Ingó fer yfir pólitíkina: Telur að kosið verði aftur, vill sjá spítalann á Vífilsstöðum og kaus Ástþór Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2016 11:15 Ingólfur þekkir stjórnmálin mjög vel á Íslandi. „Ég er svona að bíða eftir að einhver komi fram og segist ekki ætla lofa neinu, ekki alltaf vera að lofa einhverri endalausri þvælu,“ segir tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson sem er sérstakur pólitískur rýnir Brennslunnar á FM957. Hann var gestur þáttarins í morgun og fór þar yfir pólitíska landslagið á Íslandi í dag en núna eru aðeins 9 dagar til kosninga. Ingólfur fór meðal annars yfir fyrirkomulag vaxtabóta og líkti því við að ríkið myndi alltaf borga einstaklingi 15.000 krónur áður en hann færi inn í fatabúð. „Fólk tekur ennþá lánin frá bönkunum þá svo að þeir séu að rukka þessa vexti, og svo þarf ríkið að niðurgreiða þetta, meðan bankarnir græða og græða.“ Ingólfur kemur fram með skemmtilega kenningu og telur hann að það verði einfaldlega kosið aftur eftir komandi kosningar. „Ég hugsa að þetta verði nokkuð erfitt og framundan sé erfiðar stjórnarmyndunarviðræður. Núna er VG að mælast ágætlega og Viðreisn gæti komið sterkur inn. Ef þetta lendi í fjögurra flokka stjórn, þá verður samstarfið mjög erfitt,“ segir Ingó sem telur að í framhaldinu þyrfti þá að kjósa aftur. Popparinn fór vel í gegnum fyrirkomulagið á aflaheimildum við Íslandsstrendur og er hann greinilega vel inni í þeim málum. Ingólfur tjáði sig einnig um staðsetningu nýs spítala á höfuðborgarsvæðinu.Vill flytja spítalann „Ég myndi vilja sjá hann upp á Vífilsstöðum. Ég skil vel þau sjónarmið að fólk vilji hafa spítalann nálægt háskólanum en byggðin er orðin svo þétt þar í kring að ég sé það ekki alveg gerast.“ Hann segir að það eigi kannski ekkert mikið eftir að breytast ef Píratar verði stærsti flokkurinn og Smári McCarthy forsætisráðherra. „Það verða kannski einhverjar kerfisbreytingar og stjórnarskránni verður jafnvel breytt, en þá þarf auðvitað að kjósa aftur. Varðandi stjórnarskrána þá myndi ég vilja sjá breytingu þar á og sjá meira jafnvægi í öllum atkvæðum. Ég skil ekki alveg af hverju atkvæði einhvers gaurs á Sauðárkróki gildi tvö eða þrefalt á við mitt, þar sem ég bý hérna upp í Grafarholti. Þetta hvetur til byggðarstefnu, sem þýðir það að flokkarnir fara alltaf út á land og lofa öllu fögru þar.“ Í samtalinu kom fram að Ingólfur hafi kosið Ástþór Magnússon í síðustu forsetakosningum. „Ég vissi alveg að Guðni myndi vinna þetta og mér fannst Ástþór bara eiga skilið að fá nokkur atkvæði. Hann er alltaf niðurlægður í svona kosningum, en samt er hann með alveg ágætar hugmyndir. Hann er bara svo kolklikkaður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ingó. Kosningar 2016 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
„Ég er svona að bíða eftir að einhver komi fram og segist ekki ætla lofa neinu, ekki alltaf vera að lofa einhverri endalausri þvælu,“ segir tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson sem er sérstakur pólitískur rýnir Brennslunnar á FM957. Hann var gestur þáttarins í morgun og fór þar yfir pólitíska landslagið á Íslandi í dag en núna eru aðeins 9 dagar til kosninga. Ingólfur fór meðal annars yfir fyrirkomulag vaxtabóta og líkti því við að ríkið myndi alltaf borga einstaklingi 15.000 krónur áður en hann færi inn í fatabúð. „Fólk tekur ennþá lánin frá bönkunum þá svo að þeir séu að rukka þessa vexti, og svo þarf ríkið að niðurgreiða þetta, meðan bankarnir græða og græða.“ Ingólfur kemur fram með skemmtilega kenningu og telur hann að það verði einfaldlega kosið aftur eftir komandi kosningar. „Ég hugsa að þetta verði nokkuð erfitt og framundan sé erfiðar stjórnarmyndunarviðræður. Núna er VG að mælast ágætlega og Viðreisn gæti komið sterkur inn. Ef þetta lendi í fjögurra flokka stjórn, þá verður samstarfið mjög erfitt,“ segir Ingó sem telur að í framhaldinu þyrfti þá að kjósa aftur. Popparinn fór vel í gegnum fyrirkomulagið á aflaheimildum við Íslandsstrendur og er hann greinilega vel inni í þeim málum. Ingólfur tjáði sig einnig um staðsetningu nýs spítala á höfuðborgarsvæðinu.Vill flytja spítalann „Ég myndi vilja sjá hann upp á Vífilsstöðum. Ég skil vel þau sjónarmið að fólk vilji hafa spítalann nálægt háskólanum en byggðin er orðin svo þétt þar í kring að ég sé það ekki alveg gerast.“ Hann segir að það eigi kannski ekkert mikið eftir að breytast ef Píratar verði stærsti flokkurinn og Smári McCarthy forsætisráðherra. „Það verða kannski einhverjar kerfisbreytingar og stjórnarskránni verður jafnvel breytt, en þá þarf auðvitað að kjósa aftur. Varðandi stjórnarskrána þá myndi ég vilja sjá breytingu þar á og sjá meira jafnvægi í öllum atkvæðum. Ég skil ekki alveg af hverju atkvæði einhvers gaurs á Sauðárkróki gildi tvö eða þrefalt á við mitt, þar sem ég bý hérna upp í Grafarholti. Þetta hvetur til byggðarstefnu, sem þýðir það að flokkarnir fara alltaf út á land og lofa öllu fögru þar.“ Í samtalinu kom fram að Ingólfur hafi kosið Ástþór Magnússon í síðustu forsetakosningum. „Ég vissi alveg að Guðni myndi vinna þetta og mér fannst Ástþór bara eiga skilið að fá nokkur atkvæði. Hann er alltaf niðurlægður í svona kosningum, en samt er hann með alveg ágætar hugmyndir. Hann er bara svo kolklikkaður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ingó.
Kosningar 2016 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira