Alexander hættur með landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2016 07:16 Alexander spilaði með íslenska landsliðinu á 11 stórmótum. vísir/valli Alexander Petersson hefur leikið sinn síðasta landsleik. Þetta kemur fram í viðtali við Morgunblaðið í dag. Alexander, sem leikur með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, hefur glímt við þrálát meiðsli undanfarin ár og segir það stærstu ástæðuna fyrir ákvörðun sinni. „Síðustu ár hafa verið erfið hjá mér. Meiðsli hafa verið að angra mig lengi og ég hef ekki getað einbeitt mér sem skyldi með landsliðinu. Leikjaálagið með Löwen er mjög mikið. Við spilum í deildinni, bikarnum og í Meistaradeildinni og þetta kemur vitaskuld niður á líkamanum. Ég hef þurft að sleppa nokkrum mótum með landsliðinu vegna meiðsla og nú er einfaldlega kominn tími til að segja stopp. Ég get þar með einbeitt mér að félagsliði mínu,“ segir Alexander í viðtalinu við Morgunblaðið. Alexander, sem er 36 ára, lék alls 173 landsleiki og skoraði í þeim 694 mörk. Alexander fór með íslenska landsliðinu á 11 stórmót. Það fyrsta var HM í Túnis 2005 og það síðasta EM í Póllandi 2016. Alexander var hluti af íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Hann var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi 2010. Alexander var markahæsti leikmaður Íslands á HM 2011 í Svíþjóð og var valinn í úrvalslið mótsins. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Alexander Petersson hefur leikið sinn síðasta landsleik. Þetta kemur fram í viðtali við Morgunblaðið í dag. Alexander, sem leikur með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, hefur glímt við þrálát meiðsli undanfarin ár og segir það stærstu ástæðuna fyrir ákvörðun sinni. „Síðustu ár hafa verið erfið hjá mér. Meiðsli hafa verið að angra mig lengi og ég hef ekki getað einbeitt mér sem skyldi með landsliðinu. Leikjaálagið með Löwen er mjög mikið. Við spilum í deildinni, bikarnum og í Meistaradeildinni og þetta kemur vitaskuld niður á líkamanum. Ég hef þurft að sleppa nokkrum mótum með landsliðinu vegna meiðsla og nú er einfaldlega kominn tími til að segja stopp. Ég get þar með einbeitt mér að félagsliði mínu,“ segir Alexander í viðtalinu við Morgunblaðið. Alexander, sem er 36 ára, lék alls 173 landsleiki og skoraði í þeim 694 mörk. Alexander fór með íslenska landsliðinu á 11 stórmót. Það fyrsta var HM í Túnis 2005 og það síðasta EM í Póllandi 2016. Alexander var hluti af íslenska liðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Hann var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi 2010. Alexander var markahæsti leikmaður Íslands á HM 2011 í Svíþjóð og var valinn í úrvalslið mótsins.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira