Sláðu í gegn í partíi helgarinnar Guðrún Jóna stefánsdóttir skrifar 30. september 2016 10:00 Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í hópfimleikum er spennt fyrir Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Sloveníu. Vísir/Anton Fréttablaðið leit inn á æfingu hjá kvennalandsliðinu í hópfimleikum í gær. Hópurinn er á lokametrum undirbúnings fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Slóveníu þann 12. október og er stefnan tekin á toppinn. Evrópumótið leggst mjög vel í okkur allar, það er kominn mikill spenningur í hópinn enda vorum við að klára æfingamót fyrr í þessari viku, og tími til að fara að byrja að pakka í töskur,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðins í hópfimleikum, spurð út í Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Maribor í næsta mánuði. Kvennalandsliðið í fimleikum á harma að hefna frá því á Íslandi fyrir tveimur árum, þegar þær gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið. Undirbúningurinn hefur staðið yfir í margar vikur og óhætt að segja að stelpurnar séu vel tilbúnar í slaginn í ár. „Það hefur gengið alveg eins og á að ganga, eins og staðan er núna erum við ekki með allt fullkomlega tilbúið enda á það að gerast úti í Slóveníu. Það er algjörleg á hreinu að við megum ekki toppa okkur of snemma,“ segir Andrea og bætir við að hópurinn vinni nú að því að fínpússa æfingar.Við fengum landsliðið til að kenna lesendum tvær vel valdar fimleikabrellur sem má sjá hér fyrir neðan.HandstaðaSkref. Byrja upp við vegg og klifra með fótunum um leið og þú færir hendurnar nær veggnum, muna að spenna kviðinn og þrýsta öxlum upp að eyrum.Skref Sparka upp í handstöðu, spenna axlir og kvið, gott að hafa mjúkt undirlag ef allt klúðrast. Ísland sendir tvö lið til keppni: Kvennalandslið og mix-lið en samhliða mótinu fer einnig fram Evrópumót unglinga og Ísland sendir einnig tvö lið til keppni þar. „Við förum út þann 10. október, með leiguflugi þar sem stuðningsmenn koma með okkur í flugi. Það er alveg frábært að finna fyrir góðum stuðningi á svona stóru móti,“ segir Andrea.SplittSkref. Mikilvægt að vera búinn að liðka nárann til því við viljum ekki slíta neitt, til dæmis smá fótsveiflur.Skref. Síðan bara renna sér hægt niður.Skref. Þetta skal svo endurtaka í allt að 30 sekúndur, á dag svo hægt sé að gera þetta með lítilli fyrirhöfn í næsta partýi. Landsliðið hefur æft stíft undanfarið og konurnar hafa það fram yfir önnur lönd hversu oft þær geta æft saman sem skiptir miklu máli þegar kemur að samheldni og stemmingu í hópnum. „Liðsheildin og gleðin er alveg frábær og gerir ferlið allt mjög skemmtilegt, við höfum æft sem hópur síðan um miðjan júní og höfum það fram yfir hin liðin sem hittast í mesta lagi fimm sinnum fyrir stórmót eins og þetta,“ segir hún og bætir við að íþróttin fari vaxandi með hverju ári og áhuginn fyrir fimleikum hafi sjaldan verið meiri. Fimleikar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Fréttablaðið leit inn á æfingu hjá kvennalandsliðinu í hópfimleikum í gær. Hópurinn er á lokametrum undirbúnings fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Slóveníu þann 12. október og er stefnan tekin á toppinn. Evrópumótið leggst mjög vel í okkur allar, það er kominn mikill spenningur í hópinn enda vorum við að klára æfingamót fyrr í þessari viku, og tími til að fara að byrja að pakka í töskur,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðins í hópfimleikum, spurð út í Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Maribor í næsta mánuði. Kvennalandsliðið í fimleikum á harma að hefna frá því á Íslandi fyrir tveimur árum, þegar þær gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið. Undirbúningurinn hefur staðið yfir í margar vikur og óhætt að segja að stelpurnar séu vel tilbúnar í slaginn í ár. „Það hefur gengið alveg eins og á að ganga, eins og staðan er núna erum við ekki með allt fullkomlega tilbúið enda á það að gerast úti í Slóveníu. Það er algjörleg á hreinu að við megum ekki toppa okkur of snemma,“ segir Andrea og bætir við að hópurinn vinni nú að því að fínpússa æfingar.Við fengum landsliðið til að kenna lesendum tvær vel valdar fimleikabrellur sem má sjá hér fyrir neðan.HandstaðaSkref. Byrja upp við vegg og klifra með fótunum um leið og þú færir hendurnar nær veggnum, muna að spenna kviðinn og þrýsta öxlum upp að eyrum.Skref Sparka upp í handstöðu, spenna axlir og kvið, gott að hafa mjúkt undirlag ef allt klúðrast. Ísland sendir tvö lið til keppni: Kvennalandslið og mix-lið en samhliða mótinu fer einnig fram Evrópumót unglinga og Ísland sendir einnig tvö lið til keppni þar. „Við förum út þann 10. október, með leiguflugi þar sem stuðningsmenn koma með okkur í flugi. Það er alveg frábært að finna fyrir góðum stuðningi á svona stóru móti,“ segir Andrea.SplittSkref. Mikilvægt að vera búinn að liðka nárann til því við viljum ekki slíta neitt, til dæmis smá fótsveiflur.Skref. Síðan bara renna sér hægt niður.Skref. Þetta skal svo endurtaka í allt að 30 sekúndur, á dag svo hægt sé að gera þetta með lítilli fyrirhöfn í næsta partýi. Landsliðið hefur æft stíft undanfarið og konurnar hafa það fram yfir önnur lönd hversu oft þær geta æft saman sem skiptir miklu máli þegar kemur að samheldni og stemmingu í hópnum. „Liðsheildin og gleðin er alveg frábær og gerir ferlið allt mjög skemmtilegt, við höfum æft sem hópur síðan um miðjan júní og höfum það fram yfir hin liðin sem hittast í mesta lagi fimm sinnum fyrir stórmót eins og þetta,“ segir hún og bætir við að íþróttin fari vaxandi með hverju ári og áhuginn fyrir fimleikum hafi sjaldan verið meiri.
Fimleikar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira