Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Sæunn Gísladóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Kosið verður um forseta í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Vísir/AFP Donald Trump, frambjóðandi Repúblíkanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mætti Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, mjög laskaður í forsetakappræðunum í nótt. Mjög var sótt að Trump eftir að hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir upptökuna hafa hlotið mikla gagnrýni vegna þess að þarna sé verið að tala illa um glæsilega hvíta konu og það fari ekki á milli mála að Trump hafi sagt þetta. Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump dragi framboð sitt til baka eftir að hljóðupptökunum, sem eru frá árinu 2005, var lekið. Mike Pence, varaforsetaefni Trumps, sagði ummælin ófyrirgefanleg og vilja fjölmargir að Pence taki við keflinu. Trump hefur beðist afsökunar á ummælunum, en segist ekki ætla að draga framboð sitt til baka. Þrátt fyrir þetta sýnir skoðanakönnun frá því í gær að stór hluti kjósenda Repúblíkanaflokksins standi með Trump. Hillary Clinton mælist þó með fjögurra prósentustiga forskot.Silja Bára Ómarsdóttir telur sigurlíkur Trump fara dvínandi. Fréttablaðið/Hörður SveinssonTrump hefur látið fjölda niðrandi ummæla falla í kosningabaráttunni. Silja Bára telur að þessi síðustu ummæli hafi sérstaklega hlotið gagnrýni vegna þess að hann var að tala um glæsilega hvíta konu og auðveldara sé að fordæma það. „Allt annað sem hann hefur verið að segja hefur verið rasismi, eða að hluta til rasismi, eða fitufordómar. Viðbrögðin sýna ef til vill hvað innbyggður rasismi er fastur í kerfinu,“ segir Silja Bára. Það að Trump hafi þegar verið búinn að missa fylgi hafi sennilega ýtt undir viðbrögðin. „Þetta vekur líka svona mikil viðbrögð vegna þess að það fer ekki á milli mála að þetta eru hans eigin orð og mynd og rödd. Áður hefur einhver verið að ásaka hann, en í þetta sinn er ekki hægt að draga í efa að hann hafi sagt þetta.“ Silja Bára segir mestar líkur á að Hillary Clinton sigri í kosningunum. „Nema að flokkurinn nái að sannfæra Trump um að hann þurfi að stíga til hliðar og þá er nýtt spil í gangi. En það er mjög ólíklegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Óborganlegt innslag 9. október 2016 17:26 „Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Donald Trump, frambjóðandi Repúblíkanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mætti Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, mjög laskaður í forsetakappræðunum í nótt. Mjög var sótt að Trump eftir að hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir upptökuna hafa hlotið mikla gagnrýni vegna þess að þarna sé verið að tala illa um glæsilega hvíta konu og það fari ekki á milli mála að Trump hafi sagt þetta. Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump dragi framboð sitt til baka eftir að hljóðupptökunum, sem eru frá árinu 2005, var lekið. Mike Pence, varaforsetaefni Trumps, sagði ummælin ófyrirgefanleg og vilja fjölmargir að Pence taki við keflinu. Trump hefur beðist afsökunar á ummælunum, en segist ekki ætla að draga framboð sitt til baka. Þrátt fyrir þetta sýnir skoðanakönnun frá því í gær að stór hluti kjósenda Repúblíkanaflokksins standi með Trump. Hillary Clinton mælist þó með fjögurra prósentustiga forskot.Silja Bára Ómarsdóttir telur sigurlíkur Trump fara dvínandi. Fréttablaðið/Hörður SveinssonTrump hefur látið fjölda niðrandi ummæla falla í kosningabaráttunni. Silja Bára telur að þessi síðustu ummæli hafi sérstaklega hlotið gagnrýni vegna þess að hann var að tala um glæsilega hvíta konu og auðveldara sé að fordæma það. „Allt annað sem hann hefur verið að segja hefur verið rasismi, eða að hluta til rasismi, eða fitufordómar. Viðbrögðin sýna ef til vill hvað innbyggður rasismi er fastur í kerfinu,“ segir Silja Bára. Það að Trump hafi þegar verið búinn að missa fylgi hafi sennilega ýtt undir viðbrögðin. „Þetta vekur líka svona mikil viðbrögð vegna þess að það fer ekki á milli mála að þetta eru hans eigin orð og mynd og rödd. Áður hefur einhver verið að ásaka hann, en í þetta sinn er ekki hægt að draga í efa að hann hafi sagt þetta.“ Silja Bára segir mestar líkur á að Hillary Clinton sigri í kosningunum. „Nema að flokkurinn nái að sannfæra Trump um að hann þurfi að stíga til hliðar og þá er nýtt spil í gangi. En það er mjög ólíklegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Óborganlegt innslag 9. október 2016 17:26 „Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
„Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45