Fólkið á Airwaves: Draumabrúðkaupsferðin að sjá Múm í Reykjavík Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 15:40 Rachel og John Marr eru nýbökuð hjón frá London. Vísir/Vilhelm John og Rachel Marr eru nýbökuð hjón sem búsett eru í London. Þau hafa vitað af Iceland Airwaves og þess vegna varð Reykjavík í byrjun nóvember því fyrir valinu þegar brúðkaupsferðin var skipulögð. „Við erum búin að vera hérna í fjóra daga,“ segir John í samtali við Vísi. „Ég hef alltaf viljað koma til Íslands og heimsækja Reykjavík og sjá náttúruna á Íslandi. Svo spilar tónlistin mikið hlutverk, ég er mikill aðdáandi hljómsveita eins og Múm og Sigur Rós,“ segir hann aðspurður hvers vegna þau ákváðu að sækja Ísland heim. „Við höfum vitað af hátíðinni í nokkur ár og höfum alltaf talað um að koma. Svo á brúðkaupsferð náttúrulega að vera einskonar draumaferð þannig að þetta lá beint við,“ segir Rachel.Reykjavík minnir á Skotland Þau segja að rokið hafi komið sér örlítið í opna skjöldu þegar þau kíktu í hvalaskoðunarferð. Annars finnst þeim umhverfið heimilislegt og segja að náttúran minni þau á skosku hálendin, þaðan sem Rachel er ættuð. „Þetta er góð blanda því við komum frá London og erum vön stórri borg, Reykjavík er stór en samt er sama stemning og í Skotlandi.Vonast eftir leynitónleikum Aðspurð segjast þau hjónin hlakka mest til að sjá Múm, Kronos Quartet og Lake Stret Dive. „Við fengum ekki miða á Björk en við erum að vona að hún spili á einhverjum leynitónleikum sem við römbum inn á. Það er okkar besta von,“ segir John kíminn. „Við hlökkum líka mikið til að sjá Kate Tempest,“ segir Rachel, en þau ætla að dvelja aðeins lengur á landinu eftir að hátíðinni lýkur og njóta brúðkaupsferðarinnnar. Airwaves Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
John og Rachel Marr eru nýbökuð hjón sem búsett eru í London. Þau hafa vitað af Iceland Airwaves og þess vegna varð Reykjavík í byrjun nóvember því fyrir valinu þegar brúðkaupsferðin var skipulögð. „Við erum búin að vera hérna í fjóra daga,“ segir John í samtali við Vísi. „Ég hef alltaf viljað koma til Íslands og heimsækja Reykjavík og sjá náttúruna á Íslandi. Svo spilar tónlistin mikið hlutverk, ég er mikill aðdáandi hljómsveita eins og Múm og Sigur Rós,“ segir hann aðspurður hvers vegna þau ákváðu að sækja Ísland heim. „Við höfum vitað af hátíðinni í nokkur ár og höfum alltaf talað um að koma. Svo á brúðkaupsferð náttúrulega að vera einskonar draumaferð þannig að þetta lá beint við,“ segir Rachel.Reykjavík minnir á Skotland Þau segja að rokið hafi komið sér örlítið í opna skjöldu þegar þau kíktu í hvalaskoðunarferð. Annars finnst þeim umhverfið heimilislegt og segja að náttúran minni þau á skosku hálendin, þaðan sem Rachel er ættuð. „Þetta er góð blanda því við komum frá London og erum vön stórri borg, Reykjavík er stór en samt er sama stemning og í Skotlandi.Vonast eftir leynitónleikum Aðspurð segjast þau hjónin hlakka mest til að sjá Múm, Kronos Quartet og Lake Stret Dive. „Við fengum ekki miða á Björk en við erum að vona að hún spili á einhverjum leynitónleikum sem við römbum inn á. Það er okkar besta von,“ segir John kíminn. „Við hlökkum líka mikið til að sjá Kate Tempest,“ segir Rachel, en þau ætla að dvelja aðeins lengur á landinu eftir að hátíðinni lýkur og njóta brúðkaupsferðarinnnar.
Airwaves Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira