Stjórnarkreppa Bergur Ebbi skrifar 16. september 2016 07:00 Ég man eftir því óljóst úr barnæsku minni að það var alltaf eitthvert vesen að stýra landinu. Á 9. áratugnum voru margar ríkisstjórnir myndaðar og mikið um rifrildi og bakstungur. Það var líka óðaverðbólga og samningar milli launþega og vinnuveitanda höfðu ekki mikinn líftíma. Tækifærismennska ríkti í efnahagsmálum. Tími refskáka og refabúa. Svo breyttist allt. Það var gerð þjóðarsátt á vinnumarkaði og sterkur leiðtogi kom fram sem fólk taldi ýmist Jésús eða Belsebúb. Skoðanakannanir voru marktækar. Allt var í föstum skorðum. Alþjóðavæðingin bauð upp á mexíkóskan mat með kryddblöndum innfluttum frá Svíþjóð. Trúarleg þrenning fullkomnuð með heilagri Maríu frá Gautaborg. Samtímann er erfiðara að greina. Jafnvel síðustu fimmtán ár eru enn hálfgerð móða í huga mínum. Hér varð bæði hrun og svokallað hrun. Mogginn birtir enn minningargreinar og mér skilst að börn fæðist enn, einkum á Landspítalanum. Mér finnst persónulega skemmtilegra að greina fortíðina og framtíðina. Össur Skarphéðinsson spáði því nýlega að í kjölfar kosninga í haust mætti búast við langvarandi stjórnarkreppu. Hann tók undir orð Ólafs Ragnars, fráfarandi forseta, sem hafði svipaðar áhyggjur fyrr á árinu. Ég met báða þessa menn mikils. Fáir hafa gengið um í grárri fötum og verið með stærri gleraugu en Ólafur Ragnar. Össur lætur sér nægja þunn lestrargleraugu og er það fyrir bestu. Ef hann væri með Henry Kissinger gleraugu þá væri hann of ráðríkur og yfirþyrmandi. Ef Davíð Oddson hefði gengið með gleraugu hefði hann líklega náð að breyta NATO í sambandsríki og stjórnað því sjálfur af Háaleitisbrautinni í gegnum takkasíma. En aftur að mögulegri stjórnarkreppu. Ég tek undir með Össuri og Ólafi. Ég held að maður þurfi ekki einu sinni að vera djúpvitur til að leggja fram þessa spá. Sé rýnt í skoðanakannanir er líklegt að fylgi mun dreifast víða í kosningunum í haust. Auk þess liggja línur flokkanna þannig að erfitt er að sjá augljósa ríkisstjórn myndast.Bakstunguballett Það hefur reyndar verið skortur á stjórnfestu á Íslandi alveg síðan fyrir hrun þegar ríkisstjórnin réð ekki lengur ferðinni heldur stjórnlausir bankamenn í leit að lánalínum. Þetta er löngu orðið að bakstunguballett. En alvöru stjórnarkreppa er ekki fyrirbæri sem við eigum að taka af léttúð. Það er alvarlegt mál ef ekki verður starfandi ríkisstjórn með tilhlýðandi starfsfrið í langan tíma. En varla kemur það á óvart ef það gerist. Það á einfaldlega eftir að ná sáttum um svo margt og sárin hafa ekki gróið þó makríll hafði veiðst eða túristar streymi til landsins. Fólk er ekki alveg búið að melta Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010. Einkum þessa tilvitnun í Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Ef við værum áhorfendur að leikriti sem hófst árið 1944 þá væri þetta lokalínan í öðrum leikhluta (til upprifjunar þá eru þrír leikhlutar í klassískum leikritum). Það er freistandi að sleppa því að reyna að greiða úr þessu. Byrjum frekar upp á nýtt. Gerum eins og Frakkarnir. Búum til okkar Deuxième République og höggvum nokkra hausa. Rómantískasta hugmynd sem ég veit er að standa í náttslopp með bensínbrúsa og smávindil og horfa á samfélagið brenna. Helst í hægum andvara með mjúkar snjóflyksur allt um kring. En viðurkennum það bara. Það er enginn að fara að kveikja í neinu. Hver ætlar annars að gera það? Twitter-samfélagið? Pirraðir pistlahöfundar?Casa Fíesta í refapelsi Vinnum þetta frekar út frá gráu gleraugunum. Gefum þessu tuttugu ár. Við skulum ekki gleyma að nú höfum við sögu til að kafa ofan í. Það náðist sátt á vinnumarkaði á sínum tíma. Það náðist líka sátt um Evrópusamstarfið með EES-samningnum. Við förum ekki aftur í refaævintýri. Yngri kynslóðir geta lært svo margt af þeim eldri. Píratar geta lært mikið af Össuri. Allir geta lært mikið af Ólafi Ragnari og Davíð Oddssyni. Þó að einhverjir vilji mála þessa menn upp sem gamla freka kalla þá er viska þeirra (og breyska) samt lykillinn að úrlausn þriðja leikhluta. Það er næstum orðinn viðtekinn hluti af menningunni að líta á stjórnmálafólk sem hyski eftir að það hefur lokið störfum. Eins og þetta fólk séu notaðar eldhústuskur. Sumar konur segja að vinnuumhverfi stjórnmálanna sé fjandsamlegt og bæði kyn veigra sér við að sinna stjórnmálum lengi. Ég held að það sé krafan um ferskleika sem fælir. Stjórnmál eru óþolandi gripa- og skoðanasýning. Samt veit ég fátt hallærislegra en ferskt stjórnmálafólk. Frekar vil ég gleraugu í yfirstærð og yfirburða gáfnafar sem hunsar alla tískustrauma. Þetta sem við höfum er bara það sem við höfum. Fiskurinn í sjónum og túristar sem vilja gapa á jöklana og ekki nema 330 þúsund íbúar sem þurfa sæmilegt húsnæði, hlýja sokka og vilja helst ekki finna fyrir útilokun og niðurlægingu. Er það ekki verkefni sem er hægt að leysa á næstu tuttugu árum án þess að vera sífellt að hóta að sækja eldspýtur? Í nafni heilagrar Casa Fíestu í refapelsi. Hér mun ríkja stjórnarkreppa. Það verður aldrei aftur neinn Davíð að bíta í Big Macinn. En átök hafa tilgang. Ristum upp úlnliði og sverjumst í systbræðralag og látum blóðið flæða yfir húddið á gömlum Volvo Lapplander. Skálum. Upp er runninn mest spennandi hluti leikritsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Ég man eftir því óljóst úr barnæsku minni að það var alltaf eitthvert vesen að stýra landinu. Á 9. áratugnum voru margar ríkisstjórnir myndaðar og mikið um rifrildi og bakstungur. Það var líka óðaverðbólga og samningar milli launþega og vinnuveitanda höfðu ekki mikinn líftíma. Tækifærismennska ríkti í efnahagsmálum. Tími refskáka og refabúa. Svo breyttist allt. Það var gerð þjóðarsátt á vinnumarkaði og sterkur leiðtogi kom fram sem fólk taldi ýmist Jésús eða Belsebúb. Skoðanakannanir voru marktækar. Allt var í föstum skorðum. Alþjóðavæðingin bauð upp á mexíkóskan mat með kryddblöndum innfluttum frá Svíþjóð. Trúarleg þrenning fullkomnuð með heilagri Maríu frá Gautaborg. Samtímann er erfiðara að greina. Jafnvel síðustu fimmtán ár eru enn hálfgerð móða í huga mínum. Hér varð bæði hrun og svokallað hrun. Mogginn birtir enn minningargreinar og mér skilst að börn fæðist enn, einkum á Landspítalanum. Mér finnst persónulega skemmtilegra að greina fortíðina og framtíðina. Össur Skarphéðinsson spáði því nýlega að í kjölfar kosninga í haust mætti búast við langvarandi stjórnarkreppu. Hann tók undir orð Ólafs Ragnars, fráfarandi forseta, sem hafði svipaðar áhyggjur fyrr á árinu. Ég met báða þessa menn mikils. Fáir hafa gengið um í grárri fötum og verið með stærri gleraugu en Ólafur Ragnar. Össur lætur sér nægja þunn lestrargleraugu og er það fyrir bestu. Ef hann væri með Henry Kissinger gleraugu þá væri hann of ráðríkur og yfirþyrmandi. Ef Davíð Oddson hefði gengið með gleraugu hefði hann líklega náð að breyta NATO í sambandsríki og stjórnað því sjálfur af Háaleitisbrautinni í gegnum takkasíma. En aftur að mögulegri stjórnarkreppu. Ég tek undir með Össuri og Ólafi. Ég held að maður þurfi ekki einu sinni að vera djúpvitur til að leggja fram þessa spá. Sé rýnt í skoðanakannanir er líklegt að fylgi mun dreifast víða í kosningunum í haust. Auk þess liggja línur flokkanna þannig að erfitt er að sjá augljósa ríkisstjórn myndast.Bakstunguballett Það hefur reyndar verið skortur á stjórnfestu á Íslandi alveg síðan fyrir hrun þegar ríkisstjórnin réð ekki lengur ferðinni heldur stjórnlausir bankamenn í leit að lánalínum. Þetta er löngu orðið að bakstunguballett. En alvöru stjórnarkreppa er ekki fyrirbæri sem við eigum að taka af léttúð. Það er alvarlegt mál ef ekki verður starfandi ríkisstjórn með tilhlýðandi starfsfrið í langan tíma. En varla kemur það á óvart ef það gerist. Það á einfaldlega eftir að ná sáttum um svo margt og sárin hafa ekki gróið þó makríll hafði veiðst eða túristar streymi til landsins. Fólk er ekki alveg búið að melta Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010. Einkum þessa tilvitnun í Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins: „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Ef við værum áhorfendur að leikriti sem hófst árið 1944 þá væri þetta lokalínan í öðrum leikhluta (til upprifjunar þá eru þrír leikhlutar í klassískum leikritum). Það er freistandi að sleppa því að reyna að greiða úr þessu. Byrjum frekar upp á nýtt. Gerum eins og Frakkarnir. Búum til okkar Deuxième République og höggvum nokkra hausa. Rómantískasta hugmynd sem ég veit er að standa í náttslopp með bensínbrúsa og smávindil og horfa á samfélagið brenna. Helst í hægum andvara með mjúkar snjóflyksur allt um kring. En viðurkennum það bara. Það er enginn að fara að kveikja í neinu. Hver ætlar annars að gera það? Twitter-samfélagið? Pirraðir pistlahöfundar?Casa Fíesta í refapelsi Vinnum þetta frekar út frá gráu gleraugunum. Gefum þessu tuttugu ár. Við skulum ekki gleyma að nú höfum við sögu til að kafa ofan í. Það náðist sátt á vinnumarkaði á sínum tíma. Það náðist líka sátt um Evrópusamstarfið með EES-samningnum. Við förum ekki aftur í refaævintýri. Yngri kynslóðir geta lært svo margt af þeim eldri. Píratar geta lært mikið af Össuri. Allir geta lært mikið af Ólafi Ragnari og Davíð Oddssyni. Þó að einhverjir vilji mála þessa menn upp sem gamla freka kalla þá er viska þeirra (og breyska) samt lykillinn að úrlausn þriðja leikhluta. Það er næstum orðinn viðtekinn hluti af menningunni að líta á stjórnmálafólk sem hyski eftir að það hefur lokið störfum. Eins og þetta fólk séu notaðar eldhústuskur. Sumar konur segja að vinnuumhverfi stjórnmálanna sé fjandsamlegt og bæði kyn veigra sér við að sinna stjórnmálum lengi. Ég held að það sé krafan um ferskleika sem fælir. Stjórnmál eru óþolandi gripa- og skoðanasýning. Samt veit ég fátt hallærislegra en ferskt stjórnmálafólk. Frekar vil ég gleraugu í yfirstærð og yfirburða gáfnafar sem hunsar alla tískustrauma. Þetta sem við höfum er bara það sem við höfum. Fiskurinn í sjónum og túristar sem vilja gapa á jöklana og ekki nema 330 þúsund íbúar sem þurfa sæmilegt húsnæði, hlýja sokka og vilja helst ekki finna fyrir útilokun og niðurlægingu. Er það ekki verkefni sem er hægt að leysa á næstu tuttugu árum án þess að vera sífellt að hóta að sækja eldspýtur? Í nafni heilagrar Casa Fíestu í refapelsi. Hér mun ríkja stjórnarkreppa. Það verður aldrei aftur neinn Davíð að bíta í Big Macinn. En átök hafa tilgang. Ristum upp úlnliði og sverjumst í systbræðralag og látum blóðið flæða yfir húddið á gömlum Volvo Lapplander. Skálum. Upp er runninn mest spennandi hluti leikritsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.