Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 03:09 Guðmundur Guðmundsson fagnar sigri á Pólverjum í nótt. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok enda mikið afrek að koma danska liðinu í fyrsta sinn í úrslitaleik á Ólympíuleikum. Hann hefur nú komið bæði Íslandi og Danmörk í leik um Ólympíugullið. „Þetta var stórkostleg skref en þetta var frábær leikur og erfiður. Þetta var þannig að það gat allt gerst í þessu," sagði Guðmundur. „Við leiðum leikinn til að byrja með en svo komast þeir inn í leikinn og leiða hann," sagði Guðmundur. „Piotr Wyszomirski lokaði rammanum á tímabili þar sem við brennum alltof mikið af," sagði Guðmundur. „Við vorum nánast búnir að landa þessu í venjulegum leiktíma en þá skora þeir þetta mark sem er svona eitt skipti af þúsund," sagði Guðmundur. „Fyrri hálfleikurinn í framlengingunni var kannski lykillinn að þessu. Að vera í undirtölu og skora tvö mörk á móti engu. Það var lykillinn að þessu," sagði Guðmundur. „Það var stórkostlegt að sjá viljann í liðinu því þetta er enginn smá leikur í gangi og mikið í húfi," sagði Guðmundur. Sjá einnig:Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu „Við erum búnir að brenna okkur þannig lagað eða lenda í erfiðum stöðum bæði í Katar og í Póllandi. Það hefur bara þjappað mönnum saman að láta ekki svona gerast aftur," sagði Guðmundur. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Maður er bara svo ofboðslega stoltur, glaður og hrærður. Það eru þannig tilfinnigar. Að ná þessu aftur með landslið er meiriháttar. Ég er gríðarlega stoltur af því," sagði Guðmundur sem fór með Ísland í úrslit á ÓL í Peking 2008. Þetta er þriðja stórmót hans með danska landsliðið en í fyrsta sinn sem hann kemur liðinu í leiki um verðlaun. „Það hefur oft verið á brattann að sækja fyrir mig þarna en ég hef haldið einbeitingu minni og einbeitt mér að verkefninu alla tíð. Að vinna faglega og vel fyrir þetta lið. Þannig hef ég gert þetta," sagði Guðmundur. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok enda mikið afrek að koma danska liðinu í fyrsta sinn í úrslitaleik á Ólympíuleikum. Hann hefur nú komið bæði Íslandi og Danmörk í leik um Ólympíugullið. „Þetta var stórkostleg skref en þetta var frábær leikur og erfiður. Þetta var þannig að það gat allt gerst í þessu," sagði Guðmundur. „Við leiðum leikinn til að byrja með en svo komast þeir inn í leikinn og leiða hann," sagði Guðmundur. „Piotr Wyszomirski lokaði rammanum á tímabili þar sem við brennum alltof mikið af," sagði Guðmundur. „Við vorum nánast búnir að landa þessu í venjulegum leiktíma en þá skora þeir þetta mark sem er svona eitt skipti af þúsund," sagði Guðmundur. „Fyrri hálfleikurinn í framlengingunni var kannski lykillinn að þessu. Að vera í undirtölu og skora tvö mörk á móti engu. Það var lykillinn að þessu," sagði Guðmundur. „Það var stórkostlegt að sjá viljann í liðinu því þetta er enginn smá leikur í gangi og mikið í húfi," sagði Guðmundur. Sjá einnig:Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu „Við erum búnir að brenna okkur þannig lagað eða lenda í erfiðum stöðum bæði í Katar og í Póllandi. Það hefur bara þjappað mönnum saman að láta ekki svona gerast aftur," sagði Guðmundur. Guðmundur fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Maður er bara svo ofboðslega stoltur, glaður og hrærður. Það eru þannig tilfinnigar. Að ná þessu aftur með landslið er meiriháttar. Ég er gríðarlega stoltur af því," sagði Guðmundur sem fór með Ísland í úrslit á ÓL í Peking 2008. Þetta er þriðja stórmót hans með danska landsliðið en í fyrsta sinn sem hann kemur liðinu í leiki um verðlaun. „Það hefur oft verið á brattann að sækja fyrir mig þarna en ég hef haldið einbeitingu minni og einbeitt mér að verkefninu alla tíð. Að vinna faglega og vel fyrir þetta lið. Þannig hef ég gert þetta," sagði Guðmundur.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira