Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Nú þegar forsetatíð Ólafs er á enda, er tilvalið að rifja upp feril hans og líf í myndum. Gunnar lýsir Ólafi sem hliðhollum fjölmiðlum, enda sjálfur gamall blaðamaður og leiðin hafi verið greið að því sem var að gerast hverju sinni. Það hafi gustað um Bessastaði í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Hér fyrir neðan má sjá safn mynda úr lífi og ferli Ólafs Ragnars og lýsir Gunnar þeim og sögunum á bak við þær. Allt tekur enda Viðburðarrík tíð Ólafs Ragnars Grímssonar er nú á enda. Ekki er hægt að segja að alltaf hafi verið logn á Bessastöðum - raunar hafa fjölmiðlamenn aldrei komist í jafn viðburðarríka forsetatíð í sögu lýðveldisins. Ferðalög um landið Þessi mynd var tekin á Bakkafirði í september 1999, í einum af þeim mörgu ferðum sem Ólafur lagði í út á land til þess að hitta menn við leik og störf. Óvænt útspil Ólafur tók umdeildar ákvarðanir í gegnum tíðina. Hann breytti og mótaði embætti forseta eftir eigin höfði. Hér sést hann á blaðamannafundi þar sem hann tilkynnti að hann hafi í hyggju að hafna fjölmiðlalögunum svokölluðu, árið 2004. Forseti í útivist Þó Ólafur hafi aldrei verið opinber afreksmaður í íþróttum var hann mjög agaður í viðhalda kroppnum með göngu, hlaupi og ýmiss konar trimmi. Þá sást oft til hans á skíðum og í annarri útvist. Fjölskyldumaðurinn Ólafur í faðmi fjölskyldu sinnar, Guðrúnar Tinnu, Svanhildar Döllu og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur í aðdraganda forsetaframboðs. Peysan sem Ólafur klæddist var prjónuð af Guðrúnu Katrínu. Andlát forsetafrúarinnar tók mjög á fjölskylduna og þjóðin syrgði með. Kosningasigri fagnað Þegar úrslit forsteakosninganna 1996 lágu fyrir á kosninganótt tók Gunnar þessa mynd af hjónunum. Það má segja um Guðrúnu Katrínu, að hún var ekki síður sigurvegari kosninganna heldur en Ólafur - stórglæsileg kona sem af geislaði. Stórkostleg ástarsaga Ólafur féll af hestbaki í Landsveit Hann hafði skömmu áður beðið um tilfinningalegt svigrúm til að vera í tygjum við Dorrit. Gunnar brunaði austur í von um að fá að vera í nálægð við þessa forvitnilegu nýjustu tengdadóttur Íslands og var boðið með í túrinn. Hann endaði eins og frægt varð og Dorrit Moussaieff stimplaði sig inn í íslenska þjóðarsál. Tár á hvarmi Dorrit táraðist við fall Ólafs af hestinum í Landssveit og var þessi stund mjög tilfinningaþrungin. Axlarbrotinn á spítalanum Dorrit fylgdi Ólafi með þyrlu til Reykjavíkur, sem sótti hann axlarbrotinn í Landssveit. Búið var um brotið í Reykjavík. Trúlofuð og síðar gift Ári eftir hestaferðina trúlofuðu Dorrit og Ólafur sig og nokkru síðar voru þau gift. Staðfastur Þingmaðurinn Ólafur á framboðsfundi í Miklagarði 1988. Gunnar lýsir Ólafi sem mjög kjörkuðum manni í pólítískum slag. Hann hafi aldrei sett sig úr færi við að tala sínu máli. Tvíhnepptur Ólafur var aðalsprautan í Félagi ungra framsóknarmanna. Á myndinni er hann að tala fyrir stjórnarskrá - sem var mikið áhugamál hans og félagsins. Myndin er tekin 1968 á tímum blómabarna - en hann var uppstrílaður í tvíhnepptum jakkafötum að hætti enskra lávarða. Lifrarbandalagið Þetta var í aðdraganda kosninga, 1988, um haustið. Þá var ríkisstjórn í upppnámi og stefndi í kosningar. Þeir A-flokkamennirnir Ólafur og Jón Baldvin Hannibalsson að ráða ráðum sínum í kvöldmat hjá eiginkonu Jóns, Bryndísi Schram, þar sem hún bauð upp á kálfalifur. Úr varð Lifrarbandalagið. Fyrstu fjárlögin Ólafur með fyrsta fjárlagafurmvarpið, fyrir árið 1989, sem hann bar ábyrgð á í tíð sinni sem fjármálaráðherra. Kampakátur. Á Jan Mayen Ferð Vísis til Jan Mayen í ágúst 1979. Ólafur ræðir við Ingvar Gíslason, fyrrum menntamálaráðherra. Þarna fóru þeir í boði Vísis til Jan Mayen að skoða staðarhætti. Umræðan í samfélaginu snerist mikið um að Íslendingar ættu kannski tilkall til Jan Mayens og voru að semja við Norðmenn um landgrunnið í kringum eyjuna. Menning Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent
Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Nú þegar forsetatíð Ólafs er á enda, er tilvalið að rifja upp feril hans og líf í myndum. Gunnar lýsir Ólafi sem hliðhollum fjölmiðlum, enda sjálfur gamall blaðamaður og leiðin hafi verið greið að því sem var að gerast hverju sinni. Það hafi gustað um Bessastaði í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Hér fyrir neðan má sjá safn mynda úr lífi og ferli Ólafs Ragnars og lýsir Gunnar þeim og sögunum á bak við þær. Allt tekur enda Viðburðarrík tíð Ólafs Ragnars Grímssonar er nú á enda. Ekki er hægt að segja að alltaf hafi verið logn á Bessastöðum - raunar hafa fjölmiðlamenn aldrei komist í jafn viðburðarríka forsetatíð í sögu lýðveldisins. Ferðalög um landið Þessi mynd var tekin á Bakkafirði í september 1999, í einum af þeim mörgu ferðum sem Ólafur lagði í út á land til þess að hitta menn við leik og störf. Óvænt útspil Ólafur tók umdeildar ákvarðanir í gegnum tíðina. Hann breytti og mótaði embætti forseta eftir eigin höfði. Hér sést hann á blaðamannafundi þar sem hann tilkynnti að hann hafi í hyggju að hafna fjölmiðlalögunum svokölluðu, árið 2004. Forseti í útivist Þó Ólafur hafi aldrei verið opinber afreksmaður í íþróttum var hann mjög agaður í viðhalda kroppnum með göngu, hlaupi og ýmiss konar trimmi. Þá sást oft til hans á skíðum og í annarri útvist. Fjölskyldumaðurinn Ólafur í faðmi fjölskyldu sinnar, Guðrúnar Tinnu, Svanhildar Döllu og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur í aðdraganda forsetaframboðs. Peysan sem Ólafur klæddist var prjónuð af Guðrúnu Katrínu. Andlát forsetafrúarinnar tók mjög á fjölskylduna og þjóðin syrgði með. Kosningasigri fagnað Þegar úrslit forsteakosninganna 1996 lágu fyrir á kosninganótt tók Gunnar þessa mynd af hjónunum. Það má segja um Guðrúnu Katrínu, að hún var ekki síður sigurvegari kosninganna heldur en Ólafur - stórglæsileg kona sem af geislaði. Stórkostleg ástarsaga Ólafur féll af hestbaki í Landsveit Hann hafði skömmu áður beðið um tilfinningalegt svigrúm til að vera í tygjum við Dorrit. Gunnar brunaði austur í von um að fá að vera í nálægð við þessa forvitnilegu nýjustu tengdadóttur Íslands og var boðið með í túrinn. Hann endaði eins og frægt varð og Dorrit Moussaieff stimplaði sig inn í íslenska þjóðarsál. Tár á hvarmi Dorrit táraðist við fall Ólafs af hestinum í Landssveit og var þessi stund mjög tilfinningaþrungin. Axlarbrotinn á spítalanum Dorrit fylgdi Ólafi með þyrlu til Reykjavíkur, sem sótti hann axlarbrotinn í Landssveit. Búið var um brotið í Reykjavík. Trúlofuð og síðar gift Ári eftir hestaferðina trúlofuðu Dorrit og Ólafur sig og nokkru síðar voru þau gift. Staðfastur Þingmaðurinn Ólafur á framboðsfundi í Miklagarði 1988. Gunnar lýsir Ólafi sem mjög kjörkuðum manni í pólítískum slag. Hann hafi aldrei sett sig úr færi við að tala sínu máli. Tvíhnepptur Ólafur var aðalsprautan í Félagi ungra framsóknarmanna. Á myndinni er hann að tala fyrir stjórnarskrá - sem var mikið áhugamál hans og félagsins. Myndin er tekin 1968 á tímum blómabarna - en hann var uppstrílaður í tvíhnepptum jakkafötum að hætti enskra lávarða. Lifrarbandalagið Þetta var í aðdraganda kosninga, 1988, um haustið. Þá var ríkisstjórn í upppnámi og stefndi í kosningar. Þeir A-flokkamennirnir Ólafur og Jón Baldvin Hannibalsson að ráða ráðum sínum í kvöldmat hjá eiginkonu Jóns, Bryndísi Schram, þar sem hún bauð upp á kálfalifur. Úr varð Lifrarbandalagið. Fyrstu fjárlögin Ólafur með fyrsta fjárlagafurmvarpið, fyrir árið 1989, sem hann bar ábyrgð á í tíð sinni sem fjármálaráðherra. Kampakátur. Á Jan Mayen Ferð Vísis til Jan Mayen í ágúst 1979. Ólafur ræðir við Ingvar Gíslason, fyrrum menntamálaráðherra. Þarna fóru þeir í boði Vísis til Jan Mayen að skoða staðarhætti. Umræðan í samfélaginu snerist mikið um að Íslendingar ættu kannski tilkall til Jan Mayens og voru að semja við Norðmenn um landgrunnið í kringum eyjuna.