Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 19:30 Julian Assange boðaði fyrir nokkru síðan að í vændum væri gagnaleki úr röðum Demókrataflokksins sem gæti gert úti um framboð Hillary Clinton. Síðustu daga hefur Wikileaks svo tekið að birta persónuupplýsingar úr hökkuðum tölvupóstum kosningastjóra Demókrata, en þótt þeir komi vissulega höggi á framboðið virðist Clinton standa það ar sér áreynslulítið.Ekki nógu krassandi til að fella hana Silja Bára ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Donald Trump sé í raun sjálfur búinn að nánast tortíma eigin framboði, en ef það haldi áfram að koma gögn frá Wikileaks þá gæti Clinton samt sem áður verið í varnarbaráttu fram að kjördegi. „Enn sem komið er hafa ekki verið nógu krassandi í þessum póstum en maður veit aldrei hvað er eftir og er andstæðingurinn að fara að geta nýtt sér það. Það er kannski þar sem mér sýnist veikleikinn helst vera hjá Trump að hann og hans starfsfólk, þau ná ekki að vinna úr þessum upplýsingum."Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði um lekamál sem hafa haft áhrif á gang bandarískra stjórnmála, frá Watergate til Wikileaks, á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.365/Guðrún Helga StefánsdóttirÞess eru auðvitað fordæmi að gagnalekar breyti stefnu bandarískra stjórnmála. Frægasta dæmið er uppljóstrun Deepthroat í Watergate málinu, sem batt enda á forsetatíð Richard Nixon. Silja Bára bar saman þessi mál á fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í tilefni sýningarinnar The Family eftir Richard Avedon sem samanstendur af portrett myndum af helsta áhrifafólki úr bandarísku þjóðlífi. Myndirnar voru teknar stuttu eftir Watergate hneykslið Í þágu hvers er lekinn? Í erindi sínu, frá Watergate til Wikileaks, sagði Silja Bára þó ákveðinn eðlismun á þessum lekamálum. Watergate og fleiri sambærileg lekamál snúist jafnan fyrst og fremst um að koma á framfæri gögnum til að verja almannahagsmuni. Hjá Wikileaks sé enginn greinarmunur gerður á gögnum sem varði innanríkisstjórnmál annars vegar eða persónupplýsingar hinsvegar og markmiðið, ef eitthvað, sé óljóst. „Þarna eru óháð samtök einstaklinga sem standa fyrir þessu og það er ekki alltaf ljóst hvort það er í þágu annars ríkis, í þágu pólitískrar baráttu annars flokks eða hvort þetta er í þágu almannahagsmuna," sagði Silja Bára í samtali við fréttastofu eftir erindið.Rússneskir hakkarar að baki lekanum? Þannig hafa vaknað spurningar um það hvort persónuleg óvild Julian Assange sjálfs sé það sem ráði för í raun. Assange situr enn í útlegð í London, en í vikunni lokuðu ekvadorsk stjórnvöld á nettengingu hans í vikunni með þeim rökum að þau vilji ekki stuðla að utanaðkomandi afskiptum að innanríkismálum Bandaríkjanna. Kaldhæðnin er kannski sú að Wikileaks samtökin, sem starfa í nafni róttæks gagnsæis, eru sjálf ekki fyllilega gagnsæ um eigin starfsemi. Úr herbúðum Clinton er því haldið fram fullum fetum að Wikileaks hafi þegið tölvupóstana úr höndum rússnesku leyniþjónustunnar. Sé það rétt gæti lekinn haft verulega áhrif á samskipti þessara stórvelda á komandi kjörtímabili.Óttinn við framtíðarleka gæti haft langtímaáhrif Rætt er um að ógnin af netárásum verði veigameiri en áður í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna á næsta kjörtímabili. Jafnvel þótt Wikileaks lekarnir hafi ekki úrslitaáhrif í kosningunum eftir tvær vikur gæti óttinn við frekari leka af sama tagi því haft áhrif á stjórnmálin til framtíðar og um leið á starf sagnfræðinga framtíðar, eins og Silja Bára bendir á. „Það getur auðvitað vel verið að til lengri tíma verði meiri áhrif af þessum lekamálum og þá kannski einna helst í því hvernig gögn verða vistuð. Að fólk fari að veigra sér við því að setja upplýsingar í skriflegt form." Verði það raunin gæti um leið reynst erfiðara síðar meir að greina svart á hvítu fyrir hvaða málaflokka eða hugmyndir frambjóðendur til hafi staðið. „Þetta er bara nýr veruleiki sem við erum að læra á ennþá." Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Julian Assange boðaði fyrir nokkru síðan að í vændum væri gagnaleki úr röðum Demókrataflokksins sem gæti gert úti um framboð Hillary Clinton. Síðustu daga hefur Wikileaks svo tekið að birta persónuupplýsingar úr hökkuðum tölvupóstum kosningastjóra Demókrata, en þótt þeir komi vissulega höggi á framboðið virðist Clinton standa það ar sér áreynslulítið.Ekki nógu krassandi til að fella hana Silja Bára ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Donald Trump sé í raun sjálfur búinn að nánast tortíma eigin framboði, en ef það haldi áfram að koma gögn frá Wikileaks þá gæti Clinton samt sem áður verið í varnarbaráttu fram að kjördegi. „Enn sem komið er hafa ekki verið nógu krassandi í þessum póstum en maður veit aldrei hvað er eftir og er andstæðingurinn að fara að geta nýtt sér það. Það er kannski þar sem mér sýnist veikleikinn helst vera hjá Trump að hann og hans starfsfólk, þau ná ekki að vinna úr þessum upplýsingum."Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði um lekamál sem hafa haft áhrif á gang bandarískra stjórnmála, frá Watergate til Wikileaks, á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.365/Guðrún Helga StefánsdóttirÞess eru auðvitað fordæmi að gagnalekar breyti stefnu bandarískra stjórnmála. Frægasta dæmið er uppljóstrun Deepthroat í Watergate málinu, sem batt enda á forsetatíð Richard Nixon. Silja Bára bar saman þessi mál á fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í tilefni sýningarinnar The Family eftir Richard Avedon sem samanstendur af portrett myndum af helsta áhrifafólki úr bandarísku þjóðlífi. Myndirnar voru teknar stuttu eftir Watergate hneykslið Í þágu hvers er lekinn? Í erindi sínu, frá Watergate til Wikileaks, sagði Silja Bára þó ákveðinn eðlismun á þessum lekamálum. Watergate og fleiri sambærileg lekamál snúist jafnan fyrst og fremst um að koma á framfæri gögnum til að verja almannahagsmuni. Hjá Wikileaks sé enginn greinarmunur gerður á gögnum sem varði innanríkisstjórnmál annars vegar eða persónupplýsingar hinsvegar og markmiðið, ef eitthvað, sé óljóst. „Þarna eru óháð samtök einstaklinga sem standa fyrir þessu og það er ekki alltaf ljóst hvort það er í þágu annars ríkis, í þágu pólitískrar baráttu annars flokks eða hvort þetta er í þágu almannahagsmuna," sagði Silja Bára í samtali við fréttastofu eftir erindið.Rússneskir hakkarar að baki lekanum? Þannig hafa vaknað spurningar um það hvort persónuleg óvild Julian Assange sjálfs sé það sem ráði för í raun. Assange situr enn í útlegð í London, en í vikunni lokuðu ekvadorsk stjórnvöld á nettengingu hans í vikunni með þeim rökum að þau vilji ekki stuðla að utanaðkomandi afskiptum að innanríkismálum Bandaríkjanna. Kaldhæðnin er kannski sú að Wikileaks samtökin, sem starfa í nafni róttæks gagnsæis, eru sjálf ekki fyllilega gagnsæ um eigin starfsemi. Úr herbúðum Clinton er því haldið fram fullum fetum að Wikileaks hafi þegið tölvupóstana úr höndum rússnesku leyniþjónustunnar. Sé það rétt gæti lekinn haft verulega áhrif á samskipti þessara stórvelda á komandi kjörtímabili.Óttinn við framtíðarleka gæti haft langtímaáhrif Rætt er um að ógnin af netárásum verði veigameiri en áður í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna á næsta kjörtímabili. Jafnvel þótt Wikileaks lekarnir hafi ekki úrslitaáhrif í kosningunum eftir tvær vikur gæti óttinn við frekari leka af sama tagi því haft áhrif á stjórnmálin til framtíðar og um leið á starf sagnfræðinga framtíðar, eins og Silja Bára bendir á. „Það getur auðvitað vel verið að til lengri tíma verði meiri áhrif af þessum lekamálum og þá kannski einna helst í því hvernig gögn verða vistuð. Að fólk fari að veigra sér við því að setja upplýsingar í skriflegt form." Verði það raunin gæti um leið reynst erfiðara síðar meir að greina svart á hvítu fyrir hvaða málaflokka eða hugmyndir frambjóðendur til hafi staðið. „Þetta er bara nýr veruleiki sem við erum að læra á ennþá."
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira