hann er „í formi“ og vöðvarnir starfa eins og náttúran ætlaði þeim, því að okkur er eiginlegt að hreyfa okkur hæfilega. Hann er óskemmdur af of einhliða mat eða óhóflegu áfengi, of einhliða hreyfingu eða hreyfingarleysi – slíkt hirðuleysi um líkamann bitnar á sálinni, sem í orðræðu nútímans er aldrei nefnd annað en „sálartetrið“ eins og hún sé eitthvað grey en ekki okkar dýrasta eign. En heilbrigður líkami er líka óbrjálaður af of einhæfri þjálfun tiltekinna einangraðra eiginleika. Það getur naumast verið nokkrum manni hollt að vera til dæmis alltaf í þrístökki, sem allir sjá hversu fáránleg aðferð er við að koma sér á milli tveggja staða …Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Egill Skallagrímsson, frumskáld okkar Íslendinga, þakkar í Sonatorreki sínu Óðni fyrir „íþrótt vammi firrða“, hina vammlausu íþrótt. Hann lagði kannski ekki nútímaskilning í orðið „íþrótt“, en hvað veit maður svo sem; hann stundaði um sína daga ýmsar íþróttir eins og lesa má í sögu hans, og ekki beinlínis vammlausar allar – til dæmis varð knattleiksiðkun hans á barnsaldri tilefni til hans fyrstu mannvíga af því að honum líkuðu ekki blygðunarlausir yfirburðir mótherjans, enda sjálfur „kappsamur mjög og reiðinn“. Þá var hann sjö ára. Það skánaði lítið skapið með aldrinum.Skáldamót? Nema þegar hann orti. Þar var hann skástur og næstum eins og maður. Í skáldskapnum sjáum við glitta í sál, tilfinningar, mannúð, mýkt, næmleik og glettni. Egill Skallagrímsson hefði verið eins og hvert annað ómenni ef ekki hefði verið fyrir skáldskapinn, íþrótt vammi firrða. Gaman að geta þess að það var raunar keppt í ljóðagerð á Ólympíuleikum fram yfir seinna stríð, þótt ekki fari sögum af vinningsljóðunum lengur. Það segir auðvitað ekki allt; varla muna aðrir en ryksæknustu íþróttasagnfræðingar almennt eftir því hverjir sigruðu í bogfimi á skautum á árunum fyrir stríð eða fimmtánhundruð metra pokahlaupi eða hverju sem fólk var nú að keppa í á ólympíuleikum gegnum tíðina. Mikið væri gaman að sjá keppt í yrkingum, til dæmis á Landsmóti Ungmennafélaganna. Maður færi aldeilis á slíkt skáldamót. Þá mætti hugsa sér ýmsar greinar: keppni í ítalskri sonnettu með fyrirframgefnum yrkisefnum og þremur líkingum; hexametri án atrennu um sögulegt efni, og í leonískum hætti í heimsádeilustíl – eða órímuðu ljóði í fimm línum um haustið með einni metafóru – að ógleymdum öllum rímnaháttunum: þeir eru í sjálfu sér heilt íþróttamót. Kona á peysufötum myndi stjórna – kallast „edda“ – og í stað þess að segja hátt „Stigið!“ myndi hún hefja prjón á loft og segja „Yrkið!“Í sjálfu sér Er ekki tóm vitleysa að gera svo eindregna aðgreiningu íþrótta og lista? Skilgreining á list þegar ég var krakki hljóðaði upp á að þar væri um að ræða mannlega iðju sem hefði notagildi sitt í sjálfri sér; við búum til skál til að geyma ávexti og svo búum við til skál sem hrindir frá sér öllum ávöxtum jafnharðan; er bara þarna; og er þá ílátið orðið að listaverki. Hið sama gildir um vel heppnaða íþróttaviðburði á borð við Brennó eða Yfir við gamla fjósið í Karfavoginum á mínum leikárum – og líka alla þessa boltaleiki sem við fylgjumst mörg hver áfjáð með og borgum fólki há laun til að stunda af listfengi; rétt eins og við borgum listamönnum fyrir að iðka sínar kúnstir fyrir okkur. Öll dýr stunda sínar sérstöku íþróttir sem hafa notagildi sitt fólgnar í sjálfum sér; fuglarnir taka kollsteypur og svífa í ólýsanlegum bogum um loftin blá en köngulóin spinnur sinn fagra vef og er með sérstöku sniði hjá hverri og einni, eins og lopapeysan hjá íslenskum konum; hin íslenska húsfluga stundar þá áhættusæknu jaðaríþrótt að reyna að komast eins mikið ofan í vitin á sofandi manneskju og mögulegt er án þess að týna lífinu en kisa brýnir klærnar á forboðnum stólsetum; hundurinn hleypur, hesturinn stekkur – og kýrnar leika við hvurn sinn fíngur. En mennirnir – þeir halda landsmót og ólympíuleika þar sem þeir stökkva og hlaupa, grýta þungum hlutum og eltast við bolta. Og sumt fólk gerir þetta af slíku listfengi að aðrir menn hafa yndi af því að horfa á það. Það er fallegt. En takmörk eru samt fyrir því hversu miklu á að kosta til við þá iðju. Eins gaman og það getur verið að fylgjast með vel þjálfuðu fólki gera sitt besta til að ná einhverjum uppdiktuðum markmiðum þá verður að segjast að æ meira í nútíma-íþróttum verkar á mann eins og afkáraskapur; ekki endilega út af tilgangsleysi þess að henda kúlu eða stökkva þrístökk því að eins og Steinn benti okkur á þá er tilgangsleysið nú einu sinni „lífið sjálft“, heldur einmitt út af hinu; þegar reynt er troða tilgangi inn í íþróttaiðkunina; og eiga þá keppendur að varpa ljósi á ágæti einhvers þjóðskipulags eða jafnvel þjóðernis; þeim er þá byrluð alls kyns ólyfjan á borð við stera sem æra þá og afskræma, eingöngu fyrir stundarárangur. Í þeim tilvikum er hægt að tala um íþrótt vammi fyllta. „Mens sana in corpore sano“ sögðu Rómverjar, „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Þetta er góð áminning um jafnvægi sálar og líkama og það hvernig okkur ber að rækta hvort tveggja með gagnkvæmri hliðsjón. Lýsingarorðið sanus þýðir ekki bara heilbrigður heldur líka skynsamur, eðlilegur – óbrjálaður, í sjálfum sér. Hvernig er heilbrigður og óbrjálaður líkami? Hann er eðli sínu samkvæmur. Hann er eins og hann kemur af skepnunni, náttúrulegur – hann er „í formi“ og vöðvarnir starfa eins og náttúran ætlaði þeim, því að okkur er eiginlegt að hreyfa okkur hæfilega. Hann er óskemmdur af of einhliða mat eða óhóflegu áfengi, of einhliða hreyfingu eða hreyfingarleysi – slíkt hirðuleysi um líkamann bitnar á sálinni, sem í orðræðu nútímans er aldrei nefnd annað en „sálartetrið“ eins og hún sé eitthvað grey en ekki okkar dýrasta eign. En heilbrigður líkami er líka óbrjálaður af of einhæfri þjálfun tiltekinna einangraðra eiginleika. Það getur naumast verið nokkrum manni hollt að vera til dæmis alltaf í þrístökki, sem allir sjá hversu fáránleg aðferð er við að koma sér á milli tveggja staða …Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu