Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2016 14:00 Guðni Th. og Eliza Reid við innsetninguna í embætti forseta Íslands þann 1. ágúst síðastliðinn. Vísir/Eyþór Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, segist hafa haft miklar áhyggjur af því sem barn og unglingur hve stór eyru hann væri með. Hann hvatti nemendur í Kvennaskólanum í Reykjavík í morgun til þess að vera þau sjálf, fresta neyslu áfengis eins mikið og þau gætu og hætta að hafa áhyggjur af því hvað öðrum fyndist um þau. Sjálfur hefði hann dottið allshressilega í það í fyrsta skipti sem hann neytti áfengis og myndi ekki eftir því. Aðrir væru til frásagnar um það. Guðni heimsótti skóla á höfuðborgarsvæðinu í morgun í tilefni Forvarnardagsins. Kom hann við í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, þar sem Guðni bjó þar til nýlega, og mætti einnig í Kvennó og ræddi við nemendur. Heimsókn Guðna var í beinni útsendingu á Facebook-síðu Keðjunnar, nemendafélags skólans. „Maður fær samviskubit að trufla svona duglegt fólk í tíma,“ sagði Guðni sem leit við í þýskutíma áður en hann ræddi við fjölmennan hóp nemenda og svaraði spurningum sem þeim brann á hjarta. Hann rifjaði upp sín eigin menntaskólaár. „Á þeim tíma var unglingadrykkja og neysla tóbaks miklu algengari en nú er,“ sagði Guðni. „Því lengur sem þið bíðið með að byrja að reykja eða drekkja, því betra.“Guðni Th. fyrir kappræður í sjónvarpssal í aðdraganda forsetakosninganna.Vísir/Anton BrinkEkki láta efni stjórna manniGuðni lagði áherslu á að ákvörðunin væri að sjálfsögðu nemendanna sjálfra, enginn gæti sagt þeim fyrir verkum. Þau ættu að einbeita sér að því að láta drauma sína rætast. „Þið ráðið þessu sjálf en þið þurfið að finna að það er þægilegra að ráða því algjörlega. Taka ekki inn í sitt líf efni sem fara að stjórna manni. Fara að taka yfir.“ Guðni sagðist ekki vilja vera að predika og íhugaði hvernig hann gæti náð til nemendanna „Ég myndi setja niður á blað, hvað vil ég verða? Vil ég verða forseti? Það geta ekki allir orðið forsetar. Ég ætlaði ekki að vera forseti á ykkar aldri. Var alveg ósegjanlega feiminn og lítill í mér, fannst jafnvel stundum að það væri ekki mikið varið í mig. Svo smám saman fann ég hvað ég vildi gera, í hverju ég væri góður. Það var, eins hallærislegt og það hljómar, sagnfræði.“ Guðni, sem er einn virtasti sagnfræðingur Íslands, sagðist hafa hætt að hafa áhyggjur af því hvað aðrir hugsuðu um sig. Það hefði alls ekki alltaf verið þannig. „Ég er með stór eyru, alveg risastór eyru. Þegar ég var á ykkar aldri hélt ég að allir væru að hugsa um þetta,“ sagði Guðni. En þannig væri það ekki. „Það er þvílíkt frelsi fólgið í því að hafa ekki áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa um mig.“ Hann sagði að líklega væri enn erfiðara að vera unglingur í dag sökum snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. Hann minnti þó á að hjálp væri að fá víða, hjá fullorðna fólkinu, kennurum, foreldrum og svo auðvitað vinum líka. Heimurinn væri ekki fullkominn og fullorðna fólkið gæti hjálpað. „Stöndum saman og gerum heiminn þannig betri,“ sagði Guðni og áttaði sig á því að hann hafði gleymt að nefna rafrettur í máli sínu um vímuefni. Margir héldu að þær væru lausnin, góð víma og engin slæm áhrif. Það væri alls ekki rétt. „Ef það er eitthvað sem ég get gert sem forseti, þá er það að banna ykkur að nota rafrettur,“ sagði Guðni ákveðinn en þó með léttum tóni og uppskar hlátur frá nemendunum.Að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forvarnardaginn.Ekki sofið út síðan 2007 Guðni náði vel til nemendanna og gaf þeim færi á að spyrja sig spurninga, að hverju sem er. Ein stúlkan spurði hvenær hann þyrfti að vakna á morgnana. Guðni upplýsti að vekjaraklukkan væri stillt á sjö en börnin þyrftu að vera mætt í skólann korter yfir átta, og leikskólaliðið líka. Framhaldsspurningin var svo hvort hann mætti ekki sofa út? „Ja,“ sagði Guðni og uppskar hlátur. „Þegar þú átt þriggja, fimm, sjö og níu ára börn þá sefurðu ekki út. Ég svaf síðast út árið 2007,“ sagði Guðni. Kannski kæmi að því að hann svæfi út en það væri líka mjög annasamt starf að vera forseti. „Mér finnst gaman að það sé mikið að gera og ég get ekki sofið út.“Guðni í Nice í Frakklandi ásamt Elizu Reid, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussajeff fyrir landsleik Íslands og Englands á EM í sumar.Vísri/VilhelmFjórar glæsikerrur og Toyota Previa Næst spurði ung stúlka hvort Guðni myndi eftir skilaboðum sem hún sendi honum á Facebook, sem sneri að ljósum á Bessastöðum sem væru að angra hana. Guðni svaraði því játandi og upplýsti að búið væri að laga ljósin. Bílar forseta Íslands vöktu forvitni nemenda en jeppinn sem Guðni mætti á í Kvennó var merktur númer þrjú. Guðni upplýsti að fjórir bílar væru í eigu embættisins. Auk jeppans væri bíll frá sjötta áratugnum, Lexus sem væri á verkstæði og Cadillac. Nemendunum fannst greinilega flott að Cadillac væri þar á meðal. „Það er flott að vera í Cadillac-num,“ grínaðist Guðni. Þau Eliza ættu svo Toyota Previu. „Það er eini bíllinn sem allir krakkarnir komast í.“Eliza aðstoðar Guðna í húsakynnum RÚV á kosningakvöldinu í sumar.Vísir/Anton BrinkSpurning um að hrökkva eða stökkva Forsetinn var næst spurður að því hvers vegna hann hefði boðið sig fram til að gegna embættinu. „Ég bauð mig fram af því ég sá að það voru miklar líkur á að ég myndi vinna,“ sagði Guðni og útskýrði nánar. Hann rifjaði lauslega upp Wintris-málið sem leiddi til afsagnar forsætisráðherra og mikillar viðveru á sjónvarpsskjánum á meðan á því máli stóð. Í kjölfarið hafi hann fengið áskoranir, miklu fleiri en áður. Fram til þess hefði hann talið tímann ekki réttann og að hann væri ekki nógu þekktur. „Svo gerbreyttist þetta þarna. Ég fór að pæla í þessu,“ sagði Guðni. „Lífið er þannig að það koma upp einhver tækifæri, þá er það spurningin um að hrökkva eða stökka.“ Honum fyndist þægilegra að sjá eftir því sem hann gerði en því sem hann gerði ekki. Hann bætti þó við að hann hafi líka viljað verða forseti af því hann hefði skýrar hugmyndir um embættið og væri viss um að hann gæti sinnt því vel.Guðni ræðir við gesti og gangandi á Seltjarnarnesi daginn eftir að hann náði kjöri til embættis forseta Íslands.Vísir/Anton BrinkDatt skelfilega í þaðGuðni var spurður út í samband hans við áfengi og vímuefni. Hvort hann hefði neytt fíkniefna. „Ekki harðra fíkniefna. Aldrei prófað hass eða neitt slíkt. Ég hef drukkið, mér finnst enn allt í lagi að fá mér hvítvínsglas eða rauðvínsglas með mat - veit ekkert skemmtilegra en að horfa á einn fótboltaleik og drekka einn öl,“ sagði Guðni. „Ég hélt að þetta væri málið,“ sagði Guðni og minntist unglingsáranna. „Ég datt illa í það fyrst þegar ég neytti áfengis. Það var alveg skelfilegt. Ég man ekkert eftir því, mér hefur verið sagt að það var skelfilegt.“ Hann minntist í framhaldinu á hversu miklu betra væri að vera edrú en fullur, til dæmis á balli. „Að vera með sjálfum sér, grínast með vinunum verða skotin(n) í stelpu eða strák. Að þora að finna í sjálfum sér að vera maður sjálfur. Þetta er skemmtun, ekki hitt, að deifa veruleikann og búa til gervihugrekki sem hverfur svo.“ Guðni minnti á að sumir á hans aldri væru alkóhólistar og hefðu ekki stjórn á drykkju sinni. „Ef ég finn að ég er farinn að finna á mér fara viðvörunarbjöllur í gang.“ Hann hefði þó aldrei reykt. „Og það er bannað að reykja líka,“ sagði Guðni og skipaði nemendum fyrir á glettinn hátt við góðar undirtektir. Þá minnti hann á skaðsemi munntóbaks. „Þvílíkur viðbjóður,“ sagði Guðni. Það væri ljótur fjandi og líklega enn erfiðara að láta af þeirri iðju en reykingum.Að neðan má sjá myndband fyrir Forvarnardaginn árið 2012 sem vakti töluverða athygli.Verk að vinna þegar kemur að jafnrétti Forsetinn var spurður klassískrar spurningar, hvort hann væri femínisti. „Já, ég er oft spurður að því. Fyrir mér að vera femínisti er það að vera alveg kynblindur. Það skiptir engu máli þegar þú horfir á manneskju, ertu strákur eða stelpa? Það á ekki að skipta neinu einasta máli.“ Það ætti að gilda alls staðar, til dæmis á heimilinu og alveg óháð því hvernig hlutirnir hafi verið í fortíðinni. Hann ætti ekki að geta komið heim eftir langan dag, sett fæturnar upp og beðið konuna um að elda. Að vera femínisti í hans augum væri líka að ætlast ekki til þess að það sé einhver fyrirfram ákveðin skipting í heimilisstörfum. Verk væri að vinna. Nefndi Guðni eigin fordóma frá því fyrr í vikunni þegar hann var spurður þessarar sömu spurningar af tveimur stúdentum, tveimur ungum konum. Hann hefði spurt þær hvað þær væru að læra. Sú fyrri hefði sagt félagsfræði en hin síðari iðnaðarverkfræði. „Iðnaðarverkfræði!“ sagði Guðni og vísaði í sjálfan sig. Það væri glórulaust að lyfta brúnum yfir því að stelpa væri í iðnaðarverkfræði. Þær væru raunar fjölmargar í iðnaðarverkfræði. „Það er verk að vinna, en ég er samt femínisti.“Guðni og Raggi Bjarna taka lagið á kosningavöku þess fyrrnefnda í sumar.Vísir/HannaÓsammála Trump en tekur ekki afstöðu Nafnið Donald Trump bar á góma og var Guðni spurður út í álit sitt á forsetaefni Repúblikana. Í fyrsta skipti í heimsókninni var Guðni var um sig þegar hann svaraði spurningunni. Hann minnti á að hann væri þjóðhöfðingi Íslendinga og ætti ekki að skipta sér af málefnum annarra ríkja. Vel gæti farið að Trump yrði forseti Bandaríkjanna. „Það er margt sem hann hefur gert sem mér líkar ekki við. Ef ég væri sagnfræðingur myndi ég halda áfram,“ sagði Guðni og fékk í framhaldinu spurninguna hvort hann myndi kjósa Hillary Clinton eða Trump. „Ég vil ekki svara því. Ég held þú vitir hvað ég myndi kjósa.“ En hvað fær forsetinn sér í bragðarefinn sinn? Fyrir þá sem ekki vita er bragðarefur ís þar sem ávöxtum eða sælgæti er blandað út í. Afar vinsæl söluvara í ísbúðum landsins. Guðni sagðist myndu fá sér banana og lakkrís. „Lakkrís, það er mín fíkn. Ef ég fæ sambólakkríspoka þá klára ég hann og mér líður illa í hálftíma á eftir.“Eliza og Guðni á svölunum á húsi sínu á Seltjarnarnesi að fagna sigri í forsetakosningunum með gestum og gangandi.Vísir/Anton BrinkBaráttan um bílastæðinGuðni tók ekki vel í hugmyndir nemanda að hækka hámarkshraðann á Sæbraut úr 60 km/klst í 70 km/klst eða meira. Vísaði hann til þess að ekki myndu margar sekúndur sparast á leiðinni í skólann og betra væri að láta gangandi njóta vafans. Bílamál voru áfram á dagskrá en nú var sjónum beint að bílastæðum við skrifstofu forsetans í Sóleyjargötu. Einn nemandi hafði nefnilega fengið hringingu þar sem henni var tilkynnt að hún hefði lagt í bílastæði forsetans. Hún hefði þó ekki séð neina gula merkingu við stæðið. „Var ekki skilti?“ spurði Guðni og uppskar hlátur. Stúlkan viðurkenndi að mögulega hefði verið skilti en Guðni notaði samt tækifærið og kallaði til skrifstofustjórans Árna Sigurjónssonar: „Árni, hvar er gula málningin okkar? Við verðum að merkja þetta betur.“ Forsetinn hefur nokkur bílastæði við skrifstofu sína sem nemendur veltu fyrir sér hvort væru nauðsynleg. Guðni upplýsti að fjórir starfsmenn væru á skrifstofunni og þangað kæmi fólk mjög reglulega í heimsókn. Ekki væri hægt að ætlast til þess að þeir væru að hringsóla um hverfið í leit að stæði. „Látiði þessi stæði í friði,“ grínaðist Guðni. Þá kom Guðni inn á mikilvægi þess að vera ekki yfir hluti hafinn, eins og að panta pizzu og sækja hana eða fara út í búð að kaupa í matinn. Hann hafi í síðustu búðarferð sinni hitt fólk sem hafi gefið honum dýrmætar upplýsingar. Auðvitað gæti fólk farið fyrir hann en hann vildi ekki missa af tækifærinu til að hitta fólk. „Ég er ekki að sýnast. Mér finnst gott að geta farið út að versla. Ég vil gera það áfram.“ Guðna var spurður að því af einum nemenda hvernig hann tæki í það ef hann myndi mæta á Bessastaði og biðja um leyfi til þess að nota trampólínið. „Ég skal ekki útiloka það algjörlega,“ sagði Guðni. „Þetta trampólín er fyrst og fremst ætlað börnum,“ bætti hann við og útskýrði að upp gæti komið ákveðinn fordæmisvandi. „Ef þú settir á Facebook eða Twitter: „Fór á Bessó á trampólínið hjá Guðna. Cool!“,“ sagði Guðni. Það gæti verið erfitt að sjá fyrir hvaða áhrif það hefði. Áður en yfir lauk var Guðni beðinn um að taka víkingaklappið fræga. Guðni var ekki sérstaklega spenntur. Hann sagði að vissulega hefði hann verið að hvetja þau til að vera þau sjálf og ekki hugsa um hvað aðrir segðu. „Sumum þykir þetta alveg ofboðslegea lúðalegt og spyrja, hvað er forsetinn að pæla í því að vera að stunda þetta?“ Formaður Keðjunnar steig fram og í sameiningu stýrðu þeir Guðni víkingaklappinu áður en forsetinn þakkaði fyrir sig, hvatti nemendur til að vera þeir sjálfir og hélt á vit næsta verkefnis.Að neðan má svo sjá upptöku frá heimsókn Guðna í Kvennaskólann. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki í lagi að sleppa takinu“ Það er ekki í lagi að foreldrar sleppi takinu og leggi blessun sína yfir áfengisneyslu barna þegar þau byrja í framhaldsskóla. Þetta sagði forseti Íslands á kynningarfundi um Forvarnardaginn í dag. 7. október 2013 18:45 Guðni Th. kynnti Forvarnadaginn fyrir grunnskólanemendum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kynnti í dag Forvarnardaginn sem haldin er á hverju hausti í því sem næst öllum grunnskólum landsins. 10. október 2016 12:24 Jón Gnarr ber skaðann af vímuefnaneyslu til frambúðar Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. 29. október 2012 19:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, segist hafa haft miklar áhyggjur af því sem barn og unglingur hve stór eyru hann væri með. Hann hvatti nemendur í Kvennaskólanum í Reykjavík í morgun til þess að vera þau sjálf, fresta neyslu áfengis eins mikið og þau gætu og hætta að hafa áhyggjur af því hvað öðrum fyndist um þau. Sjálfur hefði hann dottið allshressilega í það í fyrsta skipti sem hann neytti áfengis og myndi ekki eftir því. Aðrir væru til frásagnar um það. Guðni heimsótti skóla á höfuðborgarsvæðinu í morgun í tilefni Forvarnardagsins. Kom hann við í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, þar sem Guðni bjó þar til nýlega, og mætti einnig í Kvennó og ræddi við nemendur. Heimsókn Guðna var í beinni útsendingu á Facebook-síðu Keðjunnar, nemendafélags skólans. „Maður fær samviskubit að trufla svona duglegt fólk í tíma,“ sagði Guðni sem leit við í þýskutíma áður en hann ræddi við fjölmennan hóp nemenda og svaraði spurningum sem þeim brann á hjarta. Hann rifjaði upp sín eigin menntaskólaár. „Á þeim tíma var unglingadrykkja og neysla tóbaks miklu algengari en nú er,“ sagði Guðni. „Því lengur sem þið bíðið með að byrja að reykja eða drekkja, því betra.“Guðni Th. fyrir kappræður í sjónvarpssal í aðdraganda forsetakosninganna.Vísir/Anton BrinkEkki láta efni stjórna manniGuðni lagði áherslu á að ákvörðunin væri að sjálfsögðu nemendanna sjálfra, enginn gæti sagt þeim fyrir verkum. Þau ættu að einbeita sér að því að láta drauma sína rætast. „Þið ráðið þessu sjálf en þið þurfið að finna að það er þægilegra að ráða því algjörlega. Taka ekki inn í sitt líf efni sem fara að stjórna manni. Fara að taka yfir.“ Guðni sagðist ekki vilja vera að predika og íhugaði hvernig hann gæti náð til nemendanna „Ég myndi setja niður á blað, hvað vil ég verða? Vil ég verða forseti? Það geta ekki allir orðið forsetar. Ég ætlaði ekki að vera forseti á ykkar aldri. Var alveg ósegjanlega feiminn og lítill í mér, fannst jafnvel stundum að það væri ekki mikið varið í mig. Svo smám saman fann ég hvað ég vildi gera, í hverju ég væri góður. Það var, eins hallærislegt og það hljómar, sagnfræði.“ Guðni, sem er einn virtasti sagnfræðingur Íslands, sagðist hafa hætt að hafa áhyggjur af því hvað aðrir hugsuðu um sig. Það hefði alls ekki alltaf verið þannig. „Ég er með stór eyru, alveg risastór eyru. Þegar ég var á ykkar aldri hélt ég að allir væru að hugsa um þetta,“ sagði Guðni. En þannig væri það ekki. „Það er þvílíkt frelsi fólgið í því að hafa ekki áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa um mig.“ Hann sagði að líklega væri enn erfiðara að vera unglingur í dag sökum snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. Hann minnti þó á að hjálp væri að fá víða, hjá fullorðna fólkinu, kennurum, foreldrum og svo auðvitað vinum líka. Heimurinn væri ekki fullkominn og fullorðna fólkið gæti hjálpað. „Stöndum saman og gerum heiminn þannig betri,“ sagði Guðni og áttaði sig á því að hann hafði gleymt að nefna rafrettur í máli sínu um vímuefni. Margir héldu að þær væru lausnin, góð víma og engin slæm áhrif. Það væri alls ekki rétt. „Ef það er eitthvað sem ég get gert sem forseti, þá er það að banna ykkur að nota rafrettur,“ sagði Guðni ákveðinn en þó með léttum tóni og uppskar hlátur frá nemendunum.Að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forvarnardaginn.Ekki sofið út síðan 2007 Guðni náði vel til nemendanna og gaf þeim færi á að spyrja sig spurninga, að hverju sem er. Ein stúlkan spurði hvenær hann þyrfti að vakna á morgnana. Guðni upplýsti að vekjaraklukkan væri stillt á sjö en börnin þyrftu að vera mætt í skólann korter yfir átta, og leikskólaliðið líka. Framhaldsspurningin var svo hvort hann mætti ekki sofa út? „Ja,“ sagði Guðni og uppskar hlátur. „Þegar þú átt þriggja, fimm, sjö og níu ára börn þá sefurðu ekki út. Ég svaf síðast út árið 2007,“ sagði Guðni. Kannski kæmi að því að hann svæfi út en það væri líka mjög annasamt starf að vera forseti. „Mér finnst gaman að það sé mikið að gera og ég get ekki sofið út.“Guðni í Nice í Frakklandi ásamt Elizu Reid, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussajeff fyrir landsleik Íslands og Englands á EM í sumar.Vísri/VilhelmFjórar glæsikerrur og Toyota Previa Næst spurði ung stúlka hvort Guðni myndi eftir skilaboðum sem hún sendi honum á Facebook, sem sneri að ljósum á Bessastöðum sem væru að angra hana. Guðni svaraði því játandi og upplýsti að búið væri að laga ljósin. Bílar forseta Íslands vöktu forvitni nemenda en jeppinn sem Guðni mætti á í Kvennó var merktur númer þrjú. Guðni upplýsti að fjórir bílar væru í eigu embættisins. Auk jeppans væri bíll frá sjötta áratugnum, Lexus sem væri á verkstæði og Cadillac. Nemendunum fannst greinilega flott að Cadillac væri þar á meðal. „Það er flott að vera í Cadillac-num,“ grínaðist Guðni. Þau Eliza ættu svo Toyota Previu. „Það er eini bíllinn sem allir krakkarnir komast í.“Eliza aðstoðar Guðna í húsakynnum RÚV á kosningakvöldinu í sumar.Vísir/Anton BrinkSpurning um að hrökkva eða stökkva Forsetinn var næst spurður að því hvers vegna hann hefði boðið sig fram til að gegna embættinu. „Ég bauð mig fram af því ég sá að það voru miklar líkur á að ég myndi vinna,“ sagði Guðni og útskýrði nánar. Hann rifjaði lauslega upp Wintris-málið sem leiddi til afsagnar forsætisráðherra og mikillar viðveru á sjónvarpsskjánum á meðan á því máli stóð. Í kjölfarið hafi hann fengið áskoranir, miklu fleiri en áður. Fram til þess hefði hann talið tímann ekki réttann og að hann væri ekki nógu þekktur. „Svo gerbreyttist þetta þarna. Ég fór að pæla í þessu,“ sagði Guðni. „Lífið er þannig að það koma upp einhver tækifæri, þá er það spurningin um að hrökkva eða stökka.“ Honum fyndist þægilegra að sjá eftir því sem hann gerði en því sem hann gerði ekki. Hann bætti þó við að hann hafi líka viljað verða forseti af því hann hefði skýrar hugmyndir um embættið og væri viss um að hann gæti sinnt því vel.Guðni ræðir við gesti og gangandi á Seltjarnarnesi daginn eftir að hann náði kjöri til embættis forseta Íslands.Vísir/Anton BrinkDatt skelfilega í þaðGuðni var spurður út í samband hans við áfengi og vímuefni. Hvort hann hefði neytt fíkniefna. „Ekki harðra fíkniefna. Aldrei prófað hass eða neitt slíkt. Ég hef drukkið, mér finnst enn allt í lagi að fá mér hvítvínsglas eða rauðvínsglas með mat - veit ekkert skemmtilegra en að horfa á einn fótboltaleik og drekka einn öl,“ sagði Guðni. „Ég hélt að þetta væri málið,“ sagði Guðni og minntist unglingsáranna. „Ég datt illa í það fyrst þegar ég neytti áfengis. Það var alveg skelfilegt. Ég man ekkert eftir því, mér hefur verið sagt að það var skelfilegt.“ Hann minntist í framhaldinu á hversu miklu betra væri að vera edrú en fullur, til dæmis á balli. „Að vera með sjálfum sér, grínast með vinunum verða skotin(n) í stelpu eða strák. Að þora að finna í sjálfum sér að vera maður sjálfur. Þetta er skemmtun, ekki hitt, að deifa veruleikann og búa til gervihugrekki sem hverfur svo.“ Guðni minnti á að sumir á hans aldri væru alkóhólistar og hefðu ekki stjórn á drykkju sinni. „Ef ég finn að ég er farinn að finna á mér fara viðvörunarbjöllur í gang.“ Hann hefði þó aldrei reykt. „Og það er bannað að reykja líka,“ sagði Guðni og skipaði nemendum fyrir á glettinn hátt við góðar undirtektir. Þá minnti hann á skaðsemi munntóbaks. „Þvílíkur viðbjóður,“ sagði Guðni. Það væri ljótur fjandi og líklega enn erfiðara að láta af þeirri iðju en reykingum.Að neðan má sjá myndband fyrir Forvarnardaginn árið 2012 sem vakti töluverða athygli.Verk að vinna þegar kemur að jafnrétti Forsetinn var spurður klassískrar spurningar, hvort hann væri femínisti. „Já, ég er oft spurður að því. Fyrir mér að vera femínisti er það að vera alveg kynblindur. Það skiptir engu máli þegar þú horfir á manneskju, ertu strákur eða stelpa? Það á ekki að skipta neinu einasta máli.“ Það ætti að gilda alls staðar, til dæmis á heimilinu og alveg óháð því hvernig hlutirnir hafi verið í fortíðinni. Hann ætti ekki að geta komið heim eftir langan dag, sett fæturnar upp og beðið konuna um að elda. Að vera femínisti í hans augum væri líka að ætlast ekki til þess að það sé einhver fyrirfram ákveðin skipting í heimilisstörfum. Verk væri að vinna. Nefndi Guðni eigin fordóma frá því fyrr í vikunni þegar hann var spurður þessarar sömu spurningar af tveimur stúdentum, tveimur ungum konum. Hann hefði spurt þær hvað þær væru að læra. Sú fyrri hefði sagt félagsfræði en hin síðari iðnaðarverkfræði. „Iðnaðarverkfræði!“ sagði Guðni og vísaði í sjálfan sig. Það væri glórulaust að lyfta brúnum yfir því að stelpa væri í iðnaðarverkfræði. Þær væru raunar fjölmargar í iðnaðarverkfræði. „Það er verk að vinna, en ég er samt femínisti.“Guðni og Raggi Bjarna taka lagið á kosningavöku þess fyrrnefnda í sumar.Vísir/HannaÓsammála Trump en tekur ekki afstöðu Nafnið Donald Trump bar á góma og var Guðni spurður út í álit sitt á forsetaefni Repúblikana. Í fyrsta skipti í heimsókninni var Guðni var um sig þegar hann svaraði spurningunni. Hann minnti á að hann væri þjóðhöfðingi Íslendinga og ætti ekki að skipta sér af málefnum annarra ríkja. Vel gæti farið að Trump yrði forseti Bandaríkjanna. „Það er margt sem hann hefur gert sem mér líkar ekki við. Ef ég væri sagnfræðingur myndi ég halda áfram,“ sagði Guðni og fékk í framhaldinu spurninguna hvort hann myndi kjósa Hillary Clinton eða Trump. „Ég vil ekki svara því. Ég held þú vitir hvað ég myndi kjósa.“ En hvað fær forsetinn sér í bragðarefinn sinn? Fyrir þá sem ekki vita er bragðarefur ís þar sem ávöxtum eða sælgæti er blandað út í. Afar vinsæl söluvara í ísbúðum landsins. Guðni sagðist myndu fá sér banana og lakkrís. „Lakkrís, það er mín fíkn. Ef ég fæ sambólakkríspoka þá klára ég hann og mér líður illa í hálftíma á eftir.“Eliza og Guðni á svölunum á húsi sínu á Seltjarnarnesi að fagna sigri í forsetakosningunum með gestum og gangandi.Vísir/Anton BrinkBaráttan um bílastæðinGuðni tók ekki vel í hugmyndir nemanda að hækka hámarkshraðann á Sæbraut úr 60 km/klst í 70 km/klst eða meira. Vísaði hann til þess að ekki myndu margar sekúndur sparast á leiðinni í skólann og betra væri að láta gangandi njóta vafans. Bílamál voru áfram á dagskrá en nú var sjónum beint að bílastæðum við skrifstofu forsetans í Sóleyjargötu. Einn nemandi hafði nefnilega fengið hringingu þar sem henni var tilkynnt að hún hefði lagt í bílastæði forsetans. Hún hefði þó ekki séð neina gula merkingu við stæðið. „Var ekki skilti?“ spurði Guðni og uppskar hlátur. Stúlkan viðurkenndi að mögulega hefði verið skilti en Guðni notaði samt tækifærið og kallaði til skrifstofustjórans Árna Sigurjónssonar: „Árni, hvar er gula málningin okkar? Við verðum að merkja þetta betur.“ Forsetinn hefur nokkur bílastæði við skrifstofu sína sem nemendur veltu fyrir sér hvort væru nauðsynleg. Guðni upplýsti að fjórir starfsmenn væru á skrifstofunni og þangað kæmi fólk mjög reglulega í heimsókn. Ekki væri hægt að ætlast til þess að þeir væru að hringsóla um hverfið í leit að stæði. „Látiði þessi stæði í friði,“ grínaðist Guðni. Þá kom Guðni inn á mikilvægi þess að vera ekki yfir hluti hafinn, eins og að panta pizzu og sækja hana eða fara út í búð að kaupa í matinn. Hann hafi í síðustu búðarferð sinni hitt fólk sem hafi gefið honum dýrmætar upplýsingar. Auðvitað gæti fólk farið fyrir hann en hann vildi ekki missa af tækifærinu til að hitta fólk. „Ég er ekki að sýnast. Mér finnst gott að geta farið út að versla. Ég vil gera það áfram.“ Guðna var spurður að því af einum nemenda hvernig hann tæki í það ef hann myndi mæta á Bessastaði og biðja um leyfi til þess að nota trampólínið. „Ég skal ekki útiloka það algjörlega,“ sagði Guðni. „Þetta trampólín er fyrst og fremst ætlað börnum,“ bætti hann við og útskýrði að upp gæti komið ákveðinn fordæmisvandi. „Ef þú settir á Facebook eða Twitter: „Fór á Bessó á trampólínið hjá Guðna. Cool!“,“ sagði Guðni. Það gæti verið erfitt að sjá fyrir hvaða áhrif það hefði. Áður en yfir lauk var Guðni beðinn um að taka víkingaklappið fræga. Guðni var ekki sérstaklega spenntur. Hann sagði að vissulega hefði hann verið að hvetja þau til að vera þau sjálf og ekki hugsa um hvað aðrir segðu. „Sumum þykir þetta alveg ofboðslegea lúðalegt og spyrja, hvað er forsetinn að pæla í því að vera að stunda þetta?“ Formaður Keðjunnar steig fram og í sameiningu stýrðu þeir Guðni víkingaklappinu áður en forsetinn þakkaði fyrir sig, hvatti nemendur til að vera þeir sjálfir og hélt á vit næsta verkefnis.Að neðan má svo sjá upptöku frá heimsókn Guðna í Kvennaskólann.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ekki í lagi að sleppa takinu“ Það er ekki í lagi að foreldrar sleppi takinu og leggi blessun sína yfir áfengisneyslu barna þegar þau byrja í framhaldsskóla. Þetta sagði forseti Íslands á kynningarfundi um Forvarnardaginn í dag. 7. október 2013 18:45 Guðni Th. kynnti Forvarnadaginn fyrir grunnskólanemendum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kynnti í dag Forvarnardaginn sem haldin er á hverju hausti í því sem næst öllum grunnskólum landsins. 10. október 2016 12:24 Jón Gnarr ber skaðann af vímuefnaneyslu til frambúðar Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. 29. október 2012 19:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
„Ekki í lagi að sleppa takinu“ Það er ekki í lagi að foreldrar sleppi takinu og leggi blessun sína yfir áfengisneyslu barna þegar þau byrja í framhaldsskóla. Þetta sagði forseti Íslands á kynningarfundi um Forvarnardaginn í dag. 7. október 2013 18:45
Guðni Th. kynnti Forvarnadaginn fyrir grunnskólanemendum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kynnti í dag Forvarnardaginn sem haldin er á hverju hausti í því sem næst öllum grunnskólum landsins. 10. október 2016 12:24
Jón Gnarr ber skaðann af vímuefnaneyslu til frambúðar Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. 29. október 2012 19:05