Einnig kosið um kannabis og þingsæti í Bandaríkjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2016 00:00 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru ekki einu kosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum í dag. Vísir/Getty Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru ekki einu kosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum í dag. Kosið verður um meirihluta sæta í bandaríska þinginu, nokkur ríkisstjóraembætti eru einnig á lausu auk þess sem að níu ríki kjósa um hvort að lögleiða eigi kannabiss. Mesta spennann ríkir um kosningarnar um sæti í öldungadeild bandaríska þingsins þar sem kosið verður um 34 af 100 sætum öldungardeildarinnar. Repúblikanar eru þar nú með nauman meirihluta, 54 þingmenn, gegn 44 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum.Talið er þó líklegt að Demókrötum takist að ná meirihluta í öldungardeildinni á nýjan leik eftir að hafa tapað honum í síðustu öldungardeildarkosningum árið 2015. Af þeim 34 sætum sem kosið verður um í dag eru 24 í höndum Repúblikana en 10 í höndum Demókrata. Búist er við að Demókratar haldi að minnsta kosti sínu en bæti við sig sætum á kostnað Repúblikana. Spennan er þó meiri Repúblikanamegin þar sem búist er við að minnsta kosti tvö öldungardeildarsæti, í Wisconsin og Illinois, myndi falla í hendur Repúblikana. Þá er baráttan í fimm ríkjum Repúblikana svo hörð að ekki er hægt að segja til um hver muni sigra. Reikna má með að báðir flokkar fái að minnsta kosti 47 sæti en að sex sæti gætu sveiflast til eða frá. Erfitt er því að spá fyrir um hvor flokkurinn muni ná meirihluta í öldungardeildinni en samkvæmt sérstöku reiknilíkani FiveThirtyEight eru líkurnar nánast jafnar.Kosið er um öll 435 sæti fulltúardeildar Bandaríkjaþings. Þar eru repúblikanar nú með 246 þingmenn gegn 186 þingmönnum demókrata eða 32 sæta meirihluta. Ekki er búist að við að demókrötum takist að ná meirihlutanum á nýjan leik en þar hafa repúblikanar haft meirihluta frá árinu 2011. Samkvæmt könnunum er þó gert ráð fyrir að demókratar muni sækja á og ná um 201 sæti sem er þó fjarri því að duga til að ná meirihluta. Þá verður einnig kosið um 12 ríkisstjórastöður en ekki er reiknað með miklum breytingum þar. Repúblikanar stýra nú 31 ríki og reiknað er með að sú tala haldist svipuð eftir kosningar dagsins.Níu ríki kjósa um kannabisKjósendur í níu ríkjum munu kjósa um hvort lögleiða eigi kannabis í einhverju formi. Í Flórída, Montana, Norður-Dakóta og Arkansas verður um hvort leyfa eigi kannabis í lækningaskyni en í fimm ríkjum, Kaliforníu, Nevada, Arizona, Massachusettes og Maine, verður kosið um hvort að leyfa eigi þeim sem eldri eru en 21 árs að neyta kannabis-efna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton bar sigur úr býtum í Dixville Notch Fékk fjögur atkvæði og Donald Trump fékk tvö. 8. nóvember 2016 09:51 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 „90 prósent líkur“ á sigri Clinton Ný könnun Reuters/Ipsos segir stöðuna erfiða fyrir Donald Trump. 8. nóvember 2016 09:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru ekki einu kosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum í dag. Kosið verður um meirihluta sæta í bandaríska þinginu, nokkur ríkisstjóraembætti eru einnig á lausu auk þess sem að níu ríki kjósa um hvort að lögleiða eigi kannabiss. Mesta spennann ríkir um kosningarnar um sæti í öldungadeild bandaríska þingsins þar sem kosið verður um 34 af 100 sætum öldungardeildarinnar. Repúblikanar eru þar nú með nauman meirihluta, 54 þingmenn, gegn 44 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum.Talið er þó líklegt að Demókrötum takist að ná meirihluta í öldungardeildinni á nýjan leik eftir að hafa tapað honum í síðustu öldungardeildarkosningum árið 2015. Af þeim 34 sætum sem kosið verður um í dag eru 24 í höndum Repúblikana en 10 í höndum Demókrata. Búist er við að Demókratar haldi að minnsta kosti sínu en bæti við sig sætum á kostnað Repúblikana. Spennan er þó meiri Repúblikanamegin þar sem búist er við að minnsta kosti tvö öldungardeildarsæti, í Wisconsin og Illinois, myndi falla í hendur Repúblikana. Þá er baráttan í fimm ríkjum Repúblikana svo hörð að ekki er hægt að segja til um hver muni sigra. Reikna má með að báðir flokkar fái að minnsta kosti 47 sæti en að sex sæti gætu sveiflast til eða frá. Erfitt er því að spá fyrir um hvor flokkurinn muni ná meirihluta í öldungardeildinni en samkvæmt sérstöku reiknilíkani FiveThirtyEight eru líkurnar nánast jafnar.Kosið er um öll 435 sæti fulltúardeildar Bandaríkjaþings. Þar eru repúblikanar nú með 246 þingmenn gegn 186 þingmönnum demókrata eða 32 sæta meirihluta. Ekki er búist að við að demókrötum takist að ná meirihlutanum á nýjan leik en þar hafa repúblikanar haft meirihluta frá árinu 2011. Samkvæmt könnunum er þó gert ráð fyrir að demókratar muni sækja á og ná um 201 sæti sem er þó fjarri því að duga til að ná meirihluta. Þá verður einnig kosið um 12 ríkisstjórastöður en ekki er reiknað með miklum breytingum þar. Repúblikanar stýra nú 31 ríki og reiknað er með að sú tala haldist svipuð eftir kosningar dagsins.Níu ríki kjósa um kannabisKjósendur í níu ríkjum munu kjósa um hvort lögleiða eigi kannabis í einhverju formi. Í Flórída, Montana, Norður-Dakóta og Arkansas verður um hvort leyfa eigi kannabis í lækningaskyni en í fimm ríkjum, Kaliforníu, Nevada, Arizona, Massachusettes og Maine, verður kosið um hvort að leyfa eigi þeim sem eldri eru en 21 árs að neyta kannabis-efna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton bar sigur úr býtum í Dixville Notch Fékk fjögur atkvæði og Donald Trump fékk tvö. 8. nóvember 2016 09:51 Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30 „90 prósent líkur“ á sigri Clinton Ný könnun Reuters/Ipsos segir stöðuna erfiða fyrir Donald Trump. 8. nóvember 2016 09:00 Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Clinton bar sigur úr býtum í Dixville Notch Fékk fjögur atkvæði og Donald Trump fékk tvö. 8. nóvember 2016 09:51
Eldveggur Clinton utan um lykilríki leið hennar að sigri Clinton treystir á að svokallaður eldveggur um sex lykilríki muni halda og tryggja að kona verði í fyrsta sinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2016 15:30
„90 prósent líkur“ á sigri Clinton Ný könnun Reuters/Ipsos segir stöðuna erfiða fyrir Donald Trump. 8. nóvember 2016 09:00
Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Flórida og Norður-Karólína eru lykilríki ætli Trump sér að fá lykla að Hvíta húsinu. 7. nóvember 2016 14:00